20.12.2010 | 13:50
Peningastefna Seðlabankans. Þarf að móta nýja peningastefnu
Tenging við Evruna er einn af valkostunum, en slíkt er vandasamt.
Það er ekki ofsagt að það sé vandasamt að sigla okkar strandaða þjóðarskipi út úr skerjagarði allrar þeirrar óstjórnar sem yfir okkur hefur gengið undanfarin ár og áratugi. Við erum sem betur fer með góðan Seðlabankastjóra og frábært starfslið sem hann nýtir til fullnustu við áætlanagerð og aðra vinnu sem nauðsynleg er.
Þessi hópur virðist nú vinna saman, ólíkt því sem var í tíð Davíðs Oddssonar þegar hagfræðingar Seðlabankans heyrðu um það í fjölmiðlum að Íslandsbanki hefði verið yfirtekinn af ríkinu, helgina örlagaríku 2008.
Ber fullt traust til þessa teymis sem nú vinnur SAMAN í Selabankanum og vænti góðrar niðurstöðu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2010 | 13:38
Ógrynni nýrra upplýsinga - Baldur Guðlaugsson
Ógrynni nýrra upplýsinga - gott þá er að komast skriður á það að skoða ormagryfjuna sem undir yfirborðinu hefur iðað um árabil. Fyrningarlög setja þessu auðvitað tímamörk, en það er líka örugglega af nægu að taka á því tímabili sem telst refsivert.
Baldur Guðlaugsson situr svo sannarlega ekki einn í súpunni, hann var bara svo óheppinn að vera á diskbarminum þegar allt hrundi og til hans sást. Þetta er örugglega nokkuð væn SVÍNASÚPA.
14.12.2010 | 21:39
Berlusconi keypti sér valdastólinn einu sinni enn
Ég hefði orðið verulega hissa ef ekki hefði komið til mótmæla á Ítalíu eftir að Þingið þar lýsti yfir trausti á Berlusconi. Það er raunar ekki hægt að tala um traust heldur keypta setu á valdastóli. En með því að sýna óánægju sína og óbeit á þeirri spillingu sem þarna ríkir, er almenningur að senda sín skilaboð. Vona að einhver í Ítalska stjórnkerfinu verði duglegur að miðla upplýsingum til okkar hinna um Internetið hvernig raunverulega er um hnútana búið í þessu mikla mafíulandi.
14.12.2010 | 21:28
Að seinka klukkunni ?
Ég persónulega er ekki að ergja mig eða gleðjast yfir þeirri breytingu sem rætt er um á klukkunni hér á landi, er hætt að vinna og get sofið þegar ég vil og vakað þess á milli. Mér finnst hins vegar mjög verðugt að skoða þessa tilfærslu ef það getur orðið til þess að bæta geðheilsu fólks og hentar betur líkamsklukkunni, þá sérstaðlega hjá ungmennum. Auðvitað kemur þetta mismunandi út á landinu og ef fólk á einhverjum vinnustað vill fara fyrr á fætur, þá eru heimildir til að færa dagvinnutíma fram til kl 07 á morgnana. En við skulum endilega huga að fleiri þáttum en peningum í þessu máli, ef það þykir sannað fólki heilsist betur með að sofa lengur á morgnana, þá finnst mér þetta ekki spurning
13.12.2010 | 20:53
ICESAVE - Ögmundur efast um að forsetinn nýti málskotsréttinn að nýju
Stjórnarandstaðan er að tala sig frá andstöðu sinni við að afgreiða ICESAVE og fer í margskonar rökkróka til að réttlæta viðsnúninginn. Þú fyrirgefur Ögmundur frændi en í þessu máli flokkast þú í mínum huga með stjórnarandstöðunni. Ef svo fer að mikill meiri hluti þingmanna samþykkir samninginn, vona ég svo sannarlega að Bessastaðabóndinn setji nafnið sitt undir svo ekki hljótist af frekari vandræði.
13.12.2010 | 03:33
Silfrið - viðmælendum mismunað
Egill Helgason sýndi það vel í Silfrinu í dag að hann mismunar viðmælendum eftir því hvaða málstað þau styðja. Formælandi Indefens hópsins fékk nánast allan þann tíma sem hann vildi, á meðan Sigríður Ingibjörg Ingvadóttir var stöðvuð hvað eftir annað þegar hún kaus að útskýra sjónarmið ríkisstjórnarinnar í ICESAVE málinu.
Það er greinilegt að EH og fleiri fjölmiðlamenn hafa varast að horfa til þeirra tafa á erlendu lánsfé til framkvæmda á Íslandi, sem neitun forsetans á undirskrift breytinga á ICESAVE samningnum 05.01.10, hefur valdið.
Frétt um það í kvöld, að Landsvirkjun sé væntanlega að fá lán vegna Búðarhálsvirkjunar samþykkt í vikunni, beint í kjölfar samningsins (þó ekki sé búið að fjalla um hann í þinginu) er skýrt dæmi um skaða sem tafir á ICESAVE hafa valdið. Hvað ætli töfin á afgreiðslu lánsins til Landsvirkjunar kosti þjóðarbúið ???
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.12.2010 | 03:20
Kristinn Hrafnsson í Silfrinu
Það er stórkostlegt að Ísland skuli eiga eins frábæran fjölmiðlamann og Kristinn Hrafnsson. Hann sýndi það og sannaði í Silfrinu Hjá Agli Helgasyni að hann ber höfuð og herðar yfir marga kollega sína hér á landi og þar á meðal EH. Hann skildi afar vel á milli aðal og auka atriða, gerði mjög vel grein fyrir þeirri vá sem blasir við víða um heim varðandi aukna ritskoðum og skorður við tjáningarfrelsi. Þar eru peningaöflin greinilega að baki, eins og á Ítalíu þar sem lög virðast í farvatninu. Eins í Bretlandi þar sem sömu öfl halda greinilega í gömul og þröngsýn lög. Setti aukaatriði út af borðinu eins og að fara nánar út á ásakanir á hendur Julian. Kristinn kveður fast að orði en er um leið gætir hann mjög vel að því hvað hann segir.
3.12.2010 | 04:58
Lífeyrissjóðir - er breytinga þörf
Forsvarsmenn lífeyrissjóðirnir hafa sett sig á afar háan hest að undanförnu. Það getur hreinlega orðið undanfari þess að gerðar verði afgerandi breytingar á heildarkerfi ALLRA lífeyrissjóða í landinu. Þær raddir verða sífellt háværari að sameining ALLRA sjóðanna verði að veruleika. Samræma verður réttindi launþega í landinu á þessu sviði. Hvernig það verði best gert hef ég ekki tillögur um, en þær eru örugglega þegar í smíðum hjá áhugafólki um málið.
3.12.2010 | 04:54
Lífeyrissjóðirnir og skuldavandi heimilanna
Sá sandkassahugsunarháttur sem einkennir skrif margra nú um stundir um nauðsyn þess að taka heildarskuldavanda heimilanna, finnst mér afar sorglegur, svo ekki sé meira sagt. Fólk keppist hér um að finna sökudólga og svo er þessi eilífi metingur milli þjóðfélagshópa. Ég sá ekki Kastljósið og þarf þess svo sem ekki. Hef heyrt sönginn hjá forystumönnum Lífeyrissjóðanna undanfarnar vikur. Forsendubresturinn ekki viðurkenndur, lífeyrisþegum beitt sem brjóstvörn til að komast hjá skuldalækkun almennings. Vil benda enn þá einu sinni á afar vel útfærðar lausnir Hagsmunasamtaka heimilanna. Þar á ég við lausnir á skuldavanda heimilanna, leiðir til að dreifa kostnaði fjármálastofnana og leiðir til að breyta forsendum við útreikninga á bótum til sjóðsfélaga hjá Lífeyrissjóðunum.
29.11.2010 | 01:26
Misheppnuð kosning segir Gunnar Helgi
Ég er alls ekki sammála Gunnari Helga um að þessi kosning hafi verið misheppnuð. Við vorum að gera heimssögulega tilraun og þá er verið að prófa sig áfram með það hvaða form sé heppilegast. Ekki er þess heldur að vænta að allir séu ánægðir með þessa tilraun og það er líka bara allt í lagi.
Ég var afar glöð og stolt þar sem ég sat í mínum kjörbás á laugardaginn og færði samviskusamlega inn þær tölur sem ég hafði með mér á æfingaseðlinum. Ég hef fulla trú á að Stjórnlagaþingið semji okkur góða Stjórnarskrá og að Alþingi samþykki tillögu Stjórnlagaþingsins. Heimurinn er að fylgjast með okkur og það er líka svo nauðsynlegt.
Kjörsóknin kemur mér ekki svo mjög á óvart, fyrirvarinn var stuttur, kosningabaráttan mjög óvanaleg, engir listar, engir efstir eða neðstir, engar flokksvélar sýnilegar, ekki kosningaskrifstofur og svona mætti lengi telja.
Mér finnst í raun frábært að tæpur helmingur þess hlutfalls sem vanalega kýs til sveitastjórna og þings, skuli hafa drifið sig á kjörstað.
Til hamingju við öll með kosningarnar á laugardaginn. :)
Um bloggið
330 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 110555
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar