Lífeyrissjóðirnir og skuldavandi heimilanna

Sá sandkassahugsunarháttur sem einkennir skrif margra nú um stundir um nauðsyn þess að taka heildarskuldavanda heimilanna, finnst mér afar sorglegur, svo ekki sé meira sagt. Fólk keppist hér um að finna sökudólga og svo er þessi eilífi metingur milli þjóðfélagshópa. Ég sá ekki Kastljósið og þarf þess svo sem ekki. Hef heyrt sönginn hjá forystumönnum Lífeyrissjóðanna undanfarnar vikur. Forsendubresturinn ekki viðurkenndur, lífeyrisþegum beitt sem brjóstvörn til að komast hjá skuldalækkun almennings. Vil benda enn þá einu sinni á afar vel útfærðar lausnir Hagsmunasamtaka heimilanna. Þar á ég við lausnir á skuldavanda heimilanna, leiðir til að dreifa kostnaði fjármálastofnana og leiðir til að breyta forsendum við útreikninga á bótum til sjóðsfélaga hjá Lífeyrissjóðunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

232 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 110269

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband