Misheppnuð kosning segir Gunnar Helgi

Ég er alls ekki sammála Gunnari Helga um að þessi kosning hafi verið misheppnuð. Við vorum að gera heimssögulega tilraun og þá er verið að prófa sig áfram með það hvaða form sé heppilegast. Ekki er þess heldur að vænta að allir séu ánægðir með þessa tilraun og það er líka bara allt í lagi.
Ég var afar glöð og stolt þar sem ég sat í mínum kjörbás á laugardaginn og færði samviskusamlega inn þær tölur sem ég hafði með mér á æfingaseðlinum. Ég hef fulla trú á að Stjórnlagaþingið semji okkur góða Stjórnarskrá og að Alþingi samþykki tillögu Stjórnlagaþingsins. Heimurinn er að fylgjast með okkur og það er líka svo nauðsynlegt.
Kjörsóknin kemur mér ekki svo mjög á óvart, fyrirvarinn var stuttur, kosningabaráttan mjög óvanaleg, engir listar, engir efstir eða neðstir, engar flokksvélar sýnilegar, ekki kosningaskrifstofur og svona mætti lengi telja.
Mér finnst í raun frábært að tæpur helmingur þess hlutfalls sem vanalega kýs til sveitastjórna og þings, skuli hafa drifið sig á kjörstað.
Til hamingju við öll með kosningarnar á laugardaginn. :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ef maður sér þetta þannig þá hefur þú rétt fyrir þér. Ég vona bara að afdankaðir og ónýtir þingmenn eins og Jónína Bjartmars komast ekki nálægt þessu.

Úrsúla Jünemann, 29.11.2010 kl. 19:40

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég passaði mig sérstaklega á þannig fólki við mitt val á seðilinn

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.11.2010 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

232 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 110270

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband