Orkuveita Reykjavíkur

Það var sagt berum orðum í dag að Orkuveita Reykjavíkur sé í raun gjaldþrota. Baktrygging eiganda kemur þó í veg fyrir að af því verði. Á blaðamannafundi í dag var kynnt ný stefna OR, sem í raun er upphaflegt markmið þeirra veitna sem eru hryggjarstykkið í fyrirtækinu. Sem sagt að sjá íbúum svæðanna fyrir orku sem framleidd er í veitum fyrirtækisins. Orkusala til stóriðju tekin út af borðinu - minnisvarðar Alfreðs Þorsteinssonar og Davíðs Oddssonar falir, ásamt öðrum eignum sem ekki tengjast beint starfsemi fyrirtækisins. Nú skal tálga bruðlið burt og bæta þar með fjárhaginn.

Helgi Seljan ræddi við Bjarna Bjarnason nýráðinn forstjórna OR og Kastljósinu og hugðist fá hann til að gagnrýna fyrri stjórnendur fyrirtækisins. Helgi hefði ekki erindi sem erfiði því forstjórinn var kominn til að veita upplýsingar um framtíð, en ekki fortíð og þar við sat. Góð tilbreyting frá skammadembum stjórnmálanna sem dynja á manni daginn út og inn.

Sjálfstæðismenn hjala um útreikning á gjaldskrá sem þeir telja ekki fullnægjandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

245 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 110195

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband