Lífeyrissjóðir - er breytinga þörf

Forsvarsmenn lífeyrissjóðirnir hafa sett sig á afar háan hest að undanförnu. Það getur hreinlega orðið undanfari þess að gerðar verði afgerandi breytingar á heildarkerfi ALLRA lífeyrissjóða í landinu. Þær raddir verða sífellt háværari að sameining ALLRA sjóðanna verði að veruleika. Samræma verður réttindi launþega í landinu á þessu sviði. Hvernig það verði best gert hef ég ekki tillögur um, en þær eru örugglega þegar í smíðum hjá áhugafólki um málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það þarf að taka lífeyrissjóðakerfið upp frá grunni. Einn alsherjar lífeyrissjóður er hugsanleg lausn en mestu skiptir þó að þeir sem eiga fjármagnið, launafólkið, fái um það ráðið hver stefn verður tekin.

Það hróplega órættlæti að atvinnurekendur skuli vera í stjórnum lífeyrissjóða er með ólíkindum, sjóðirnir eru um fé launafólks fyrir launafólk.

Það er ljóst að þetta ástand sem nú er, verður ekki liðið af launafólki mikið lengur.

Gunnar Heiðarsson, 3.12.2010 kl. 06:01

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Tel nokkuð víst að breytingar séu í farvatninu

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.12.2010 kl. 12:15

3 identicon

Sæl hvað segirðu um þessa færslu þína í dag og athugasemdir þínar við henni, viðurkennirðu mistök?

http://fridabjarna.blog.is/blog/fridabjarna/entry/1013654/

"Það svo miklu dýrara að þæfa málið mánuðum saman og svo tók nú steininn úr þegar forsetinn skrifaði ekki undir. Þá fóru milljarðarnir að fljúga út úr höndunu á okkur í tugatali. Ekki til útrásarvíkinga, ekki á leynireikninga á Tortola. Milljarðarnir fuku beint út í buskann, eru glataðir og engann hægt að rukka." - Hólmfríður Bjarnadóttir

Jónas (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 20:21

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég er enn sama sinnis og ég var á þessum tíma. Þessi nýji samningur er betri og það er auðvitað gott í sjálfu sér. En hvað hefur heilt ár í bið kostað okkur. Um það er ekki rætt, en vonandi mun einhver trúverðugur reiknimeistari slá á það gríðarlega tjón sem orðið hefur og fellur á okkur almenning í landinu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.12.2010 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

232 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 110270

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband