Ársæll Valfells telur ekki vera farið í nauðsynlegann niðurskurð

Það er afskaplega afstætt hugtak, svo ekki sé meira sagt, hvað sé nauðsynlegur niðurskurður. Svo er annar flötur á þessu máli og hann er að sumar tegundir niðurskurðar, geta einfaldlega aukið útgjöld. Ég tel líka miklar líkur á að gagnrýni Ársæls sé fyrst og fremst til þess fallin að viðhalda gamla valdajafnvæginu svo Íhaldsklíkurnar missi ekki spóna úr sínum öskum. Þeir askar verða aldrei nægilega troðnir og sultarólar almennings seint of hertar. Hlustum ekki á þessa gagnrýni því hún er einfaldlega ómur fortíðar sem við viljum upplifa aftur.


Gunnar Smári / Björn Bjarnason

Gunnar Smári Egilsson blaðamaður  heldur því fram að Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaraðherra hafi gert Bugsmönnum tilboð um að fella niður dómsmálið gegn þeim í skiptum fyrir yfirráð yfir fjölmiðlum þeirra. Björn maldar í móinn og menn deila um hvorum sé síður trúandi.

Hverjum sem maður trúir er það staðreynd að svona brask með völd og fyrirgreiðslu hefur verið stundað hér áratugum saman. Þar hefur einskis verið svifist og allt verið falt fyrir rétt verð. Ég hallast að því að sagan um tilboðið frá Íhaldinu til Baugsmanna sé í megin atriðum rétt. Svo má rífast um það hver sagði hvað - hver hitt hvern og hvenær. Er þetta ekki um það leiti sem fjölmiðlafrumvarp Davíðs var á dagskrá.


Aung San Suu Kyi frjáls!!

Aung San Suu Kyi hefur verið sleppt úr stofufangelsi eftir áratuga innilokun. Hún er mikill baráttukona fyrir friði - lýðræði - mannréttindum fyrir sína þjóð og um leið allan heiminn. Persónur á borð við Aung San Suu Kyi hafa ætíð mikil áhrif og stuðla á sinn friðelskandi hátt að auknum rétti milljóna manna um allan heim. Hin vopnlausa leið hinna fáu er svo miklu áhrifaríkari og varanlegri en allur hernaðurinn. Biðjum fyrir friði - lýðræði - mannréttindun í dag og höldum því áfram eins lengi og okkur endist aldur til.


Framtíð Sólheima er tryggð !

Það er beinlínis sorglegt að fylgjast með þeim málatilbúnaði sem stundaður er hjá forystu Sólheima og ekki til hagsbóta fyrir heimilismenn á þeim bæ með því að skapa óþarfa óvissu. Tek heilshugar undir með félagsmálaráðherra og veit að frá hendi stjórnvalda stendur ekki til að raska tilvist Sólheima.


Hvað Guðmundi Péturssyni gengur til með þessu veit ég ekki, en finnst eins og það lykti að stjórnmálaviðhorfum frekar en umhyggju fyrir íbúum Sólheima. Þeirra framtíð og búseta á Sólheimum er tryggð.


Viljum nýjar leiðir

Uppbygging okkar nýja þjóðfélags þarf að vera á öðrum forsendum en þeim sem ollu hruninu. Auðlindir verði í sameign okkar allra og arður af þeim nýttur í sameiginleg verkefni. Nýjar áherslur í atvinnumálum á svo mörgum sviðum. Blóðmjólkun á almenningi verði hætt og kjörin jöfnuð. Þjóðstjórn er engin lausn, samstarf væri samt vel þegið og þá á forsendum nýrra leiða.


Uppgjör - ábyrgð !

Það er ekki of sögum sagt að nú fari fram margskonar uppgjör í veröldinni. Og mikil er þörfin fyrir slíkt. Hver manneskja á þessari jörð á jú rétt á því að vera til, að hafa aðgang að hreinu vatni, fæðu og húsaskjóli. Þessi réttur er því miður ekki virtur nema að hluta og það vitum við öll. Er það eðlilegt að í skjóli EIGNARÉTTAR geti einstaklingar, þjóðir og heimshlutar komist upp með að halda heilu heimshlutunum í sárri fátækt áratugum saman.

Dæling fjármuna í alla mögulega vitleysu eins og hernað, valdabrölt og peningahítir á borð við gjaldþrota banka eru auðvitað afglöp sem vart eru talin refsiverð samkvæmt gildandi lögum margra þjóða. En þetta eru refsiverð afhæfi samkvæmt siðferðismati mikils hluta mannkyns og því merkilegt hve hægt miðar í jöfnun réttar allra íbúa jarðarinnar.


Þjóðstjórn breytir engu

Þarna eru gömlu Hrunflokkarnir einfaldlega að gera tilraun til að komast aftur til valda svo venda megi gömlu klíkurnar. Við þurfum einfaldlega að fá efnahagsráðgjafa erlendis frá til að koma okkur úr feninu.

Gunnar Tómasson hagfræðingur er tilvalinn í það starf, hann hefur víða sýn og aðgang að kollegum sínum um allan heim sem ekki eru innmúraðir í okkar gjörspillta kerfi. Eva Joly kom rannsóknarvinnu í réttan farveg og nú eru það peningarnir.


Gömul tugga á nýjum blöðum

Mér hugnast ekki það sem Sjálfstæðismenn eru að bera á borð fyrir okkur núna. Lánalenging er engin lausn heldur bara lenging í skuldaólinni. Þar er ég fyllilega sammála Lilju Mósesdóttir. Ég er líka eindregin stuðningsmaður þess að tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna verði grunnur að nýrri þjóðarsátt ásamt frekar breytingum á lánakerfi húsnæðismála.

Þeir leggja líka til aukinn kvóta með því skilyrði að hætt verði við fyrningu / innköllun á kvóta. Fiskurinn er fluttur út óunninn og fullvinnsla fer svo fram í fyrirtækjum íslendinga erlendis og selt á góðu verði á ESB svæðinu. Veiðar og vinnsla hafa lagað sig að ESB og vilja fá að vera þar í friði á sínum forsendum.

 


Niðurskurðartillögur í heilbrigðiskerfinu

Ég hef frá upphafi ekki haft trú á að boðaður niðurskurður í heilbrigðiskerfinu yrði að veruleika með óbreyttum hætti. Hef haft óljósan grun um að þarna væri verið að koma stjórnendur ákveðinna stofnana að borðinu með afgerandi hætti til að taka á vandanum á hverjum stað fyrir sig. Heilbrigðisstofnanir / sjúkrahús geta svo vel orðið föst í ákveðnu kerfi sem erfitt er að komast út úr. Starfsaldur er þar gjarnan nokkuð hár og þá getur myndast viss stöðnun.

En eitt er víst og það er að tillögurnar hafa hrist verulega upp í fólki sem vonandi leiðir til skipulagsbreytinga sem sennilega eru nauðsynlegar á mörgum stöðum.

Hef unnið í Heilbrigðiskerfinu í þó nokkur ár

 


Að taka stöðu gegn þjóðinni

 Mikið er talað um hverjir tóku stöðuna með eða á móti krónunni í aðdraganda Hrunsins. Slíkt athæfi getur ef sannað er, verið refsivert og þeirra sem það gerðu geta beðið refsidómar. En hvar liggur svo ábyrgðin á öllu því sem aflaga fór?

Í mínum huga er einn hópur sem tók alfarið og alvarlegast, stöðuna gegn þjóðinni allri. Það eru þeir/þau sem tóku þá ákvörðun í kjölfar gerðar EES samningsins að hætta við fyrirhugaða inngöngu í ESB, eins og Viðeyjarstjórnin lagði upp með. Þessi hópur veðjaði gegn allri þjóðinni, ef undan eru teknir einkavinir og venslamenn í viðskiptum.

Eftir það hófst svo ein æðisgengin veisla fyrir þennan sama hóp sem gerði nýjum aðilum kleyft að taka þátt í gamblinu. Stjórnvöld - Seðlabankinn og fjármálakerfið tók allt stöðu gegn almenningi í landinu á allan mögulegan máta.

Þar situr allur hópurinn við sama borðið og ekki hægt draga neitt þar í dilka. Þessi hópur ber ábyrg (hvort sem einhver hagstæður lagatexti hlífir eða ekki). Gjörðir hans verður að skoða og upplýsa til að varast annað svona stórslys í stjórnun og meðferð á heilli þjóð.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

232 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 110270

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband