Að taka stöðu gegn þjóðinni

 Mikið er talað um hverjir tóku stöðuna með eða á móti krónunni í aðdraganda Hrunsins. Slíkt athæfi getur ef sannað er, verið refsivert og þeirra sem það gerðu geta beðið refsidómar. En hvar liggur svo ábyrgðin á öllu því sem aflaga fór?

Í mínum huga er einn hópur sem tók alfarið og alvarlegast, stöðuna gegn þjóðinni allri. Það eru þeir/þau sem tóku þá ákvörðun í kjölfar gerðar EES samningsins að hætta við fyrirhugaða inngöngu í ESB, eins og Viðeyjarstjórnin lagði upp með. Þessi hópur veðjaði gegn allri þjóðinni, ef undan eru teknir einkavinir og venslamenn í viðskiptum.

Eftir það hófst svo ein æðisgengin veisla fyrir þennan sama hóp sem gerði nýjum aðilum kleyft að taka þátt í gamblinu. Stjórnvöld - Seðlabankinn og fjármálakerfið tók allt stöðu gegn almenningi í landinu á allan mögulegan máta.

Þar situr allur hópurinn við sama borðið og ekki hægt draga neitt þar í dilka. Þessi hópur ber ábyrg (hvort sem einhver hagstæður lagatexti hlífir eða ekki). Gjörðir hans verður að skoða og upplýsa til að varast annað svona stórslys í stjórnun og meðferð á heilli þjóð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; Hólmfríður, jafnan !

Því miður; hygg ég, að;; einmitt, tilkoma EES samningsins - sem kunnar eftir stöðvar hans, hafi átt meginþáttinn í, að kljúfa íslenzkt samfélag; hvar, borg ríkið Reykjavík fékk óhindrað, að tútna út, á kostnað okkar, á landsbyggð inni; þér, að segja.

Samfélag; sem okkar, svo fámennt, þoldi einfaldlega ekki, þessa opingátt sem varð á litlu hagkerfi, sem raun ber vitni.

Auk þess veruleika; að halda skyldi ætíð, opnum fríverzlunar möguleika num, um veröld alla - í stað þess; að hengja klakk okkar, á innan við 10% Heimsbúskaparins (ESB löndin).

Það; var mikið ógæfu spor.

Þegar ég; var birgðavörður freðfiskjar, hjá Hraðfrystihúsi Stokkseyrar hf.,  árin 1983 - 1991, voru helztu markaðs svæði fyrir frosinn fisk : Bandaríkin - Evrópa, vestri - Sovétríkin og ört fjölgandi landa, hinnar víðáttu miklu Asíu.

Síðan; árið 1994, hefir allt ójafnvægið, yfir okkur hvolfst, með allt of mikilli Evrópu verzlun, sem dæmin sanna, gleggst.

Því; hefðum við átt, að halda okkur, við fyrra fyrirkomulag - og krafan um stóraukna einkævæðingu stofnana og fyrirtækja, skv. EES fyrirkomulaginu, hefði aldrei orðið að veruleika - né; sú staðreynd, að ákveðnir hópar hæfileika lausra gæðinga og vina innlendra pólitíkusa, hefðu fengið það tækifæri, sem raunin varð, með því að eyðileggja fyrir okkur Banka kerfið, sem var jú; ekkert gallalaust, svo sem, en nær hefði verið, að við hefðum fengið tækifæri til, að betrumbæta, á eigin forsendum - ekki; með þrýstingi frjálshyggju væðingarinnar, suður á Brussel völlum, Húnvetningur góður.

Með beztu kveðjum; norður yfir heiðar /

Óskar Helgi     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 14:52

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Óskar

Við erum ekki sammála frekar en fyrri daginn. Þó er eitt sem við erum sammála um og það er að EES samningurinn einn og sér hefur opnað gáttir sem við kunnum ekki að ganga um. Þú villt ekki samstarf við Evrópu en ég tel það hins vegar MJÖG NAUÐSYNLEGT og þá með inngöngu í ESB.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.10.2010 kl. 16:37

3 identicon

Heil; á ný !

Nei; rétt er það, Hólmfríður, þó við séum sammála, um suma þætti mála.

En; samskipti við Evrópu, í komandi framtíð, eiga að byggjast á sama grunni, og við hinar álfurnar, að mínum dómi.

Þá; kann vel að fara, um framtíðar skipanina - yrði svo, mæti Húnvetningur.

Með; þeim sömu kveðjum, sem áður og fyrri /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

219 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 110321

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband