15.8.2009 | 15:27
Gagnaver við Blönduós
Þetta eru einhverjar bestu fréttir sem ég hef fengið um langan tíma. Þarna er komið frábært tækifæri fyrir okkur í Húnavatnssýslum til að efla verulega atvinnulífið. En hefur ekki verið formlaga gert út um málið, en ég leyfi mér að vona að staðsetningin gangi eftir og hafist verði handa í haust. Ætli við séu ekki bara að græða á allri norðanáttinni sem um okkur blæs hér við flóann.
![]() |
Talið líklegast að risavaxið gagnaver rísi á Blönduósi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2009 | 22:49
Fagnaðarefni ef þetta gengur eftir.
Mikil mannasættir og góður verkstjóri er formaður Fjárlaganefndar. Það er ekki á hvers manns færi að ná samhljóða niðurstöðu í svo stóru máli og hjá svo sundurleitum hóp eins og virðist vera samankomin á Alþingi Íslendinga nú um þessar mundir.
![]() |
Samkomulag að nást |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2009 | 15:57
Er allt leyfilegt í stjórnmálum? kafli 2
Og svo er það Borgarhreyfingin. Þar vantar mikið upp á að þingmenn flokksins sé vel að sér, í mannlegum samskiptum. Þar á ég við meirihlutann sem hefur snúist gegn Þráni Bertelssyni. Það er grafalvarlegt mál að fólk sem hefur verið kosið til að stjórna landinu, hafi ekki þroska til að ræða saman ein og fullorðið fólk. Nú er ég ekki að segja að Þráinn sé algjörlega hvítþveginn engill og vill trúlega ekki vera það, en það sem hann hefur látið frá sér fara í fjölmiðlum hefur þó verið málefnalegt og tengt því starfi sem hópurinn gegnir. Stjórn hreyfingarinnar er á hlaupum frá öllu saman og persónulegt skítkast er birt á netsíðu þingmanns flokksins um Þráinn. Ný framboð hafa yfirleitt ekki lifað lengi, en að þau sprengdu sjálf sig í loft upp, stuttu eftir kosningar, ég man ekki eftir slíku. Þetta er í einu orði sagt SORGLEGT.
14.8.2009 | 15:45
Er allt leyfilegt í stjórnmálum? kafli 1
Hafi ég borið virðingu fyrir stjórnarandstöðunni á Alþingi, þá er hún á bak og burt eftir það sem á hefur gengið síðasta sólarhring. Þegar lausn virtist í sjónmáli í Icesace málinu, tók einhver sig til og lak trúnaðarupplýsingum í fjölmiðla. Forseti Alþingis talar um landráð og það er ekki fjarri því að svo sé. Þeir virtust líka víghreyfir "silfurskeiðadrengirnir", Sigmundur Davíð og Bjarni Ben í sjónvarpinu í gærkvöldi. Það fannst mér ekki boða gott, en á þessu átti ég þó ekki von. Hver niðurstaða málsins verður veit ég ekki, en það veit ég að það væri örugglega betra fyrir flokkana þeirra SD og BB að þeir væru óbreyttir þingmenn.
12.8.2009 | 00:17
Icesave
Þeir stjórnarliðar sem ekki treysta sér til að samþykkja Icesave eftir meðhöndlun Fjárlaganefndar, eru að mínu mati að gera meira ógagn en gagn. Ég vil félagshyggjustjórn jafnaðarmanna á Íslandi næstu árin. Henni má alls ekki fórna fyrir með því að fella Icesave, þó erfiður sé.
![]() |
Fjölmenni á félagsfundi VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.8.2009 | 21:11
Icesave úr fjárlaganefnd fyrir helgi?
Ég vænti þess að Icesave deilan verði leyst sem allra fyrst. Afgreiðsla málsins úr fjárlaganefnd verður vonandi fyrir helgi. Við þurfum að halda áfram að byggja upp okkar molaða samfélag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.8.2009 | 21:07
Aung San Suu Kyi verður að fá frelsi
Stjórnvöld í Búrma hafa um árabil brotið gróflega á mannréttindum leiðtoga stjórnarandstöðu landsins, Aung San Suu Kyi. Nú hefur verið bætt við þann tíma sem hún hefur mátt dúsa í stofufangelsi á heimili sínu. Ég fagna því sérstaklega að Obama bandaríkjaforseti hafi bæst í hóp þeirra þjóðarleiðtoga sem krefjast þess að henni verði sleppt tafarlaust úr haldi, án allra skilyrða.
![]() |
Kallar eftir lausn Suu Kyi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.8.2009 | 16:23
Niðurstöður vegna strandveiða.
Þó ekki sé lokið hinum svokölluðu strandveiðum eru þingmennirnir farnir að karpa um árangur veiðanna.
Ef við setum þetta til gamans í einskonar fornsögustíl, gæti þetta hljóðað svona.
Ólína hin versfirska af Ísafirði, hvaddi sér hljóðs og hvað veiðiskap þennan hafa gjört gott fyrir sitt bú og var hin glaðasta. Hvað hún marga almúgamenn hafa haft að þessu góðan hlut og vill halda þess háttar sjósókn áfram.
Einar ættarhöfðingi Bolungarvíkur og aðal talsmaður stórætta Íslands, hvað veiðarnar öngvu góðu hafa skilað í bú stórættanna og því ekki heppilegar. Hvað hann ranga menn hafa stýrt skipum þessum og fiskur þessi hafi farið til þeirra sem eigi ættu rétt til hans samkvæmt skipan stórættanna.
Illugi hinn hraðmæli talaði líkt og Einar ættarhöfðingi, enda skósveinn stórættanna. Hvað hann fisk þennan rýra hlut stórættanna, sem ekki mættu við slíku, ættu veldi þeirra að viðhaldast.
Ólína hin vestfirska hvað sína menn munu berjast til síðasta blóðdropa fyrir rétti hinna fátækari til að sækja til veiða. Hvað konan nokkuð fast að orði, horfði hvasst á Einar og Ílluga sem eigi líkaði framferði konu þessarar eða framganga.
Lauk þar þeirra orðaskiptum að sinni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2009 | 17:03
Efasemdir um þörf á gjaldeyrisforða.
Eitt af nýjustu útspilum stjórnarandstöðunnar er að draga í efa þörf á verulegum gjaldeyrisforða. Þar fara fremstir í flokki hagfræðingar eins og Jón Daníelsson. Ekki er ég hagfræðingur og er ekki að leika slíkan, en ég spyr af minni takmörkuðu þekkingu. Af hverju kemur þetta upp á borðið núna, var ekki hægt að koma með þessa skilgreiningu miklu fyrr.
Það læðist að mér sá grunur að þetta sé eitt af örþrifaráðunum til að komast til valda. Stjórnarandstaðan er búin að reyna svo margt og nú eru ráðin að verða þrotin. Icesave málið að komast á loka stig, þó enn sé deilt um orðalag, búið að sækja um ESB og þá fer nú að fækka málunum sem hægt er að nota.
Skólastjórinn af Skaganum hefur haldið vel utan um málið í fjárlaganefnd og þingmann VG sem verið er að segja okkur að séu að verða andsnúnari málinu, hafa ekki komið fram undir nafni og lýst því hver vafaatriðin eru.
![]() |
Verulegur gjaldeyrisforði nauðsyn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.8.2009 | 18:08
Davíð skorti séfræðiþekkingu.
Þetta eru ekki neinar nýjar fréttir fyrir mig og sjálfsagt er svo með fleiri. Ástæður þess að ráðherrar og stofnanir gripu ekki inní, er augljósar. Enginn þorði að ganga gegn skoðunum Davíðs, hversu vitlausar sem þær voru. Eftir að allt hrundi og eftir að hann fór af sviðinu, hefur skoðunum, álitum og útreikningum rignt yfir okkur.
![]() |
Segir Davíð hafa skort sérfræðiþekkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
158 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar