Samningurinn um ICESAVE.

Mikið hefur verið rætt og ritað um ICESAVE og þann samning sem vonandi er á lokastigi. Talað er um skuldahöft, reyðarslag og hvað þetta heitir allt saman. Bloggarar fara mikinn og vitna í lögfræðiálit út og suður sem hugnast þeirra málflutningi. Á sama tíma er gert lítið úr þeim sem ekki er sammála, hvort sem það eru lögfræðingar, alþingismenn eða aðrir.

Það er mikill misskilningur að þarna sé á ferðinni einhverft reiðarslag fyrir þjóðina.  Búið er að setja inn fyrirvara þess efnis að að við greiðum miðað við afkomu þjóðarbúsins hverju sinni. Svo má ekki gleyma því að mikið getur breyst í laga umhverfi okkar og ESB, en við verðum komin þar inn áður en afborganir hefjast.

Það eru líka dæmi þess að ESB hafi tekið við stórum skuldum ríkja við inngöngu, ef þau eru talin og illa stæð. Þetta er mikið frekar gott skref fram á við í uppbyggingunni. Það eru fyrst og fremst áróðursmeistarar stjórnarandstöðunnar sem reka svokallaðan hræðsluáróður um málið til að veikja ríkisstjórnina. Þetta snýst um völd en ekki hag þjóðarinnar.


Þetta mjakst áfram

Þá er búið að ljúka annarri umræðu um Icesave málið á Alþingi svo þetta mjakast áfram. Svo er bara að sjá hvernig gengur með þriðju umræðu og loka atkvæðagreiðslu. Vonandi gengur það vel.


mbl.is Breytingartillögur nægja ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna meðal áhrifamestu kvenna í heiminum í dag

Þeir fylgjast greinilega vel með því sem er að gerast á Íslandi hjá bandaríska viðskiptatímaritinu Forbes, já mun betur en margir hér á landi. Vil ég sérstaklega benda þeim, sem enn staglast á því að ekkert sé að gerast hér í endurreisn þjóðfélagsins, á klausuna hér að neðan þar sem beint er vísað í grein blaðsins

Um Jóhönnu segir Forbes, að hún hafi tekið við embætti forsætisráðherra í febrúar af Geir H. Haarde, sem hafi orðið fyrsti þjóðarleiðtoginn sem fór frá völdum vegna fjármálakreppunnar. Smáþjóðin Ísland hafi nánast hrunið saman þegar þrír stærstu bankar landsins féllu vegna skulda. Jóhanna hafi unnið af krafti við að endurreisa bankakerfið og barist fyrir því að Ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu. Þá hafi hún undirritað stöðugleikasáttmála við aðila vinnumarkaðarins í júní, sem sé hornsteinn áætlunar stjórnvalda um endurreisn efnahagslífsins. 

Hamingjuóskir til þín Jóhanna með þessa góðu umsögn.


mbl.is Jóhanna meðal áhrifamestu kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fordæmi skemmdarverkin í Gunnarsholti

Ég vona svo sannarlega að þeir aðilar finnist sem eyðlilögðu tilraunarrætun á erfðabreyttu byggi í Gunnarsholti. Þarna er verið að grípa inn í stafsemi sprotafyrirtækis til tjóns með afgerandi hætti. Það er og hefur verið nægilega erfitt að koma nýjungum af stað, þó ekki sé með vilja verið að eyðileggja rannsóknarferli hjá fyrirtæki með þessum hætti.


Sorglegir atburðir

Mikið er sorglegt að fá fréttir af því að fólk sé svo ofurselt eiturlyfjum að það veiti öðum skaða svo jafnvel verði bani af. Mannslát í Hafnarfirði og gíslataka á Akureyri er tvær fréttir sama daginn. Ég finn mikið til með þessu fólki svo og aðstandendum þess og bið Guð að blessa þau öll.


Atgervisflótti

Það er vissulega ekki gott þegar margt fólk flytur úr landi eins og nú virðist raunin. Þetta er þó nokkuð sem við Íslendingar höfum upplifað oft áður og við mun verri skilyrði en núna. Síldarhrunið skapaði fólksflótta og svo má ekki gleyma Vesturförunum sem flúðu hungur og harðindi undir lok 19. aldar. Mér finnst raunar að of mikið sé gert úr þessu og búferlaflutningar nú á tímum eru orðnir mun algengari en áður var. Vinna gegnum netið er líka orðin staðreynd og ekkert sem kemur í veg fyrir að við njótum starfskrafta einhverra brottfluttra þegar aftur fer að birta til.


Grein Stefáns Ólafssonar í Fréttablaðinu.

Var að lesa grein Stefáns Ólafssonar í Fréttablaðinu "SIÐFERÐI ICESAVE-MÁLSINS. Eins og Stefáns er von og vísa, skrifar hann hispurslaust um aðalatriði málsins og þá sem þar bera mesta ábyrgð. Ég er honum fyllilega sammála og það er gott að hann skuli setja málið upp á svona skýrann hátt.

Ég var líka að lesa bloggfærslu þess efnis að Stefán fari með þvætting í greininni. Það þýðir sem sagt að viðkomandi bloggari er ekki sömu skoðunar. Óskaplega finnst mér það léttvæg rök í málinu. Sleggjukast í fjölmiðlum er orðið alltof algengt og hefur vikið fyrir rökræðu forminu sem mér finnst miður. 

Það er auðvitað sárt fyrir stjórnarandstöðuna í samfélaginu að sjá það gerast fyrir framan nefið á þeim, að ríkisstjórnin er mjaka samfélaginu aftur í gang og gerir það á forsendum jafnaðarstefnunnar, en ekki helmingaskiptareglunar eins og verið hefur um áratugaskeið.


Lýtalæknirinn með falsaða vegabréfið.

Það er góð fjöður í hatt vegabréfaeftirlitsins á Keflavíkurflugvelli að handsama Brasilíumanninn. Hann hefur þurft að fara um nokkuð mörg landamæri og flughafnir áður en hann kom hér við. Og ekki trúi ég því að hann hafi fyrst núna verið með fölsuð skilríki. Þetta sýnir okkur að eftirlitið hér er gott miðað við önnur lönd og við getum verið stolt af því. Hann hyggst sækja hér um pólitískt hæli og það er auðvitað hans mál. Ekki væri það stórmannlegt af íslenskum stjórnvöldum að veita honum það, en vel kemur til greina að mínu mati að fara fram á fangaskipti við Brasilíu á honum og þeim Íslendingum sem sitja í fangelsum þar í landi. Hættulegasti glæpamaður Brasilíu hlýtur að jafngilda þessum þrem íslendingum sem dúsa þarna suður frá.


Ekkert venjulegt hrun.

Það eru víst orð að sönnu og hvað á eftir að koma í ljós er enn ekki vitað með vissu. Hvað verður farið langt aftur í tímann og hvað fyrnast svona brot á löngum tíma. Telegraph og fleiri fjölmiðlar hafa fjallað um málið og greinilegt er að grein Evu Joly hefur miðlað marktækum upplýsingum sem erlendir fjölmiðlar taka mark á. Það er bráðnauðsynlegt að umheimurinn fái að vita hvað hér gerðist og hvernig þessi svokallaða frjálshyggjutilraun fór gjörsamlega úr böndunum. Það er von mín að alþjóðasamfélagið getu margt lært af þessu hruni, aðdraganda þess og afleiðingum. Okkar þjóðfélag hefur mikla sérstöðu að ýmsu leiti.

Hér er lýðræði, þó stjórnarskráin sem meira en hundrað ára gömul. Það segir öðrum þjóðum að aðlaga stjórnarskrár að nútímanum með reglulegu millibili.

Hér var og er sjálfstæður gjaldmiðill sem haldið var á floti með ofursköttum í formi verðtryggingar. Slíkt er þegnum dýrt og ekki til eftir breytni fyrir nokkra þjóð.

Hér var eftirlit með fjármálafyrirtækjum tekið úr sambandi og stofnanir lagðar af, ef valdhöfum líkað ekki það sem frá þeim kom.

Þrátt fyrir lýðræði og þingræði var og er hér ráðherravald í einstökum málaflokkum, til jafns við við konungsvald í Danmörku á síðari hlutar 19. aldar.

Hér skapaði þetta ráðherravald nokkurskonar einræði sem allir sáu, fáir vildu þó viðurkenna og einstaka eru enn ekki tilbúnir til að viðurkenna. Enginn þorði að gera neitt til að stöðva þennan aðila enda refsað vel og rækilega ef einhver hreyfði andmælum.

Hér er ekki her og valhafar hafa því starfað án nokkurskonar ógnunar við borgarana á þeim vettvangi. Fjármunum þjóðarinnar var heldur ekki varið til reksturs innlends hers eða þátttöku í stríðsrekstri á alþjóðavettvangi.

Bankar voru seldir einkaaðilum með óheftri eignaraðild einstakra aðila. Stjórnendur bjuggu við nánast óheft athafnafrelsi sem leiddi til þess að sífellt var seilst lengra og lengra í að spila einskonar fjárhættuspil með fjármuni  innleggenda.

 


mbl.is Telegraph: Ekkert venjulegt hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

159 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 110686

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband