Lýtalæknirinn með falsaða vegabréfið.

Það er góð fjöður í hatt vegabréfaeftirlitsins á Keflavíkurflugvelli að handsama Brasilíumanninn. Hann hefur þurft að fara um nokkuð mörg landamæri og flughafnir áður en hann kom hér við. Og ekki trúi ég því að hann hafi fyrst núna verið með fölsuð skilríki. Þetta sýnir okkur að eftirlitið hér er gott miðað við önnur lönd og við getum verið stolt af því. Hann hyggst sækja hér um pólitískt hæli og það er auðvitað hans mál. Ekki væri það stórmannlegt af íslenskum stjórnvöldum að veita honum það, en vel kemur til greina að mínu mati að fara fram á fangaskipti við Brasilíu á honum og þeim Íslendingum sem sitja í fangelsum þar í landi. Hættulegasti glæpamaður Brasilíu hlýtur að jafngilda þessum þrem íslendingum sem dúsa þarna suður frá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri bara samgjarnt að fara fram á fangaskipti. Það held ég nú. Það er ekkert að því.

Eigðu góðan dag.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

220 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 110319

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband