Ekkert venjulegt hrun.

Það eru víst orð að sönnu og hvað á eftir að koma í ljós er enn ekki vitað með vissu. Hvað verður farið langt aftur í tímann og hvað fyrnast svona brot á löngum tíma. Telegraph og fleiri fjölmiðlar hafa fjallað um málið og greinilegt er að grein Evu Joly hefur miðlað marktækum upplýsingum sem erlendir fjölmiðlar taka mark á. Það er bráðnauðsynlegt að umheimurinn fái að vita hvað hér gerðist og hvernig þessi svokallaða frjálshyggjutilraun fór gjörsamlega úr böndunum. Það er von mín að alþjóðasamfélagið getu margt lært af þessu hruni, aðdraganda þess og afleiðingum. Okkar þjóðfélag hefur mikla sérstöðu að ýmsu leiti.

Hér er lýðræði, þó stjórnarskráin sem meira en hundrað ára gömul. Það segir öðrum þjóðum að aðlaga stjórnarskrár að nútímanum með reglulegu millibili.

Hér var og er sjálfstæður gjaldmiðill sem haldið var á floti með ofursköttum í formi verðtryggingar. Slíkt er þegnum dýrt og ekki til eftir breytni fyrir nokkra þjóð.

Hér var eftirlit með fjármálafyrirtækjum tekið úr sambandi og stofnanir lagðar af, ef valdhöfum líkað ekki það sem frá þeim kom.

Þrátt fyrir lýðræði og þingræði var og er hér ráðherravald í einstökum málaflokkum, til jafns við við konungsvald í Danmörku á síðari hlutar 19. aldar.

Hér skapaði þetta ráðherravald nokkurskonar einræði sem allir sáu, fáir vildu þó viðurkenna og einstaka eru enn ekki tilbúnir til að viðurkenna. Enginn þorði að gera neitt til að stöðva þennan aðila enda refsað vel og rækilega ef einhver hreyfði andmælum.

Hér er ekki her og valhafar hafa því starfað án nokkurskonar ógnunar við borgarana á þeim vettvangi. Fjármunum þjóðarinnar var heldur ekki varið til reksturs innlends hers eða þátttöku í stríðsrekstri á alþjóðavettvangi.

Bankar voru seldir einkaaðilum með óheftri eignaraðild einstakra aðila. Stjórnendur bjuggu við nánast óheft athafnafrelsi sem leiddi til þess að sífellt var seilst lengra og lengra í að spila einskonar fjárhættuspil með fjármuni  innleggenda.

 


mbl.is Telegraph: Ekkert venjulegt hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að þurfa svo að horfa upp á þetta misspillta lið, ráskast með leyfarnar úr bönkunum. Það er meiri niðurlæging fyrir landslýð. en flest annað á þessum síðustu og verstu tímum. 

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 21:54

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég þakka þér fyrir mjög góðan pistil Hólmfríður. Synd að núverandi ríkisstjórn skuli halda áfram sama sukkinu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.8.2009 kl. 22:09

3 identicon

Góð lesning hjá þér Hólmfríður mín. Ég held að við náum okkur aldrei út úr þessum ógöngum nema að það verði mynduð hér þjóðstjórn. Það held ég að væri það besta í stðunni fyrir ísland núna. Þetta virðist bara ætla að halda áfram við núverandi aðstæður. Þ.e. sukkið og svínaríið. Og hvað með Tortola eyjar og alla peningana sem eru þar í geymdum skúffum neðan jarðar? Það verður aldrei hægt að ná í þessa peninga vegna þess að kerfið Íslenska, þ.e. sérstakur ríkissaksóknari og Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra hafa ekki mannskap í að rannsaka þessi mál. Þetta er með ólíkindum. En hafðu góða nótt Hólmfríður mín og sofðu vel.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 22:28

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Takk fyrir komentin,

Get þó ekki tekið undir með ykkur sem tala um að sukkið haldi áfram. Núverandi ríkisstjórn er að vinda ofan af þeim mörgu flækjum sem valdhafar liðinna áratuga hafa búið til. Siðspilling liðinna ára er ekki gleymd og á ekki að gleymast. Við skulum endilega gefa núverandi stjórn tækifæri til að hreinsa til. Hún er að vinna okkur út úr spillingunni og það er ekki einfalt verk, ekki eins og að leggja borðtuskur í klór. Það tekur tíma og er eðlilegt í siðuðu samfélagi, þar sem ekki á að líðast að fólki sé refsað án dóms og laga.

Rannsókn mála tekur tíma og okkur finnst að slíkt taki alltof langan tíma. En vitum við hvernig þau mál ganga, sennilega ganga þau betur en við höldum þar sem ekki er unnt að segja fréttir af slíku fyrr en farið er að ákæra og síðan að dæma.

Traust á valdhafa er dágóðan tíma að koma til baka og til að við getum treyst að nýju þarf að sanna að hlutirnir séu svona en ekki hinsegin. Það fólk sem nú er með völdin í landinu leggur sig allt fram og hefur þann einbeitta ásetning að vinna af heilindum og sanngirni.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.8.2009 kl. 00:35

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er núverandi ríkisstjórn að vinda ofan af sukkinu?  Alveg síðan 1 febrúar þegar þessi stjórn var í minnihluta, hefur þetta verið sagt, það er nú meiri svakalegi tíminn sem þetta lið þarf til að framkvæma allt?

Jóhann Elíasson, 16.8.2009 kl. 16:22

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Jóhann, svona fyrir forvitnissakir, hverja vilt þú sá viðstjórnvölinn?

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.8.2009 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

233 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 110268

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband