Gagnaver við Blönduós

Þetta eru einhverjar bestu fréttir sem ég hef fengið um langan tíma. Þarna er komið frábært tækifæri fyrir okkur í Húnavatnssýslum til að efla verulega atvinnulífið. En hefur ekki verið formlaga gert út um málið, en ég leyfi mér að vona að staðsetningin gangi eftir og hafist verði handa í haust. Ætli við séu ekki bara að græða á allri norðanáttinni sem um okkur blæs hér við flóann.


mbl.is Talið líklegast að risavaxið gagnaver rísi á Blönduósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er flott fyrir Blöndósinga og þá sem búa þarna í kring. En ég er nú bara þannig gerður að ég trúi ekki að af þessu verði fyrr en ég sé fyrstu vinnuvélarnar þarna á svæðinu. Það er alveg á hreinu. Það er búið að tala svo mikið og svo mörg orð hafa verið sögð í þessu öllu saman. Þannig að það er best að trúa bara engu fyrr en verkin verða látin tala.

Eigðu góðan dag.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 16:24

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Er ekki kominn tími til að gera Húnaþing allt að einu sveitarfélagi og atvinnusvæði? En þetta eru frábærar fréttir fyrir alla Húnvetninga.

Guðmundur St Ragnarsson, 15.8.2009 kl. 16:33

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Guðmundur. Jú það er löngu tímabært að sameina ÖLL sveitarfélaög í báðum sýslunum. Það var gert vestan Gljúfurár 1998 og það gefur gjörbreytt öllu hér vestra til hins betra. Verkalýðsfélögin í báðum sýslum voru sameinuð sama ár og þar hafði ég sem formaður félagsins í V Hún og Valdimar Guðmannsson verkalýðsformaður á Blönduósi, forgöngu. Það er eitt af því sem ég er hvað stoltust af hvað varðar störf mín utan heimilis á minni starfsævi. Þjónusta við félagsmenn hefur stórbatnað og félagið er auðvitað mun sterkar en áður.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir allt Norðurland vesta, því laun gætu hífst upp í Skagafirði líka svona með tímanum, hvað sem Þórólfur segir.

Valgeir. Formlega er ekki búið að staðfesta þetta svo þetta er alveg rétt hjá þér.  Ég fagna heldur ekki fyrr en búið er að skrifa undir og allt það. Líkurnar eru þó nokkuð sterkar svo ég vona það besta.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.8.2009 kl. 16:45

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þetta er upplífgandi frétt.  Vill svo til að ég frétti af þessu máli síðasta mánudag upp við Mýrdalsjökul af öllum stöðum.  Var þá sagt að Greenstone hefði áhuga á að reisa gagnaver sitt utan eldvirknisvæði og taldi strax að Norðurland vestra væri eini möguleikinn.  Austurland væri búið að fá sína stóriðju og Vestfirði vantaði raforkuöryggi.

Marinó G. Njálsson, 15.8.2009 kl. 22:19

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta er búið að vera í deiglunni síðan snemma í vor eða sumar, en hef ekki talið tímabært að tala um þetta hér á blogginu. Fékk vitneskju um mögulegt staðarval á stjórnarfundi hjá Stéttarfélaginu Samstöðu í júní.

Það er rétt Marinó að þetta er upplífgandi frétt og við þurfum fleiri svona.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.8.2009 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

241 dagur til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband