Samningurinn um ICESAVE.

Mikið hefur verið rætt og ritað um ICESAVE og þann samning sem vonandi er á lokastigi. Talað er um skuldahöft, reyðarslag og hvað þetta heitir allt saman. Bloggarar fara mikinn og vitna í lögfræðiálit út og suður sem hugnast þeirra málflutningi. Á sama tíma er gert lítið úr þeim sem ekki er sammála, hvort sem það eru lögfræðingar, alþingismenn eða aðrir.

Það er mikill misskilningur að þarna sé á ferðinni einhverft reiðarslag fyrir þjóðina.  Búið er að setja inn fyrirvara þess efnis að að við greiðum miðað við afkomu þjóðarbúsins hverju sinni. Svo má ekki gleyma því að mikið getur breyst í laga umhverfi okkar og ESB, en við verðum komin þar inn áður en afborganir hefjast.

Það eru líka dæmi þess að ESB hafi tekið við stórum skuldum ríkja við inngöngu, ef þau eru talin og illa stæð. Þetta er mikið frekar gott skref fram á við í uppbyggingunni. Það eru fyrst og fremst áróðursmeistarar stjórnarandstöðunnar sem reka svokallaðan hræðsluáróður um málið til að veikja ríkisstjórnina. Þetta snýst um völd en ekki hag þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

223 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband