Komin með nýja hjásvæfu samkvæmt læknisráði.

Ég er aldeilis glöð og hress með þetta læknisráð. Fór til höfuðborgarinnar, lagðist inn á LSP í Fossvogi og kom til baka með þessa flottu græju sem hjálpar mér að anda þegar ég sef. Jú, jú mikið rétt ég er með kæfisvefn og vissi ekki af því fyrr en í þar síðustu viku. Þá komst ég að þeim napra sannleika að ég fór í að meðaltali 50 öndunarstopp á klukkustund þegar ég svaf. Býsna mikið sagði starfsfólkið á svefnrannsóknardeildinni, sem kallar þó ekki allt ömmu sína. Ég hef verið að verða meiri og meir drusla með hverju árinu núna undanfarið, getað sofið og sofið en samt svooo þreytt. En nú fer ég að sprækast með hverjum deginum, er mér sagt og hlakka mikið til.


Hið nafnlausa níð!

Netheimar eru bæði góðir og slæmir. Að halda fram hverskyns fullyrðingum um málefni hefur ekki vafist fyrir mörgum bloggaranum eða notendum Facbooksíðunnar.

Auðvitað er það bæði siðlaust og ljótt. Að ljúga uppá fólk og skemma þannig mannorð, fjarhagstraust og fjölskyldutengsl er svo ljótt og verulega saknæmt. Nú þekki ég ekki innviði tölvuheimsins það vel að ég viti hvort hægt sé að rekja slík skrif svo óyggjandi sé.

Hvort sem það er hægt eða ekki, er það skylda hvers og eins að gæta heiðarleika gagnvart öðru fólki. Að skrifa ekki undir eigni nafni er fyrsta og fremst til minnkunar fyrir þann sem það gerir.

Það er frábært að fólk eins og Björgvin G Sigurðsson stigi fram og greini frá því hvernig komið hefur verið fram í skjóli nafnleyndar og beri af sér slíkar sögur.

Það er óskandi að hægt sé að ná til þeirra sem stunda nafnlausan áróður og níð á netinu svo viðkomandi geti tekið afleiðingum gjörða sinna.


mbl.is Björgvin G.: „Ný vídd í nafnlausu níði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað sagði Sigmundur Ernir á Alþingi kvöldið umtalaða ?

Miðað við þau fáu orð sem heyrðust í fjölmiðum úr ræði Sigmundar Ernis sem hann hélt  á Alþingi eftir Golfmótið hjá MP banka, þá var umræðuefnið Íhaldið og það hvernig þeir hefðu á einu augabragði breytt afstöðu sinni til stórra mála í gegnum tíðina.

Mér bíður í grun að það hafi ekki verið af umhyggju fyrir SER að Ragnheiður Ríkharðsdóttir gerði svo mikið veður út af áfengi í blóði Sigmundar. Það hafi verið gert fyrst og fremst til að draga athyglina frá innihaldi ræðunnar. Sigmundur Ernir kann afburða vel að koma fyrir sig orði og hefur sem fréttamaður fylgst vel með stjórnmálum hér á landi.

Mið langar mikið til að beina þeirri áskorun til hans að birta ræðuna sína í fjölmiðlum svo efni hennar skili sér til okkar kjósenda, en drukkni ekki í umræðu um afengisneyslu hans. Ég tek það fram að ég er ekki hlynt því að fólk neyti áfengis við vinnu sína.


Japanar að skipta um stjórnarmynstur

Japanskir kjósendur hafa sent frá sér sterk skilaboð. Þar hefur sami stjórnmálaflokkurinn haldið um stjórnartaumana í hálfa öld. Það er að skilja á fréttum að kjósendur hafi viljað stokka verulega upp og kring um fyrri stjórn hafi myndast valdablokkir sem nú sé hafnað. Mannkynið virðist vera að vakna til vitundar um þann gríðarlega ójöfnuð sem svo víða ríkir. Til að bæta slíkt er líka best að byrja heima og jafna kjör þegna í eigin landi. Það hefur verið rætt mikið um ójöfnuð milli heimshluta og hann er vissulega mikill. En til að vera trúverðug á heimsvísu, er fyrsta skrefið að taka til í eigni ranni og vera góð fyrirmynd. Stjórnir jafnaðarmanna eru líka líklegri til að aðstoða á grundvelli jafnréttis, en þær ríkisstjórnir sem hampa þeim sterkari á kostnað þeirra veikari. Það verður fróðlegt að fylgjast með Japönum og þeirra nýju ríkisstjórn.


Ábyrgð á þjóðmálunum í dag

 

Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, tekur nú ábyrgð á og leitar lausna á þeim gríðarlega vanda sem þjóðin stendur frammi fyrir. Það hefur sennilega farið fram hjá ýmsum sem hæst láta og tala um ábyrgð núverandi ríkisstjórnar á hruninu, að grunnurinn að þeirri peningamálastefnu sem leiddi okkur á þær slóðir sem við erum á í dag, var lagður af ríkisstjórnartíð Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.

Þeir sömu flokkar hafa verið við völd hér, annar eða báðir, meira og minna frá Lýðveldisstofnun. Samfylkingin sat að sjálfsögðu í þeirri ríkisstjórn sem var við völd þegar hrunið átti sér stað. Það má auðvitað segja að hún sem minni flokkurinn í ríkisstjórn, hefði getað gert stóra hluti í að bjarga bönkunum frá falli. Sú óskhyggja er reyndar mjög fjarri lagi og sannast best á því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn þverskallaðist við þeim aðgerðum sem Samfylkingin vildi grípa til strax eftir hrum. Og enn  er Íhaldið að tefja, reka ýktan áróður og reyna allt til að koma hreinsunaröflunum frá völdum.

Við sitjum uppi með orðinn hlut í fjármálakerfinu og nú mundi ég halda að allir vildu standa saman að því erfiða endurreisnarstarfi sem hafið er. Sá hávaði sem er í forystu Íhalds og Framsóknar nú um þessar mundir, er fyrst og fremst hugsaður til að dreifa athyglinni frá mistökum þessara flokka og þeim gríðarlegu hagsmunatengslum sem liggja frá atvinnulífinu og inn í þessa tvo flokka. Þar á margt eftir að koma upp á yfirborðið sem fólk mun furða sig á að hafi verið staðreynd, jafnvel um áratuga skeið. Þar er ekki endi eiga verið að tala um refsiverða hluti. Heldur miklu fremur óeðlilega og ósiðlega, staðreyndir sem fela í sér mismunun, ranglæti, að verið sé að hygla þessum á kostnað annarra o.s. frv.

 


Gott að ICESAVE málið er afgreitt.

Nú er hægt að snúa sér að öðrum málum eins og skuldum heimilanna og mörgu fleiru. Stjórnarandstaðan á örugglega eftir að blása sig út vegna aðgerðaleysis stjórnvalda í þeim málum sem næst verður fjallað um á næstu vikum. Ég mundi biðja þá ágætu þingmenn að líta í eigin barm og telja allar þær vikur sem þeir hafa tafið ICESAVE og skoða hvað hefði mátt gera á þeim tíma. Svo er hluti þingmanna bæði með og á móti. Samþykkja fyrirvarna en ekki málið í heild.


Enn þráast Framsókn.

Það er með ólíkindum að Framsókn skuli enn þráast við og sé ekki tilbúin að styðja álit meirihlutans í Fjárlaganefnd. Þetta er að verða nokkuð kátbroslegt tafl sem þeir stunda. Halda þeir virkilega að fólk muni í næstu kosningar til Alþingis eftir 4 ár, taka mið af ströggli þeirra nú.


mbl.is Icesave afgreitt úr nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búið að velja þann sem fer fyrir samningnefnd ESB við Íslendinga

Nú er búið að velja Írann Pat Gallagher til að fara fyrir samningaefnd ESB í aðildarviðræðum við Íslendinga. Var að lesa umsögn Sifjar Friðleifsdóttir um manninn og bar hún honum gott orð og hvað manninn heppilegan fyrir margra hluta sakir. Það er svo gott að fá jákvæðar fréttir mitt í öllu bölsýnistalinu.


Rauða málningin

Mér þykir rautt fallegur litur og klæðist gjarnan rauðum fötum. Rautt er líka mjög fallegt á húsum og bílum. Það er samt val hvers og eins að velja liti á eigur sínar. Mér þykja þau skemmdarverk sem unnin hafa verið á eignum fólks,  með því að sletta á þau málningu, í hæsta máta afskaplega barnaleg.

Þau breyta nákvæmlega engu um framgang réttvísinnar, gagnvart því fólki sem liggur undir grun um að hafa haft rangt við í viðskiptum með fjármuni í aðdraganda hrunsins. Þessar barnalegu málningarslettur valda því ef til vill að fólk fer að hafa samúð með þeim einstaklingum sem fyrir þessu verða. Auk þess sem svona aðgerðir eru að sjálfsögðu ólöglegar. Ég vona svo sannarlega að "slettuhópurinn" náist og til að taka afleiðingum gjörða sinna.


Gunnarsholt - að gera meira ógagn en gagn.

Komið hafa fram þær skoðanir frá fagfólki í ræktun jurta, að skemmdarverkin í Gunnarsholti geti ein og sér, geti valdið dreifingu á erfðabreytti byggi út í íslenska náttúru. Þeir hinir sömu töldu að ræktunin sem slík, eins og að henni var staðið, hafi ekki átt að valda dreifinu jurtarinnar.

Það sýnir að þeir aðilar sem unnu skemmdarverkin hafa takmarkaða þekkingu á dreifingu jurta í náttúrunni. Svæðið sem tilraunin fór fram á var vel varið fyrir fuglum meðan á ræktun stóð. Það var hins vegar skilið eftir opið eftir að skemmdir voru unnar. Aðgengi að fræjum var því óheft og það veit enginn á þessari stundi, hvort dreifing hefur átt sér stað eða ekki.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

159 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 110686

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband