Ábyrgð á þjóðmálunum í dag

 

Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, tekur nú ábyrgð á og leitar lausna á þeim gríðarlega vanda sem þjóðin stendur frammi fyrir. Það hefur sennilega farið fram hjá ýmsum sem hæst láta og tala um ábyrgð núverandi ríkisstjórnar á hruninu, að grunnurinn að þeirri peningamálastefnu sem leiddi okkur á þær slóðir sem við erum á í dag, var lagður af ríkisstjórnartíð Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.

Þeir sömu flokkar hafa verið við völd hér, annar eða báðir, meira og minna frá Lýðveldisstofnun. Samfylkingin sat að sjálfsögðu í þeirri ríkisstjórn sem var við völd þegar hrunið átti sér stað. Það má auðvitað segja að hún sem minni flokkurinn í ríkisstjórn, hefði getað gert stóra hluti í að bjarga bönkunum frá falli. Sú óskhyggja er reyndar mjög fjarri lagi og sannast best á því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn þverskallaðist við þeim aðgerðum sem Samfylkingin vildi grípa til strax eftir hrum. Og enn  er Íhaldið að tefja, reka ýktan áróður og reyna allt til að koma hreinsunaröflunum frá völdum.

Við sitjum uppi með orðinn hlut í fjármálakerfinu og nú mundi ég halda að allir vildu standa saman að því erfiða endurreisnarstarfi sem hafið er. Sá hávaði sem er í forystu Íhalds og Framsóknar nú um þessar mundir, er fyrst og fremst hugsaður til að dreifa athyglinni frá mistökum þessara flokka og þeim gríðarlegu hagsmunatengslum sem liggja frá atvinnulífinu og inn í þessa tvo flokka. Þar á margt eftir að koma upp á yfirborðið sem fólk mun furða sig á að hafi verið staðreynd, jafnvel um áratuga skeið. Þar er ekki endi eiga verið að tala um refsiverða hluti. Heldur miklu fremur óeðlilega og ósiðlega, staðreyndir sem fela í sér mismunun, ranglæti, að verið sé að hygla þessum á kostnað annarra o.s. frv.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

224 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 110295

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband