Góður áfangi

Ég fagna mjög hverju skrefi í átt til aukinnar viðurkenningar og bættra réttinda samkynhneigðar hvar sem er í heiminum og ekki síst i Bandaríkjunum. Fjölmiðlar eru sterkt vald og “So You Think You Can Dance” hefur gríðarlegt áhorf, bæði vestra og einnig víða um heim.


mbl.is Dansþáttur sættist við samkynhneigða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Obama að gera góða hluti

Ég fagna mjög ákvörðun USA sem Bandaríkjaforseti hefur kynnt um nýja eldflaugaáætlun. Þarna er sem betur fer verið að snúa af óheillabraut Buch og ekki fyrsta ákvörðun Obama á því sviði. Þakkir til Almættisins fyrir að Obama hlaut kosningu í þetta mikilvæga embætti.


mbl.is Kynnir nýja eldflaugaáætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fundurinn í Iðnó

Það er ljóst að Hagsmunasamtök heimilanna eru að hafa heilmikil áhrif á ákvarðanir stjórnvalda í málefnum heimilanna í landinu. Þarna eru þverpólitísk samtök um tiltekinn málaflokk að sanna tilvist sína svo um munar HH urðu til um svipað leiti og hópar fóru að myndast sem síðar urðu að Borgarhreyfingunni og buðu fram til Alþingis. Í upphafi var mikil áhersla lögð á að aukið lýðræði með endurskoðun Stjórnarskrár og kosningalaga. Það voru og eru mjög brýn verkefni, en því miður er Borgarahreyfingin ekki að stimpla sig inn sem baráttuhópur fyrir þeim málum. Hópurinn er sundurleitur og virðist vera að leysast upp. HH eru að styrkja sig í sessi og fylgja sínum málum eftir af festu og rökvissum málflutningi. Aðgerðir eru markvissar og þeim vel fylgt eftir. Hagsmunasamtök heimilanna bera nafn með rentu.


mbl.is Óraunsæi að hundsa verkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jákvæðar fréttir

Utanríkisráðherra Spánar mjög jákvæður í garp Íslendinga. Það er vissulega mjög gott og jákvætt sem hann talar um varðandi aðildarferli Íslendinga. Þetta er mjög í takt við það sem ég hef haldið og finnst líka eðlilegt. Ég er bjartsýn á framtíð okkar og finn nú þegar að það er að lyftast brúnin á þjóðinni. Þeir bölsýnu verða það meðan áfram eins og verið hefur. Það eru nefnilega alltaf einhverjir sem vilja heldur svart en hvítt eins og gengur.


mbl.is Aðildarferli ljúki á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannvit í miljarðaútrás!

Það er vissulegs ánægjulegt að þekking okkar íslendinga í nýtingu jarðvarma sé orðin útfluttningsvara. Þarna er verið að vinna með fyrirtæki í því landi sem jarðvarma er að finna, án þess að seilst sé í eingarétt af auðlindunum. Ekki virðist af þessari frétt heldur verið að öðlast yfirráð yfir nýtingu orkunnar, heldur rannsóknir og boranir fyrir og með heimamönnum. Þetta finnst mér ekki eiga neitt skylt við sölu eða leigu á afnotarétti sem er í gangi hér á landi til erlends skúffufyrirtækis, heldur er verið að miðla þekkingu og vinna að virkjun orkulinda gegn greiðslu.


mbl.is Mannvit í milljarða útrás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Átta lífseigar flökkusögur !!!!!!!!!!!!!

Var að lesa frábæra færslu á bloggsíðu Vilhjálms Þorsteinssonar sjá hér, þar sem hann hrekur átta rangfærslur sem gengið hafa í þjóðfélaginu undanfarna mánuði. Það er gott til þess að vita að til sé fólk með báða fætur á jörðinni, sem hefur yfirgripsmikla þekkingu og gefur sér tíma til að miðla þeirri þekkingu til okkar hinna sem erum ekki eins vel upplýst. Það koma að sjálfsögðu fram margar athugasemdir við færslu VÞ. Eru þær mis málefnalegar eins og gengur. Niðurstaða mín er sú að færsla VÞ standi þó eftir að mestu óhögguð, en fyrst og fremst sé um að ræða skoðana- og túlkunarmun á einstökum atriðum. Ég hef ekki gleypt þessar flökkusögur nema að mjög litlu leiti, en það hafa samt margir gert. Ég vil þakka VÞ fyrir þessar greinagóðu upplýsingar.


Eva Joly í Sunday Times

Samlíking Evu Joly á bankahruninu hér við mál Madoffs er sláandi svo ekki sé meira sagt. Reynsla Evu er gríðarleg og hún hefur skapað sér trúverðugleika í gegnum árin með störfum sínum. Þess vegna er líka hlustað þegar hún talar.

Bretar og Hollendingar bera ásamt okkur Íslendingum á byrgð á því hvað gerðist með innlánsreikninga Landsbankans ytra að sögn Evu. Sú staðhæfing hennar er mjög rökrétt og þegar langra verður komið í rannsókn á því sem raunverulega gerðist, þá gætu forsendur krafna Breta og Hollendinga verulega breyst. Þá gæti svo farið að sá ICESAVE samningur sem við erum að gera við þessi lönd, standist ekki.

Ég vil ekki ásaka neinn fyrir gerð þessa samnings að svo stöddu, en tel að ráðamenn hér, hvar í flokki sem þeir standa, hafi ekki átt annars völ en að semja um málið í okkur erfiðu stöðu.

Rannsóknarvinna framundan er gríðarleg, en virðist miða vel miðað við aðstæður og þar skiptir aðkoma Evu Joly mjög miklu máli.


mbl.is Bankahrun líkist máli Madoffs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að kaupa mat fyrir fjölskylduna eða ???

Undanfarið hefur verið talað um að fólk verði að velja um að greiða af lánum eða kaupa mat fyrir fjölskylduna. Það er mjög slæm staða og engan undrar þó matarkaupin gangi fyrir.

Ég hef engan heyrt tala um að velja á milli þess að kaupa tóbak og áfengi eða kaupa mat. Þetta sætir að mínu mati nokkurri furðu, þar sem verið er að tala um afar heilsuspillandi neyslu á tóbaki.

Neysla áfengis umfram tiltekið lágmark (man ekki hvað það er) er líka talin heilsuspillandi. Ganga læknar orðið svo langt að líkja þessum efnum við eiturlyf, samanber nýafstaðið læknaþing

Ég dvaldi á Lungnadeild LSP í Fossvogi í tvo sólarhringa nú í vikunni. Þar sá ég eins og vænta mátti fólk sem gekk um með súrefniskúta og var lafmótt þrátt fyrir súrefnið og hæga yfirferð. Gaf mig á tal við nokkra og það var sama sagan, þetta var reykingafólk.

Hitt þar m.a. konu sem er 3 árum eldri en ég (sem er fædd í ársbyrjun 1945). Hún kom vart upp orði eftir að hafa gengið þvert yfir ganginn.

Ég sjálf  greindist nýverið með kæfisvefn sem rekja má til reykinga meðal annars, en 75% þeirra sem greinast með kæfisvefn hafa einhvern tímann reykt. Ég gerði slíkt frá 17 ára til 50 ára, en þó aldrei meira en 15 til 18 rettur á dag. 

Ég skora á fjölmiðlafólk að skoða af alvöru hvort fólk sem ber sig illa vegna peningaleysis, er að eyða sínum dýrmætu krónum í tóbak og áfengi.

Þarna er góð leið til að skera niður útgjöld og þá peninga má nota í mat, föt og skólabækur fyrir börnin og svo margt annað bráðnauðsynlegt.


Kröfur um aðgerðir.

Við hljótum öll að taka undir ákall um almennar aðgerðir fyrir heimilin, lántakendur og atvinnulífið hér á landi. Ástandið hjá mörgum er því miður mjög erfitt og aðgangsharka margra innheimtu aðila mikil. Ég vil því líka skora á slíka aðila að fara sér hægt meðan verið er að koma þjóðfélaginu aftur á lappirnar. Kapp er ætíð best með forsjá og nú er slíkt afar nauðsynlegt.


mbl.is Ítreka kröfur um aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað veist þú um kæfisvefn?

Ef ég hefði átt að svara þessari spurningu fyrir 3 vikum hefði ég svarað henni á þá leið að það væri eitthvað sem truflaði öndun í svefni.

Þetta svar er rétt svo langt sem það nær, en hvað ef ég hefði verið spurð um það hvort ég teldi að ég væri með hann. Svarið hefði verið eitthvað á þessa leið. "Það tel ég af og frá og mér finnst það frekar ótrúlegt"

Niðurstaðan varð samt sú að ég er með kæfisvefn á háu stigi, 50 öndunarstopp á klukkustund. Ég hef leitað lækna vegna afleiðinga kæfisvefnsins og fengið nokkra bót. Þar á ég við vélindabakflæði og fleira.

Nú er ég búin að nota hjálpartækið í 3 nætur og er strax farin að finna smá mun á líðan minni. Nú hugsar auðvitað einhver að ég sé alveg uppnumin yfir þessari nýju græju. Meira í næst færslu.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

159 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 110686

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband