Meira um Lífeyrissjóðina

Auðvitað er rétt að ræða þessi mál Lífeyrissjóðanna vel ofan í kjölinn. Það er að mínu áliti mjög brýnt að fara vel yfir fjárfestingastefnu þeirra og einnig hvernig stjórnir þeirra og starfsmenn hafa framfylgt henni. Mistök í þeim efnum þurfa ekki endilega að tengjast atvinnurekendum frekar en fulltrúum Verkalýðshreyfingarinnar. Svo er stór spurning hve upplýsingar um fjárfestingar sjóðanna eiga að vera opnar eða lokaðar, eftir því hvernig við lítum á málið. Fjárfestingar í uppbyggingu atvinnulífsins hér eru ekki varhugaverðari en aðrar og með bættu eftirliti með fjármálakerfinu hér tel ég það nokkuð öruggt. Auðvitað verða slíkar fjárfestingar að vera innan þeirra marka sem stefna sjóðanna heimilar. Svo er eitt sjónarmið og það er að meiri atvinna þýðir meira innstreymi í sjóðina.


IT ráðgjöf komin með aðgang að gagnagrunn Fyrirtækjaskrá

Þetta eru góðar fréttir og nauðsynlegt að IT geti haldið áfram gagnaöflun. Í því ástandi sem undanfarið hefur skapast í hinu svokallaða "góðæri". Þar eru hin svokölluðu krosseignatengsl eru að því viðrist býsna flókin og því er þessi vinna mjög brýn.


mbl.is Ríkisskattstjóri veitir aðgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tillagan frá Akranesi

Það er góðra gjalda vert að stjórnarfyrirkomulag Lífeyrissjóðakerfisins verði rætt á Ársfundi ASÍ að frumkvæði Verkalýðsfélags Akraness. Það er hins vegar ekki einfalt mál að breyta því og ég set raunar stórt spurningarmerki við það hvort það sé raunhæft eða heppilegt að atvinnurekendur fari þar út. Þarna finnst mér vera á ferðinni sú gamla hugsun að atvinnurekendur séu upp til hópa erkióvinur launafólks í landinu. Ég hef unnið hjá verkalýðsfélagi í 16 ár og ég lít á vinnuveitendur sem samherja um það markmið að bæta kjör og aðbúnað launafólks sem mest. Það þýðir ekki að sýna eigi þeim fyrirtækjum linkind sem ekki fara að gerðum samningum. Lífeyrissjóðakerfið okkar er gott og þykir raunar til fyrirmyndar á heimsvísu. Gott má alltaf bæta og í ljósi undangenginna atburða á fjármálamarkaði má eflaust skoða fjárfestingarstefnu sjóðanna með tilliti til áhættu. Það ætti frekar að vera umræðuefnið nú að Verkalýðshreyfingin setti fram ákveðin markmið á því sviði en að atvinnurekendur væru útilokaðir frá stjórnarsetu í sjóðunum.


mbl.is Launafólk taki yfir sjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atrick Truk

Þær gleðilegu fréttir bárust nú á dögunum að íslenskt fyrirtæki væri komið í lokaval með tveim stórum vopnaframleiðendum vegna útboðs á breyttum jeppum fyrir herina í Noregi og (að mig minnir) Svíþjóð. Í byrjun voru margir sem buðu í verkið. Talsmaður AT taldi möguleikana góða þó stærðarmunur hinna þriggja framleiðenda væri mikill. Þar komi tvennt til og það er gríðarleg þekking og reynsla hér á landi af hönnun og notkun slíkra jeppa og svo hitt að AT væri mun sveigjanlegra en stóru verksmiðjurnar og þar með líklegra til að laga sig vel að kröfum kaupenda.


Rafbílar á Íslandi.

Við Íslendingar njótum þess í ríkum mæli nú hve lífsbarátta okkar hér viðheimskautsbug hefur verið harðvítug í gegnum aldirnar. Af hverju, jú við höfum orðið aðlaga okkur að þeim aðstæðum sem voru á hverjum tíma og þannig hefur ákveðinn sveigjanleiki orðið inngreyptir í þjóðarvitundina. Við erum sífellt að gera tilraunir með alla skapaða hluti, hvort sem er hjá einstaklingum eða fyrirtækjum. Þjóðfélagið er í sífelldri þróun og ekki kæmi mér á óvart þó við yrðum eftir skamman tíma farin að aka hér um á umhverfisvænum faratækjum í stórum stíl. Forsetinn okkar er líka mjög meðvitaður um þessa hluti og hefur komin umhverfismálum að í umræðunni mjög víða í heiminum.


mbl.is Ólafur Ragnar í viðtali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarar - hreyfing.

Það sannast á Borgarhreyfingunni að hús án traustrar undirstöðu stendur ekki lengi. Þetta virðast mér vera einskonar tilraunastjórnmál, svona líkt og þegar Davíð og félagar stunduðu tilraunapeningastefnu á okkur íslendingum í upphafi þessarar aldar og við sitjum í súpunni af núna. Hvort Þráinn kemur til baka og verður eini talsmaður Borgarhreyfingarinnar á Alþingi, á svo eftir að koma í ljós. Það breytir því þó ekki að þessi flokkur er í dauðateyjunum sem stjórnmálafl inn á þingi. Verði Borgarhreyfingin hinsvegar algjörlega án þingmanna, og komi fram með skýra og einfalda málefnastefnu, þá er möguleiki að þar myndist  afl þvert á allar flokkalínur um tiltekin málefni, líkt og Hagsmunasamtök heimilanna


Á að endurnýja Styrmi

Ritstjóraskipti á Mogganum, á nú að fara að draga fram einhvern af gamla skólanum til að viðhalda Styrmislínunni. Ólafur trúlega verið of nútímalegurog svo hefur "strákurinn" sennilega ekki hlýtt. Skömm er að vita þetta. Fróðlegt að vita hvað dregið verður úr pokanum.


mbl.is Ekki á leið í ritstjórastólinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er trúnaður

Ef ég er beðin að þeigja yfir einhverju, þá má ég ekki segja frá því. Er það ekki eins í stjórnmálunum eða hvað. Það er að mínu mati alveg skýrt að stjórnarandstaðan hefur brotið trúnað við ríkisstjórnin með því að ræða þau skjöl sem bárust frá Bretum og Hollendingum. Að halda öðru fram er bara bull. Smjörklípur frá Jóhönnu Sigurðardóttir eru líka ekki til umræður. Hún er vön að segja hlutina beint og án málalenginga og það gerði hún í fréttatímum hjá báðum sjónvarpsstöðvunum. Heldur stjórnar andstaðan enn í þá von að geta skemmt uppbygginguna og komist aftur að kötlunum. Þeim skal ekki verða kápan úr því klæðinu.


mbl.is Hafna því að hafa rofið trúnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álver eða ekki álver.

Við erum auðvitað búin að leggja mikið í þessa einu grein iðnaðar, en við skulum líka gæta að því að við erum mjög framarlega í því að binda koltvísýring í berglögum sem er náttúrlega bara frábært. Þá finnst mér betra að álið sé brætt hér hjá okkur og eiturefnum komið fyrir í jörð, en að þeim sé dælt út í andrúmsloftið þar með kröfur um hreinsibúnað eru slakari og binding eiturefna ekki á dagskrá, enn að minnsta kosti. Þegar þessi tækni er farin að verka vel (sem hún gerir kannski í dag) þá má vel setja það sem skilyrði fyrir byggingu slíkra mengandi fyrirtækja að eiturefnum verði komið fyrir með þessum hætti.


Klofningur milli þingmanna og kjósenda/baklandsins.

Vandræðagangurinn hjá Borgarhreyfingunni er orðinn slíkur að það líkist helst frasa þar sem hver misskilningurinn rekur annan og allt er á barmi glundroðans. Ég hafði ekki mikla trú á þessari aðferð til að auka lýðræðið i landinu, það er að segja að bjóða fram til Alþingis.

Fyrst Borgarhreyfingin er nú að því er virðist, formlega "laus við" alla sína 4 þingmenn, skora ég á forsvarsmenn hennar að lýsa því yfir að hún muni starfa sem þverpólitísk samtök, án þessa að bjóða fram til þings, sem munu beita sér fyrir auknu lýðræði á Íslandi með öllum ráðum. Má þar nefna að efna til stjórnlagaþings þar sem Stjórnarskráin Íslands frá 1874 verði endurskoðuð, kosningalögum verði breytt og öðrum þeim breytingum í okkar samfélagi sem auka munu lýðræðið.


mbl.is Klofningur í Borgarahreyfingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

159 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 110686

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband