Vændiskonan segir frá.

Gott að kona hefur kjark til að tala. Það dugar sem sagt ekki að vera ríkur karl sem telur sig eiga heila þjóð, meira segja hann getur ekki keypt þögnina. Gott mál, tölum konur.


mbl.is Vændiskona segir frá í sjónvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur talaði máli okkar á Alsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna

Össur talaði af hreinskilni um okkar mál á þingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi og er það vel. Þessi ræða á örugglega eftir að fara fyrir brjóstið á einhverjum og ekkert við því að gera. Þjóðir heims verða að fá að vita hvað hér er að gerast og hvernig okkur er haldið i spennitreyju með endurreisn þjóðfélagsins. Sannleikurinn er ekki alltaf fallegur og engin ástæða til að klæða hann í búrku á alþjóavettvangi. Talað er um opna umræðu og þetta er vissulega hluti hennar. Til hamingju Össur.


mbl.is Össur ávarpaði allsherjarþing SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á rás með Grensás

Stórkostlegt hve landsmenn brugðust vel við þessu frábæra framtaki Eddu Heiðrúnar. Þátturinn var líka góður og heilmargt sem þar kom fram sem við erum ekki að leiða hugann að dagsdaglega. Framfarir þess fólks sem rætt var við eru líka stórstígar. Takk fyrir gott framtak og góðan þátt.


mbl.is Rúmlega 113 milljónir safnast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2020

Athyglisvert mál og sýnir vel hve metnaðarfull núverandi ríkistjórn er og vinnubrögðin vönduð. Þarna er ungt velmenntað fólk að leggja vandaðar línur til framtíðar. Ég ber mikla vonir í brjósti gagnvart framtíð okkar þjóðar. Vinna við endurskoðun og endurreysn er komin á fulla ferð. Auðvitað er enn eftir að vinna úr mjörgum brýnum verkefnum sem þola ekki bið, en mér segir svo hugur um að á næstu vikum munum við sjá nokkuð til lands í þeim efnum.


mbl.is Ísland verði eitt af samkeppnishæfustu ríkjum heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rísum upp gegn spilltu stjórnkerfi.

Skrifaði eftir farandi sem svar við bloggfærslu hjá Láru Hönnu sem ber heitið dulinn vandi og hjálpartraust sjá http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/ 

Var búin að lesa grein  Þórvaldar og renndi yfir grein Jóhanns. Mér sýnist á grein Jóhanns að þarna séu trúlega á ferðinni stafsmenn með æviráðningu sem muni kosta skildinginn á losna við. En það breytir því ekki að nauðsynlegt er að við almenningur gerum kröfu um hreinsað verði markvisst til í stjórnkerfinu. Hvernig sú krafa skuli sett fram skiptir auðvitað miklu máli, en hana VERÐUR að setja fram.

Jóhann Hauksson virðist hafa skoðað þetta mál mjög vel og hann býr örugglega yfir upplýsingum um þetta mál langt umfram það sem kemur fram í greininni.

Það dugar skammt að gráta á blogginu þó það sé góð byrjun, við verðum að gera eitthvað í málinu. Hagsmunasamtök Heimilanna eru mjög gott dæmi um grasrótarsamtök sem hafa náð töluverðum árangri nú þegar og meiri árangur virðist í sjónmáli.

Uppsagnir á Mogganum og ráðning harðlínufólks þar inn er mikil áskorun til okkar sem viljum aukið lýðræði, burt með spillingu í stjórnkerfinu, jöfnun lífskjara, lausn á vanda heimilanna og svo mætti lengi telja.

Þið sem eruð til í að stofna slíkan hóp eruð vinsamlegast beðin að gefa ykkur fram með einhverjum hætti. Sé nú þegar starfandi hópur sem er til að taka málið upp, þá er um að gera að gefa sig fram, safna fleiri liðsmönnum og skipuleggja markvissan þrýsting á stjórnvöld. Tek það fram að ég er ekki að hvetja til mótmæla á götum úti, heldur til málefnalega aðgerða.

 


Forgangsmálin.

ESB umsóknin og samningurinn um ICESAVE eru og hafa að mínu mati verið forgangsmál þessarar ríkisstjórnar. Það er ekki ríkisstjórnin sem hefur tafið afgreiðslu þeirra heldur hefur stjórnarandstaðan lagt sig alla fram um að þvælast fyrir sem mest hún má. Ég vænti þess að nú sjái fyrir endann á ISESAVE svo hægt sé að snúa sér af fullum krafti að upp byggingu. Þar eru mörg mál sem hafa dregist úr hömlu vegna tafa ICESAVE. Umsóknarferlið að ESB virðist vera á góðri siglingu og að þar muni línur skýrast verulega á næsta ári. Ég vænti góðs af inngöngu okkar í ESB og tel mig fullvissa um að góður samningur náist um okkar málefni.


Er að bresta á með flótta af moggablogginu???

Ekki skal mig undra þó margir hugsi sinn gang núna með veru sína hér á moggablogginu og ég hef vissulega velt þessu fyrir mér. Ég hef hins vegar ákveðið að ég ætla hvorki að láta DO eða aðra í móunum stjórna því hvar ég blogga. Svo er líka annað og það er að ef við sem erum ekki í jáliði Íhaldsins, hverfum mörg á braut þá vantar vissuleg okkar rödd hér inn. Hún má ekki þagna og það er ekki rétt að láta einn mann hrekja okkur af moggablogginu. Hann er ekki svo merkilegur í mínum huga að hann sé þess virði. Set þetta hér inn svona til umhugsunar, en það gerir auðvitað hver það sem honum/henni finnst rétt.


Obama, Jóhanna og fjölmiðlarnir.

Obama forseti Bandaríkjanna er á fullu að taka til eftir óstjórn liðinna ára og hrun fjármálakerfisins. Hann er sé mjög vel meðvitaður um mátt fjölmiðla og notar þá vel. Ég get vissulega tekið undir með þeim sem segja að Jóhanna ætti að koma oftar fram í fjölmiðlum og greina frá því sem verið er að gera. Hún hefur greinilega annan stíl en Obama og það er bara þannig. Hún lýsti því vel i viðtali nú nýlega að hún léti vinnu við lausn mála ganga fyrir öðru og það er vel. Það eru líka verkin sem skipta máli þegar upp er staðið, en ekki fjöldi viðtala.


Barendshafið fullt af þorski.

Þarna er náttúran greinilega eitthvað að snúa á fiskifræðinga, að minnsta kosti þá hjá Hafró. Hvernig má það vera að allt önnur lögmál gildi þar en á öðrum hafsvæðum eins og miðunum við Ísland. Getur það verið að kvótaeigendur hér á landi séu komnir í svo miklar blindgötum með sín mál að þeir hafi  beinlínis hag af því að kvótinn sé sem minnstur. Mælingar á stofnstærð og ekki síður rökin fyrir veiðiþoli stofnsins hér við land virðast  mér vera svo út í hött og hafa sýnt svo kolranga niðurstöðu að nú sé virkilega kominn tími til að endurskoða málin.


Er USA að fá breytt heilbrigðiskerfi

Það er víðar en hér á Íslandi sem heilbrigðiskerfið er til umræðu. Obama leggur nú mikið kappa á að kynna fyrir þjóð sinni það sem ég kalla mun réttlátara heilbrigðiskerfi en það sem er við líði þar í dag. Ég sá í frétt um þessi mál nýlega að um 46 milljónir manna vestanhafs væri án sjúkratrygginga. Sé þessi tala ekki rétt biðst ég velvirðingar, en svo mikið er víst að skelfilegt misrétti ríkir í þessu stóra landi tækifæranna, bæði á þessu svið sem mögum öðrum. Það er óskandi að Obama takist að auka jafnrétti og velferð þar vestra.


mbl.is Obama á útopnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

159 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 110686

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband