Hver gerði hvað, hvenær og hvar.

Töluvert púður fer í það nú um stundir að velta upp einstökum atburðum fyrir hrun og í hruninu og túlka þá á ýmsa vegu. Við vitum að lög voru brotin í einhverjum mæli og kannski verulegum. Þar til hvatt fólk vinnur við rannsókn og á sennilega nokkuð í land, en eins og Eva Joly hefur sagt, þá mun slík rannsókn taka tíma.

Það hefur ætíð verið til lítils að deila um keisarans skegg eða að snúa út úr staðreyndum. Óstjórn Íhalds og Framsóknar varðandi gefins veiðiheimildir á íslandsmiðum, sölu/afhendingu bankanna til flokksgæðinga, tilraunastarfsemi með ónýtan gjaldmiðil og skiptingu annarra atvinnuvega milli valdablokka flokkanna um árabil, hefur leitt okkur hingað sem við stöndum nú.

Þó verið sé að togast á um einstaka atburði, breytir það ekki heildar stöðunni. Núverandi ríkisstjórn er með fangið fullt að óreiðumálum forvera sinna til úrlausnar og þar er unnið af mikilli festu við að koma samfélaginu á lappirnar að nýju. Við skulum bara þakka fyrir að við bárum gæfu til að veita þessum tveim flokkum umboð til að stjórna landinu okkar út úr brimskaflinum.


Ríkisstjórnin verður að halda velli.

Það bara getur ekki verið að ríkisstjórnin sé að falla. Ábyrgð VG er meiri en svo að þau láti þetta stóra tækifæri um gjörbreytingu á Íslensku samfélagi renna frá sér.

Það bara má ekki gerast og ég trúi því ekki fyrr en í fulla hnefana að þau hleypi helmingaskiptaflokkunum aftur að kötlunum, þegar mest á ríður að halda þeim frá. Þau hafa ásamt Samfylkingunni unnið mikla undirbúningsvinnu fyrir endurreisn samfélagsins.

Verið er að endurskoða stofnanir ríkisins, endurskoða á fiskveiðistjórnunarkerfið, velferðarkerfið og auka verulega jöfnuð í samfélaginu. Ég skora á báða stjórnarflokkana að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að lenda þeim ágreiningi sem uppi er, eins fljótt og vel og mögulegt er.


Nýtt fiskveiðistjónunarkerfi sem virkar. Stærri hagsmunir fyrir þjóðina en ICESAVE

Nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi sem virkar. Stærri hagsmunir fyrir þjóðina en ICESAVE. Þetta er fyrirsögnin á nýrri bloggfærslu Þórðar Más Jónssonar, sjá  hér

Þórður Már er viðskiptalögfræðingur og er nú í Mastersnámi við Háskólann á Bifröst. Ég skora á alla sem áhuga hafa á að gera gagngerar breytingar á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi, að kynna sér það sem hann er að skrifa.

Hann fullyrðir að sóun verðmæta í núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi sé stærra mál og meira tap fyrir þjóðina en ICESAVE og þá eru verulegir fjármunir í húfi.


ICESAVE, Ögmundur og Guðfríður Lilja.

Það eru margar hliðar á þessu máli og ekki einfalt að vera með afgerandi útskýringar. Þá er ég ekki að meina ICESAVE málið sjálft, heldur afstöðu Guðfríðar Lilju og Ögmundar til meðferðar þess i ríkisstjórn.

Það er vissulega nauðsynlegt að taka lýðræðislega á þessu máli og það hefur einmitt verið gert á undanförnum mánuðum. Hvaða breytingar þarf að gera nú, er enn ekki ljóst þar sem ekki hefur náðst samkomulag við Breta og Hollendinga um endanlegan frágang.

Mikið liggur við að þessi ríkisstjórn haldi velli og hér verði komið á samfélagi jöfnuður og félaghyggju. Það má ekki gerast að peningalegar skuldbindingar eftir 15 ár verði til þess að kollvarpa þeirri uppbyggingu.

Að meta hagsmuni getur verið flókið, en í þessu tilfelli er að mínu mati, verið að tala um meiri hagsmuni okkar nú við samfélagslega endurreisn, og aftur á móti minni hagsmuni vegna fjárhagslegra hagsmuna eftir mörg ár.

Því segi ég að lokafrágangur ICESAVE sé svo mikilvægur nú að við höfum hreinlega ekki efni á draga málið á langinn og ALLS EKKI AÐ FÓRNA STJÓRNARSAMSTARFINU FYRIR ÞETTA MÁL.


mbl.is Samþykktu Icesave blindandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ársgamlar og nýjar fréttir.

Það er hreint með ólíkindum að fylgjast með fréttum þessa dagana. Fréttir af atburðum líðandi stundar eru magnaðar og ekki síður upprifjun á atburðunum fyrir einu ári þegar óveðrið var að skella á okkur af fullum þunga.

Ég hlustaði á kastljósviðtal við Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra í gærkvöldi ásamt broti úr ræðu hennar af landsfundi Sambands ungra Jafnaðarmanna. Það talaði hún af fullri einurðum um ástand mála, en var um leið að gefa von um að nú værum við að ná árangri.

Ársgömul viðtöl við GHH og fleiri eru full af röngum eða engum upplýsingum. Það var aðalmálið að fela og láta svo sem þetta væri nánast stormur í vatnsglasi. Annað kom svo á daginn eins og við vitum og nú verið að rannsaka margt og mikið. Auðmenn orðnir gjaldþrota og almenningur enn í óvissu með sína fjárhagslegu framtíð.

Þó uppbyggingin sé vissulega byrjuð, eru svo margir endar enn lausir og svo margir enn hræddir og tortryggnin svo gríðarleg. Með því að upplýsa fólk jafnóðum eins og mögulegt er um gang mála eins og Jóhanna var að gera í Kastljósinu fyrir helgina, mun traustið koma smám saman, trúin á framtíðina verða meiri og vonin sömuleiðis.


Kæfisvefn er dauðans alvara.

Nú eru komnar 3 vikur frá því ég fékk loftdæluna sem heldur öndunarvegi mínum opnum meðan ég sef. Ég er strax farin að finna mun og mér finnst orðið gott að hafa þessa aðstoð. Fór í rannsókn nú í vikunni á LSP. Þar var ég spurð um tækið og hvernig mér þætti.

Ég sagði að mér líkaði vel og væri mjög sátt. Hjúkrunarfræðingurinn sem ræddi við mig, sagði það alltof algengt að fólk sem fengi þessa aðstoð, væri ekki nægilega duglegt að nýta sér hana og gæfist upp. Þetta er auðvitað hjálp án lyfja og ætti því að vera eftirsókn að því að nýta þannig leið til bættrar heilsu.

Kæfisvefninn er mun alvarlegri kvilli en margur gerir sér grein fyrir og skerðir lífsgæði þeirra sem hafa hann. Mér finnst það sjálfri skelfileg tilhugsun að hafa árum saman barist við það í svefni að ná andanum. Að sofa með grímu á andlitinu sem sér til þess að ég anda reglulega og sef djúpt og vel, eru forréttindi sem ég við ekki vera án. Ég hvílist og líkami minn nærist um leið og súrefnisflæði til vöðva og líffæra er jafnt og stöðugt.


Kastljósið með forsætisráðherra

Þau ykkar sem ekki sáu viðtalið við Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra nú í vikunni, getið horft á það hér Þar ræðir Helgi Seljan við ráðherra og hvet ég fólk til að horfa á viðtalið.

 


Tillögur til hjálpar heimilum

Tillögur sem félagsmálaráðherra kynnti í vikunni fyrir heimilin í landinu eru fyrsta skrefið til að koma heimilum til hjálpar og duga ekki þeim sem verst eru settir. Þetta vita allir sem það vilja vita og þó svo að einstakir þingmenn tali digurbarkalega, þá er ekki þar með sagt að þeir hinir sömu hafi tilögur í erminni. Ríkisstjórnin er að feta mjóa og grýtta götu sem beinlínis verður að ryðja skref fyrir skref. Slíkt verk er hvorki auðvelt eða fljót unnið og ekki bætir úr þegar hlaupagikkir eru að þvælast fyrir og tefja eins og mögulegt er.


mbl.is Gott til skamms tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ig Nóbelinn

Ekki smá heiður eða þannig og vera þar með löggunni á Írlandi sem er ekki mjög fær í pólsku. Þetta er bara heilmikil auglýsing fyrir land og þjóð. Er ekki sagt að betra sé illt/grín umtal en ekkert.


mbl.is Stjórnendur íslensku bankanna fá Ig Nóbelinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðning Davíðs vekur furðu erlendis

Umfjöllum Daily Telegraph um ráðningu Davíð Oddssonar sem ritstjóra Morgunblaðsins. Þar er vitnað í að DO sé á lista Time yfir 25 einstaklinga sem beri mesta ábyrgð á fjármálahruninu. Það er ekki furða þó Bretum þyki undarlegt að Davíð fái tækifæri til að ritstýra öðru stóra dagblaðinu á Íslandi. Það er reyndar afar undarlegur gjörningur að sámaður sem mesta ábyrgð ber hér á landi, skuli nú fá tækifæri til að halda uppi skrifum til að fegra fortíðina og gefa fólki áróðurkenndar upplýsingar um ágæti þeirrar stefnu sem setti þjóðfélagið okkar á hliðina. Íhaldinu þætti þetta ekki góð latína hjá Rússum sem það er ekki. En nú skal verja "réttu" peningamennina fyrir uppgjöri Jafnaðarmanna sem er hafið og þá er sko í lagi að gera fleira en gott þykir.


mbl.is Ráðning Davíðs vekur athygli ytra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

159 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 110686

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband