ICESAVE, Ögmundur og Guðfríður Lilja.

Það eru margar hliðar á þessu máli og ekki einfalt að vera með afgerandi útskýringar. Þá er ég ekki að meina ICESAVE málið sjálft, heldur afstöðu Guðfríðar Lilju og Ögmundar til meðferðar þess i ríkisstjórn.

Það er vissulega nauðsynlegt að taka lýðræðislega á þessu máli og það hefur einmitt verið gert á undanförnum mánuðum. Hvaða breytingar þarf að gera nú, er enn ekki ljóst þar sem ekki hefur náðst samkomulag við Breta og Hollendinga um endanlegan frágang.

Mikið liggur við að þessi ríkisstjórn haldi velli og hér verði komið á samfélagi jöfnuður og félaghyggju. Það má ekki gerast að peningalegar skuldbindingar eftir 15 ár verði til þess að kollvarpa þeirri uppbyggingu.

Að meta hagsmuni getur verið flókið, en í þessu tilfelli er að mínu mati, verið að tala um meiri hagsmuni okkar nú við samfélagslega endurreisn, og aftur á móti minni hagsmuni vegna fjárhagslegra hagsmuna eftir mörg ár.

Því segi ég að lokafrágangur ICESAVE sé svo mikilvægur nú að við höfum hreinlega ekki efni á draga málið á langinn og ALLS EKKI AÐ FÓRNA STJÓRNARSAMSTARFINU FYRIR ÞETTA MÁL.


mbl.is Samþykktu Icesave blindandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Því miður, held ég að jöfnuður og félagshyggja, sé ekki útkoman.

Ég reikna, með að bankarnir verði gjaldþrota á ný, síðasta lagi næsta sumar. Stjórnin fari þá frá, í allra síðasta lagi.

Málið er, að Icesave er í strandi. Stefnan sem fylgt er, mun ekki ná fram að ganga. Það þarf einfaldlega, að stokka spilin upp á nýtt.

Eina sem ég sé framundan, að ef reynt verður að halda áfram á sömu braut, er áframhaldandi upphleðsla vandamála - þar til, að allt hrynur og ríkisstj. hrökklast frá.

Þú getur litið á nýleg blogg mín, til að sjá nánari röksemdafærslu - síðustu 3.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.10.2009 kl. 00:46

2 identicon

Fólk þarf nú að vera vel vakandi ef það er að samþykkja samning eins og Icesave. Ég held að menn verði nú að vera vakandi.

En hvað er að þegar ekkert er að.

Eigðu gott kvöld Hólmfríður mín.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

248 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 110187

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband