9.10.2009 | 22:31
Jóhanna sendir sterk skilaboð!!
Að mínu mati er það mjög sterkur leikur hjá Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra að birta greinagerðir fá Seðlabankanum og Efnahags og viðskiptaráðuneytinu í fjölmiðlum. Þarna koma fram sömu staðreyndir og hefur verið haldið fram mánuðum saman. Nú er samt ekki hægt að segja að þetta séu einhver þingmannaálit eða skoðanir ótraustra aðila úti í bæ. Þarna er álit þeirra aðila sem hafa mesta þekkingu á efnahagsmálum þjóðarinnar. Það sem stjórnarandstöðunni gremst er að þeirra hæpna málflutningi sé svarað fullum hálsi og fullyrðingar um ógerlega hluti hraktar með afgerandi hætti. Ég vænti þess eindregið fyrir hönd okkar allra að nú verði ICESAVE málið klárað hið snarasta. Nægur er skaðinn orðinn nú þegar.
9.10.2009 | 16:53
Undanþágu ákvæði Kýótó flutt til ESB - falla ekki niður!!
Þingmenn sem gagnrýna Svandísi Svavarsdóttir fyrir að ætla ekki að sækja um undanþáguheimildir á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn, ættu að lesa sér til áður en stigið er í pontu
Það þýðir að færa verður losunarheimildir íslenskra stóriðjufyrirtækja úr undanþáguákvæði í Kýótó-bókuninni yfir í evrópska viðskiptakerfið, en ekki að Kýótó-heimildir Íslands falli niður," segir ennfremur og er því bætt við að Ísland eigi nú í viðræðum við ESB um tæknilega útfærslu á þessum flutningi.
Svo segir í frétt frá Umhverfisráðuneytinu og það hljóta að vera nokkuð traustar heimildir.
9.10.2009 | 16:33
Ástand mannréttindamála að skána í Zimbabwe
Samkvæmt frétt á www.visir.istelur Morgan Tswangirai forsætisráðherra Zimbabwa að mannréttindamál í landi sínu á réttri leið. Það eru mikla gleðifréttir og vekur vonir um að þar komist á mannúðlegt samfélag innan tíðar. Tswangirai hefur verið sem klettur í þessari baráttu og honum er greinilega gefið mikið þrek bæði andlega og líkamlega. Oftar en ekki hafa leiðtogskipti í löndum hins svokallaða þriðja heims, einungis verið að nýr harðstjóri tekur við af þeim sem fyrir er. Þarna kveður því við gleðilegan og nýjan tón sem vonandi berst til fleiri landa þar sem harðstjórn ríkir nú
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2009 | 14:02
Starfsgreinasambandið fagnar umsókn að ESB.
Tek heilshugar undir þessa ályktun SGS og er viss um að launafólki mun að öðru jöfnu vegna betur inni, en utan sambandsins. Það er mér í raun illskiljanlegt hvernig almenningur virðist taka umsókninni. Eina raunhæfa skýringin hlýtur að vera vanþekking almennings á því hvað falist getur í inngöngu. Svo hafa andstæðingar aðildar líka farið hamförum í fjölmiðlum, sem einnig hefur áhrif. Það fólk sem skrifar gegn aðild skrifar gjarnan um hluti sem spila mikið inn á tilfinningar og er missir sjálfstæðis þar ofarlega á blaði. Slík fullyrðing er þó mjög langt frá hinu sanna og það vita trúlega allmargir sem halda henni þó stýft fram.
![]() |
Fagna umsókn um aðild að ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2009 | 11:20
Friðarverðlaun Nobels til Bandaríkjaforseta!!!!!
Öðruvísi mér áður brá. Hvílík umskipti í einu ríki á örskömmum tíma. Þetta eru afar mikilvæg skilaboð til alls heimsins og sem hljóta að styrkja stöðu Obama mikið í hans friðarumleitunum. Óska Bandarísku þjóðinni til hamingju með sinn frábæra forseta og þessi verðlaun. Óska okkur öllum til hamingju með að öflugastra herveldi heims eigi svona öflugan og réttsýnan forseta. Til hamingju Obama.
8.10.2009 | 11:48
Draumar okkar og blákaldur veruleikinn.
Öll eigum við okkur drauma og væntingar sem er hið besta mál. Ég á mér þann draum að heimsbyggðin geti öll lifað saman í sátt og samlyndi, viðskipti með vörur milli landa gangi óhindrað, menntun, menning, íþróttir, ferðalög og svo margt margt annað verði aðgengilegt öllum. Lokuð landamæri heyri sögunni til og svona mætti lengi telja.
Til að þessi draumur minn verði að veruleika, þarf að vinna markvisst að framgangi hans. Fyrstu skrefin er þá stigin í nánasta umhverfi og unnið að því að fá fólk í nærumhverfinu til að vinna saman og standa saman. Þó skrefin hefi ekki öll verið stór á heimsvísu, þá hef ég unnið að sameiningu stéttarfélaga í minni heimabyggð frá 1994. Stórt skref var stigið 1998 þegar 4 félög sameinuðust og lokaáfanga í upphaflegu markmiði verður náð 31. okt. nk. þegar fimmta félagið sameinast því sem til varð 1998. Ég hef löngu samfærst um að þessi vinna mín hefur skilað margvíslegum árangri fyrir launþega hér á svæðinu.
Með sömu rökum er ég samfærð um að mun stærri sveitarfélög eru hagkvæmur kostur fyrir okkur öll og er afar ánægð með mitt sveitarfélag sem varð til úr öllum hreppum í Vestur Húnavatnssýslu 1998. Eitt sveitarfélag á Norðurlandi vestra væri að mínu mati, ákjósanlegt næsta skref.
Og með nákvæmlega sömu rökum er ég samfærð um að við sem þjóð eigum að auka samvinnu og samstarf við þjóðir í okkar heimshluta og á þeim forsendum hef ég um árabil verið fylgjandi inngöngu í ESB. Þar sem það er viðurkennt af fjölmörgum sérfræðingum hérlendis og erlendis að lántaka okkar Íslendinga hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sé skásti kosturinn af nokkrum slæmum, já jafnvel eini kosturinn í stöðunni, þá er ég fylgjandi því að við störfum áfram með sjóðnum. Varðandi ICESAVE, þá tel ég að búið sé að gera þvílíkan óskapnað úr því máli að þjóðin sé að mörgu leiti hætt að sjá skóginn fyrir trjánum.
Óskhyggjustjórnmál má mín vegna kalla draumórastjórnmál og það er sennilega enn réttara orð yfir þá óra sem fólk er komið með þegar leitað er í örvæntingu að útgönguleið úr því öngstræti sem við sem þjóð erum komin í. Ég tel að löngu sé tímabært að fólk vakni af draumórum sem orðið hafa til í reiði og uppgjöf og horfi með köldu og raunsæju mati á stöðuna. Þá fyrst er hægt að tala saman og ræða málin, koma sér saman um leiðir sem auðvelda okkur næstu árin. Samstaða er ætíð betri en sundrung og nú verðum við að standa saman og vinna, en hætta að æpa öskureið á torgum eftir athygli sem oftast er skammvinn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.10.2009 | 11:09
Söngurinn nær inn í lokaðan heim
Frábært framtak og mikil manngæska þar að baki. Heimsóknir söngfólks á dvalarheimili aldraða er mjög vanmetin dægrastytting fyrir það fólk. Hef sjálf upplifað ótrúlega hluti hvað það varðar sem fyrrverandi starfsmaður á heibrigðisstofnun þar sem margir aldraðir dvöldu. Það sama á við um bundið mál. Man eftir einstaklingi sem vart þekkti maka sinn lengur, en kunni vísur og fór með þær með mér. Ég byrjaði hendingu og viðkomandi kom með lok henni. Ef farið var með sömu vísuna aftur og aftur frá degi til dags, var eins og vísan rifjaðist smám saman upp. Ef viðkomandi hlustaði á lifandi söng, voru líkamshreyfingar í takt við hljómfallið og klappað af miklum krafti á eftir. Gleðin skein úr augum og látbragði.
![]() |
Elligleði í Fríðuhúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.10.2009 | 17:50
Glannaskapur stjórnmálamanna.
Nú keppist stjórnmála menn hver um annan þveran við að yfirbjóða í mikill yfirlýsingagleði um bjargráð fyrir okkur Íslendinga. Þetta minnir helst á óreynda ökumenn sem hyggjast fara í kappakstur í fljúgandi hálku á akbraut ekki fjarri hárri bjargbrún. Sagan um tröllin sem hentu á milli sín fjöregginu kemur líka upp í hugann.
Glannaskapurinn er slíkur að mér hreinlega ofbýður. Segja nei við ICESAVE. Segja upp samningi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Vinna okkur ein út úr kreppunni.
Ef þessar og viðlíka yfirlýsingar kallast ekki að henda á milli sín fjörekki þjóðarinnar, þá veit ég ekki hvað.
Mig grunar reyndar að þarna sé verið að tala upp í eyrun á kjósendum, en ekki verið að bera framtíðarhagsmuni þjóðarinnar fyrir brjósti. Það eru svo margir reiðir og halda að þarna séu einhverjar lausnir. En því miður er verið að að blekkja fólk í stórum stíl með þessum glannalegu yfirlýsingum.
Það er ljótt og hættið að leika ykkur að eldinum, hann er hættulegur og eyðileggingamáttur hans er mikill.
7.10.2009 | 01:34
Bók Eiríks Bergmann um ferlið til ESB
Ég fagna því að Eiríkur Bergmann skuli vera að gefa út bók um þetta mál. Það er mjög tímabært að fá hentugt rit þar sem aðildarferlið er vendilega rakið. Eiríkur dregur fram efasemdir þess efnis að umsókn frá okkur hafi ekki verið tímabær. Að mínu mati er þetta þörf ábending þar sem fólk virðist halda að við getum hætt við núna og farið svo af stað aftur seinna.
Við erum ekki að skreppa út í búð að kaupa eitthvað smávegis sem við getum síðan skilað ef það hentar ekki. Við erum að taka ákvörðum um að við viljum ganga til liðs við aðrar þjóðir í bandalagi sjálfstæðra ríkja og gera samninga um hvers kyns málaflokka þar að lútandi. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að okkur væri betur borgið sem samfélagi innan ESB en utan þess.
Það eru líka margskonar ranghugmyndir í gangi hér á landi um ESB. Vonandi kemur þessi bók að góðu gagni við að kveða niður ýmsar gamlar kenningar um sambandið. Þessar kenningar hafa kannski átt við fyrir einum eða tveim áratugum, en þær svo vel geta verið úreltar í dag. Lissabonsáttmálinn mun líka breyta heilmiklu, taki hann gildi.
6.10.2009 | 17:15
Skilgreining viðskiptaráðherra athyglisverð
Gylfi Magnússon er gætinn og orðvar maður. Þegar hann talar þá hlustar margir og þar á meðal ég. Hann talar um tap á pappír og það er vissulega rétt þegar málið er skoðað af raunsæi. Þetta voru ekki peningar sem neinn hafði lagt inn á reikninga, heldur huglæg verðmæti sem skrúfuð voru upp með sýndar viðskiptum að miklu leiti. Þarna er í raun verið að segja að innistæðulitlar væntingar hafi skapað ímyndaðan auð.
Sagan um nýju fötin keisarans kemur í hugann og eini munurinn er sá að nú er verið að tala um hin nýju auðæfi "stórlaxanna". Allir töluðu um þau og dásömuðu þau en þegar til átti að taka kom bara einhver í barnaskap sínum og sagði að þessir peningar væru bara plat. Þar með sprakk sú blaðra.
![]() |
Hrunið í eðli sínu tjón á pappír |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
159 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 110686
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar