Bók Eiríks Bergmann um ferlið til ESB

Ég fagna því að Eiríkur Bergmann skuli vera að gefa út bók um þetta mál. Það er mjög tímabært að fá hentugt rit þar sem aðildarferlið er vendilega rakið. Eiríkur dregur fram efasemdir þess efnis að umsókn frá okkur hafi ekki verið tímabær. Að mínu mati er þetta þörf ábending þar sem fólk virðist halda að við getum hætt við núna og farið svo af stað aftur seinna.

Við erum ekki að skreppa út í búð að kaupa eitthvað smávegis sem við getum síðan skilað ef það hentar ekki. Við erum að taka ákvörðum um að við viljum ganga til liðs við aðrar þjóðir í bandalagi sjálfstæðra ríkja og gera samninga um hvers kyns málaflokka þar að lútandi. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að okkur væri betur borgið sem samfélagi innan ESB en utan þess.

Það eru líka margskonar ranghugmyndir í gangi hér á landi um ESB. Vonandi kemur þessi bók að góðu gagni við að kveða niður ýmsar gamlar kenningar um sambandið. Þessar kenningar hafa kannski átt við fyrir einum eða tveim áratugum, en þær svo vel geta verið úreltar í dag. Lissabonsáttmálinn mun líka breyta heilmiklu, taki hann gildi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

237 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 110248

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband