18.10.2009 | 15:11
Kallað eftir nýrri nálgun við fiskveiðistjórnun við Ísland
Datt inn í þáttinn hjá Agli Helgasyni áðan og þar var mjög athyglisvert viðtal við Kristinn Pétursson á Bakkafirði um ástand þorsksstofnsins við Ísland og í Barentshafi. Hann sagði frá meintri "ofveiði" í Barendahafi 3 ár í röð þar sem rálagt var að veiða 150 þúsund tonn en raunveiði var 500 þúsund tonn.
Rússar stóðu á gati og í framhaldinu ákvað Hafrannsóknastofnunin í Múrmansk ákvað að gervihnattatengja 20 togara sem veiddi í Barentshafinu. Stóð sú rannsókn í 6 mánuði. Yfirmaður stofnunarinnar lét í framhaldinu reikna út þéttleika þorskstofnsins á veiðisvæðum togaranna og margfaldaði það svo með stærð þess hafsvæðis sem talið var að þorskur væri á.
Niðurstaðan var að stofninn væri 70% stærri en talið var. Í framhaldinu voru leyfi til veiða aukin veruleg og stofninn hefur ekki verið svona sterkur síðan 1943.
KP hefur haldir því fram í 21 ár að veiðiráðgjöf við Ísland sé reiknuð á röngum forsendum. Hann krefst þess að málið verði allt skoðað upp á nýtt, óháðir aðilar fengnir til að gera úttekt á málinu og það er hans mat að við eigum hiklaust að gera aukið veiðar í þorski og flatfiski um 200 þúsund tonn sem muni skila okkur 70 milljörðum í auknum þjóðartekjum á ári.
Ég skora á stjórnvöld að skoða þetta mál af gaumgæfni og láta óháðan aðila kanna hvað þessar rannsóknaraðferðir Rússanna mundu skila hér við land.
Gott að fiskveiðikerfið er komið inn á borðið hjá Agli Helgasyni.
18.10.2009 | 14:08
Að takmarka nafnlaus skrif á netinu
Sagt er í frétt á www.visir.is að í nýju frumvarpi umfjölmiðlalög sé lagt til að takmarka með einhverjum hætti nafnlaus skrif á netinu. Ég er sammála því sem fram kemur hjá menntamálaráðherra að krafa um nafn við færslur á netsíðum fjölmiðla takmarki ekki tjáningarfrelsi. Ábyrgð hlýtur að fylgja því að tjá sig opinberlega og það er opinber tjáning að skrifa færslur á netinu. Ef einhver treystir sér ekki til að tjá sig undir nafni, er hinn sami að viðurkenna að geti ekki staðið við sín orð. Sé þörf á að tjá sig um viðkvæm mál, er rétt að hinn sami snúi sér til þar til bærra aðila sem taka þá á máli viðkomandi með viðeigandi hætti.
18.10.2009 | 00:22
Góðar fréttir fyrir okkur öll.
Ég fagna því mjög að loks skuli samningaþófi um ICESAVE málið vera lokið. Vænti þess eindregið að málið fá góða og greiða leið i gegnum þingið svo hægt sé að snúa sér að öðrum málum.
![]() |
Icesave-fyrirvörum breytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2009 | 18:27
Gunnar Björnsson og lausn Biskups.
Bent hefur verið á að Selfosspresturinn sé mikill ræðusnillingur og frábær tónlistarmaður. Að hlusta á hann í stólnum eða við hljóðfærið sé mikil unun.
Ekki skal ég draga í efa ræðusnilld og tónlistarhæfileika Séra Gunnars Björnssonar. Málið snýst bara ekki um það. Þarna er á ferðinni spurning um traust gagnvart samskiptum hans við börn og unglinga. Lausn Biskups er góð fyrir GB og Selfyssinga.
Prestur í sérverkefnum getur að mínu áliti, sinnt einstökum prestsverkum fyrir fólk í Selfosssókn, eins og útförum, giftingum og skírnum. Þarna er verið að koma í veg fyrir að GB sinni starfi með börnum og unglingum, því þar liggur að mínu áliti vantraustið.
GB er maður að meiru, taki hann þessu boði biskups með jákvæðum hætti.
14.10.2009 | 00:52
Breytingartillögur á heilbrigðiskerfi USA
Þetta er mikilvægur áfangi í átt til jöfnuður í Bandaríkjunum. Sennilega mælist þetta vera eitt hænuskref á leið frá því ómannúðlega kerfi sem þar er í gildi. Gleðilegt skref og sýnir að Obama vinnur markvisst að því ða bæta kjör þegna sinna.
![]() |
Heilbrigðismálin úr nefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2009 | 21:06
Steingrímur bjartsýnn!
Gott að ICESAVE er að ljúka. Kominn tími til svo hægt sé að taka á öðrum brýnum málum. Fréttir að stöðu fjármála hér á landi hafa undanfarið verið mun bjartari en spár gerðu ráð fyrir sem er frábært. Endurreysn bankanna á lokastigi og fyrir mun minni kostnað en gert var ráð fyrir.
![]() |
Málin að komast á lokastig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2009 | 01:26
Ljótu spilin á borðinu - arfur frá Íhaldi og Framsókn
Forsætisráðherra hefur nú lagt spilin á borðið, að vísu ljót spil, en þau voru gefin af fyrri ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin sat í þeirri ríkisstjórn og er nú ásamt VG að halda áfram því verki sem lagt var upp með af hinni fyrri, að semja um ICESAVE og vinna með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Til viðbótar var stigið það gæfuspor að sækja um aðild að ESB til að stíga skrefið um samvinnu við Evrópulöndin til fulls. UM EES og Shengen var samið í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þessum staðreyndum er hér haldið til haga svo minnislitlir geti rifjað þær upp og áttað sig á samhenginu.
9.10.2009 | 23:23
Hverjir draga lappirnar
Financial Times byrtir grein þar sem talað eru um tvær leiðir fyrir Ísland í núverandi stöðu. Að ganga til liðs við önnur Evrópulönd og komast þar í skjól, eða einangrast á okkar litlu eyju. Lesið endilega þessa grein, eða öllu heldur úrdrátt úr henni.
![]() |
Telja íslensk stjórnvöld draga lappirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2009 | 23:15
Einangrunarhyggjan vonandi tímabundin flensa
Ég vænti þess að sú einangrunarhyggja sem nú er ríkjandi í samfélaginu undir merkjum sjálfstæðis þjóðarinnar, gangi yfir og ég tel að hún muni gera það þegar skriður kemst á uppbygginguna.
Nú er hluti þjóðarinnar á slíku afneitunarstigi að rök bíta ekki með nokkru móti. Stjórnarandstaðan spilar á þetta af mikill leikni og eru örugglega með sérfæðinga í áróðri sér að baki. Það eru til peningar til að borga fyrir slíka þjónustu, þegar harðvítug valdabarátta er í gangi.
Við sem erum í hinu liðinu verðum að vera dugleg að skrifa um málin frá öllum hliðum og halda uppi málefnalegri umræðu eins og kostur er. Skítkast skulum við varast eins og heitan eldinn. Það er einungis vatn á myllu andstæðinganna. Við erum stödd á miklum tímamótum og nú megum undir engum kringumstæðum gefa eftir.
9.10.2009 | 22:58
Hægri menn í vörn víðar en á Íslandi!
Fréttamaður CNN hæðist að Nóbelsverðlaunum til Obama. Alkunn smjörklípuaðferð sem við hér á Íslandi þekkjum. Hægri menn finna að vindar blása þeim í mót og reyna þá að bera sig vel. Harka þeirra er grimm og mun trúlega aukast frekar en hitt. Þetta er fólk sem ekki er enn komið út út frumskóginum, hvað varðar hugarfar.
Þeir grimmustu og sterkustu sópa til sín völdum og fé á kostnað fjöldans. Þetta er af þeim hinum sömu talið eðlilegt og á helst að vera án eftirlits og takmarkana. Velferð er eitur í þeirra beinum og fátækir skulu vera svo bláfátækir að þeir geti með naumindum dregið fram lífið. Karlkynið á að drottna og konur að vera háðar körlum og hlýða. Ó, hve skammt er mannkynið komið á þroskabrautinni.
Jafnrétti til lífsgæða meðal allra manna á þessari jörð er háleitt markmið og að því marki á mannkynið að stefna. Það eru sem betur fer margir aðilar sem vinna sleitulaust að því marki. Og áfram mjakast mannkynið í átt að markmiðinu sem áður var lýst. Verum bjartsýn og þökkum fyrir leiðtoga eins og Obama. Af þeim er aldrei nóg.
![]() |
CNN hæðist að Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
159 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar