Hagsmunasamtök heimilanna vinna sleitulaust að því forgangsverkefni að leirétta fjármálastöðu heimilanna í landinu

Hagsmunasamtök heimilanna HH er virkilega vel heppnuð aðgerð/framtak einstaklinga til að mynda þverpólitísk samtök um mikilvægan málaflokk. Allur málflutningur forsvarsmanna sem ég hef heyrt eða lesið, hefur verið vandaður, frábærlega rökstuddur og hefur þegar skilað miklum árangri. Skora á ykkur að lesa  færslur eins stjórnarmanns samtakanna her. Við erum of upptekin af því að býsnast yfir stóryrðum frá stjórnmálamanna, en erum kannski ekki að veita því eins athygli sem vel er gert og unnið með skynsamlegum og markvissum rökum.

 


Enn einn áfangi á leiðinn til jafnréttis samkynhneygða í veröldinni

Lúterska kirkjan í Svíþjóð hefur gefið leyfi til að samkynhneigðir megi giftast í kirkjum sem er mikið framfaraspor. Einnig hefur kirkjan stutt samkynhneigða í ættleiðingarmálum sem líka er frábært. Öll skrif í þessa átt eru fagnaðarefni


mbl.is Samkynhneigðir mega giftast í kirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svörin farin til ESB

Unnið er hratt og örugglega að umsóknarferlinu í ESB. Svör við spurningalistunum farin og byrjað að vinna við þau ytra. Gott að málinu er fylgt vel eftir enda ekki eftir neinu að bíða. Þó formlegt samningaferli sé ekki hafi, þá hlýtur spurningalistinn að hafa komið málinu af stað hjá ýmsum aðilum og er það vel. Það er svo þegar samningaferlið hefst, sem virkilega reynir á að upplýsingagjöf til okkar verði góð og greið. Ekki veitir af að nýta tímann vel til að upplýsa fólk um möguleikana og leiðrétta þær rangfærslur sem dynja stöðugt á fólki.


Handverk í mikilli sókn

Ég var á fundi á Blönduósi á þriðjudaginn var þar sem staða handverks á Norðurlandi vestra var til umræðu. Þó fundurinn væri vel sóttur, kom þar aðeins örlítið brot af öllu því fólki sem er að þróa og vinna að handverki á svæðinu. Þarna liggja gríðarleg sóknarfæri og það er afskaplega nauðsynlegt að handverkfólk bindist samtökum um sitt starf og sína hagsmuni. Mín skoðun er sú að við sem að þessu störfum gerum okkur grein fyrir því að við erum margfalt sterkari sameinuð, en sitt í hverju horni. Þó við séum með ólíka framleiðslu, þá er svo margt sem hægt er að vinna að til að bæta kjör okkar í samstarfi.


Batakveðjur til Flosa

Ljótt er að heyra, en þar sem Flosi Ólafsson er afburða jákvæður og glaðlyndur maður, auk þess sem heilbrigðisstarfsfólkið okkar er upp til hópa algjörir galdramenn við að koma skrokkum og sálum í lag, er ég býsna bjartsýn fyrir hönd Flosa. Sendi honum og fjölskyldu hans miklar og kröftugar bataóskir. Guðsblessun til ykkar allra. Heart 


mbl.is Flosi Ólafsson töluvert slasaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styrkur til að semja einleik

Mikil tímamót voru í mínu lífi í gær, þegar ég fékk það formlega viðurkennt að ég er handritshöfundur og leikari. Þetta er stór orð og mikið í ráðist, en konan er kjarkmikil og brött og mun takast á við þennan hamar með bros á vör.

Ég var semsagt að fá styrk til að semja einleik um krepputímann í kring um 1882 og þann merka atburð þegar 32 reyðarhvali rak undan bænum Ánastöðum á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra. Þessi matbjörg bjargaði miklum fjölda Íslendinga frá hungurdauða og það er beinlínis hollt að rifja það upp hvað ógnarstutt er stutt síðan landinn bjó við algjöra örbyrgð.

Aftur að styrknum. Það er Menningarráð Norðurlands vestra sem veitir mér þennan styrk og ég er afar stolt af því aðveita honum viðtöku.


Dagur atvinnulífsins á Norðurlandi vestra í síðustu viku

Fór á Blönduós í síðustu viku og tók þar þátt í degi atvinnulífsins sem haldinn var í Félagsheimil Blönduóss í boði SSNV sem er Samband sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Það var meiriháttar upplifun og frábært vítamín í sálina sem mótvægi við alla neikvæðu umræðuna í fjölmiðlunum.

Fyrir hádegi voru kynnt þau fjögur fyrirtæki í A Húnavatnssýslu höfðu verið tilnefnd til að hljóta Hvatningarverðlaun SSNV. Fulltrúar þessara fyrirtækja kynntu stafsemi þeirra, en þau er Vilko sem starfar á Blönduósi og framleiðir súpur, tilbúin þurrefni til baksturs og kryddlínuna Prima. Síðan kom fyrirtækið Léttitækni einnig starfar á Blönduósi og framleiði alls kyns tól og tæki sem létta fólki störf við hvers kyns aðstæður. Næst var fyrirtækið Ísaumur sem hjón á Steinnýjarstöðum á Skaga reka. Þar er hægt að fá margskonar merkingar saumaðar í hvers kyns tau, á húfur, töskur og aðra hluti sem fólk óskar eftir og hægt er að suma í. Að síðustu var það Saumastofan Þing sem starfrækt er rétt hjá Sveinsstöðum í litlu húsi sem áður hýsti skóla. Þar hefur verið saumað um árabil, bæði ullarvara og annað. Nú er það ullarvoðin sem fer undir nálina hjá Þingi. Fyrirtækin sýndu framleiðsluvörur sínar á staðnum.

Eftir hádegishlé hlýddum við á Þorsteinn Ingi Sigfússon framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Einar Bárðarson umboðsmaður Íslands sem fluttu okkur afar jákvæðan boðskap hvor á sinn hátt. Að því loknu sátu þeir ásamt forsvarsmönnum sveitarfélaga í pallborði og svöruðu spurningum fundarmanna. Hvatningarverðlaun voru svo afhent og var það Léttitækni sem hlaut þau. Eftir þennan frábæra dag, fór ég heim full bjartsýni og gleði, með fulla trú á því að okkur hér á NL vestra væru allir vegir færir

 


Mál að komast á hreyfingu

Loksins Loksins er að komast hreyfing á endurreisn þjóðfélagsins og IMF tekur á dagskrá endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands. Mál tilkomið að töfin langa sé á enda. Febrúar til október er nokkuð langur tími í lífi þjóðar sem bíður eftir að hjólin fari að snúast aftur af krafti, vextir að lækka og við að komast nær því sem kalla má þolanlegt ástand hvað varðar fjármagnskostnað.


mbl.is Ísland á dagskrá eftir viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöðugleikasáttmálinn??

Þarna er á ferð fólk sem hefur marga fjöruna sopið við samningaborðið, þó trúlega sé þessi fjara nokkuð römm. Ég bind þá vonir við að árangur náist og uppbygging samfélagsins geti hafist sem allra fyrst


mbl.is Sáttmálinn í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómsdagsspár í boði Sjálfstæðis og Framsóknar!

Meðan landinn innbyrti hádegismatinn sinn mánudaginn 19. okt. 2009 voru fluttar dómsdagsspár fyrir Ísland í boði Sjálfstæðis og Framsóknar. Góður kokteill það en þeir sem komust að frá ríkistjórnararminum höfðu allt aðra sögu að segja. Gallinn var að hún var ekki nærri eins krassandi og því fékk hún mun minna pláss. Neikvæðu fréttirnar hafa nefnilega forgang, þær selja betur auglýsingar og fá meiri hlustun.

Trúlega verður svipað uppi á teningnum með kvöldmatnum, því þannig hefur það verið  undanfarna mánuði. Þetta hlýtur að auka sölu á magalyfjum og kvíðapillum til mikilla muna, hjálpa til við að koma hjónaskilnuðum í kring, hvetja fólk til að gefa bara skít í allt og hætta að baslast áfram í þessu lífi.

Stjórnmálamenn sem flytja okkur svona hrakspár og vonleysisvæl, daginn út og daginn inn, ættu að hugsa sinn gang. Hvað eru þau að gera og hverjum þjónar svona málflutningur. Við þurfum von og kjark, en ekki vol og væl. Horfa fram á næsta ár með lausnir, ég meina raunverulegar lausnir. Ekki þessi endalausu reiknilíkön um það hvað gerist eftir 10 til 20 ár. Við þurfum að komast í gegnum næstu mánuði og misseri og hugsa svo um áratugina aðeins síðar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

160 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband