31.10.2009 | 23:06
Tilgangur kvóta á fiskveiðar.
Ég hef lengi staðið í þeirri trú að kvóti á veiddan fisk á Íslandsmiðum hefði verið settur á til að vernda hina ýmsu fiskistofna fyrir ofveiði. Svo hafa stjórnmálamenn, sægreifar og aðrir talsmenn þessa kerfis talað undanfarin ár. Nú kemur það fram í bloggfærslu Gunnari Þórðarsyni þar sem hann fjallar um grein Ólínu Þorvarðardóttir í Morgunblaðinu í vikunni sem leið.
Í bloggfærslu Gunnars segir:
"Ólínu verður tíðrætt um hvernig kvótakerfið hafi brugðist í að byggja upp fiskistofna. Það er engin furða enda var kvótakerfið ekki sett á til þess. Það var sett á til að auka arðsemi í greininni og draga úr sóknargetu flotans, getu sem stjórnmálamenn höfðu skapað með gengdarlausum innflutningi á togurum."
Þarna stendur sem sagt að nógu margir togara hafi verið komnir til landsins og nauðsynlegt hafi verið að skipta aflamarkinu á milli þeirra svo ekki kæmust fleiri að. Stærð fiskistofna sé þessu óviðkomandi. Allaf heyrir maður eitthvað nýtt.
Færslan er reyndar öll til að lofsyngja kerfið og tala niður til þeirra sem vilja breytingar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2009 | 22:20
Áhugaverð ráðstefna.
Þemaráðstefna Vestur Norðurlanda um fiskveiðimál er fyrirhuguð á Íslandi í júní á næsta ári, þar sem fiskveiðistjórnunarkerfi þessara landa verða borin saman. Það tilkynnti Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður ráðsins, á Norðurlandaráðsþingi sem haldið var í Stokkhólmi.
Þetta sýnist vera afar ánægjulegt skref í þá átt að skoða með ábyrgum hætti þær leiðir sem Íslendinga, Grænlendingar og Færeyingar hafa farið til að hafa stjórn á fiskveiðum í lögsögum landa sinna.
Það er virkilega kominn tími til að skoða þessi mál á mun breiðari grundvelli en gert hefur verið hér á landi. Það á svo eftir að koma í ljós hvort farið verður í frjálsar vísindaveiðar í lögsögum þessara ríkja, en það er að mínu áliti afar áhugaverður kostur.
Samstaða þessara þriggja fiskveiðiþjóða er afar mikilvæg og þær eru líklegar til að geta tekið virkan þátt í að móta stefnu ESB í fiskveiðimálum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2009 | 17:22
Frjálsar vísindaveiðar tiltekins fjölda fiskiskipa.
Endurskoðun fiskveiðikerfisins er ekki vinsæl á meðal stórútgerðamanna. Búið er að herða mjög tökin á leigumarkaðnum og hver króna blóðmjólkuð út úr leigjendum. Þannig á að freista þess að svelta menn til hlýðni við kvótaelítuna og hræða stjórnvöld sömuleiðis svo ekki verði gerðar breytingar.
Frjálsar vísindaveiðar tiltekins fjölda fiskiskipa um ákveðinn tíma gætu varpað nýju ljósi á ástand fiskistofna. Mikið er í húfi fyrir þjóðarbúið
Þetta segir Ólína Þorvarðardóttir Þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvestur kjördæmi, sem skrifar skelegga og góða grein í Morgunblaðið í dag. Þar fjallar hún um rannsókn Hafrannsóknarstofnunar í Múrmansk á fiskgengd í Barentshafi. Hún leggur til að það verði skoðar í fullri alvöru að gera viðlíka rannsókn á miðunum kringum Ísland og leggur mikla áherslu á að sú rannsókn verði gerð af óháðum aðila. Hvorki Hafrannsóknarstofnun eða LÍÚ kæmu að neinu leiti þar að. Þessi tillaga Ólínu er samhljóma hugmyndum sem Kristinn Pétursson á Bakkafirði greindi frá í Silfri Egils nú nýverið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2009 | 02:23
Ísland að verða borgríki
Þetta kom frá í erindi Ágústs Einarssonar Rektors við Háskólann á Bifröst á ársfundi Starfsgreinasambandsins á Selfossi nýverið. Að sögn Ágústs búa nú um 2/3 íbúanna á suðvesturhorninu.
Að mínu áliti hefur þessi þróun verið að eiga sér undanfarna áratugi og margt komið til. Breyttir búskaparhættir til sveita ásamt hraðri atvinnu uppbyggingu í þéttbýli, um og eftir miðja síðustu öld. Allt stjórnkerfið safnaðist mjög snemma til Reykjavíkur, jafnframt því að þar hefur verið miðstöð milliríkjaviðskipta um árabil. Meginhluti Háskólamenntunnar hefur lengst af farið fram í Reykjavík og nágrenni og svona mætti lengi telja. Tilkoma kvótakerfisins veikti verulega mörg svæði á landsbyggðinni og fjármálastarfsemin hefur einnig verið öflugust syðra.
Að sögn Ágústs er þessi þjóðfélagsgerð okkar eins dæmi í veröldinni og hlýtur að vekja upp spurningar um hvort þetta sé alls kostar heppilegt búsetuform. Ég hlustaði ekki á erindi ÁE en hef séð glærur hans sem fylgdu erindinu þar sem hann kom víða við.
27.10.2009 | 02:07
Sóknaráætlanir um allt land
Þarna er á ferðinni hugmynd sem mér líst mjög vel á. Svæðin eru hæfilega stór, þarna mun vera töluverð samvinna fyrir og svæðin eru í auknum mæli að vera eitt atvinnusvæði, hvert fyrir sig. Það svæði sem ég þekki best til á, Norðurland vestra er þegar með mikla samvinnu. Húnavatnssýslurnar eru með eitt stéttarfélag og Skagafjörðurinn með annað. Sveitarfélögum hefur fækkað verulega á svæðinu undanfarin ár og þar mætti vissulega gera betur. Ég sé það fyrir mér að sem góðan kost, að þetta svæði yrði eitt sveitarfélag innan fárra ára. Vaxtarsamningur og Menningarsamningur hafa hrist töluvert saman fólkið á svæðinu, ásamt ýmsu öðru. Sóknaráætlun mundi verða gríðarlega góð viðbót við það sem fyrir er og þjappa íbúum svæðisins enn betur saman.
![]() |
Sóknaráætlanir um allt land |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2009 | 14:19
Niðurlæging þjóðar.
"Það er rétt sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á dögunum: Þjóðin hefur verið niðurlægð. Hún hefur verið niðurlægð svo skelfilega, að hún berst nú við þrenninguna reiði, skömm og sorg. Formanni Sjálfstæðisflokksins láðist hins vegar að bæta við, að það er hans eigin flokkur sem ber meginábyrgð á niðurlægingunni. Út á þá ógæfubraut var lagt þegar sjálfstæðismenn fleygðu Þorsteini Pálssyni fyrir Davíð Oddsson. "
Þannig hefst grein Njarar P Njarðvík í fréttablaðinu í dag sem ber yfirskriftina Niðurlæging þjóðar. Njörður fer það yfir meginatriðin sem ullu hruninu hér á landi. Ég er honum fyllilega sammála og tel ekki ástæðu til að fara betur út í þá sálma. Kaflinn um spilafíkn er áhugaverður í grein NPN þar sem hann telur fullvíst að fjármálgeirinn hafi verið keyrður áfram að fólki sem er illa haldið af þeirri fíkn.
Að vanda er hér á ferðinni góð grein, vel orðuð og afar skýr í allri framsetningu, sem ég hvet fólk eindregið til að lesa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.10.2009 | 19:43
Nýjar tillögur til Íraks í kjarnorkumálum
Það er áhugavert að fylgjast með viðræðum Mededeve og Obama við yfirvöld í Íran. Ekki er auðvelt að eiga við svona milliríkja mál, en vona ber að vel gangi
![]() |
Obama og Medvedev eru ánægðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2009 | 17:33
Ráð frá Rússum í stað láns.
Þó ekki verði úr því að Rússar láni okkur fé, er vel þess virði að leita ráða hjá þeim. Þar á ég við Hafrannsóknarstofnunina í Múrmansk, sem fór fyrir skömmu nýjar leiðir í að mæla stærð fiskistofna í Barentshafi. Þessum aðferðum lýsti Kristinn Pétursson á Bakkafirði í Silfrinu á sunnudaginn var. Þarna virðist vera fundið fé því mjög sennilega eru svipuð náttúrulögmál séu fyrir hendi hér við land eins og í Barentshafinu. LÍÚ telur það reyndar af og frá, en það er sko vel þess virði að skoða þennan möguleika.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2009 | 00:49
Úffs - en sú stærð á pilti.
Þetta er met sem ekki getur verið eftirsóknarvert fyrir nokkra móður. Sonarsonur minn fæddist á FSA fyrir rúmum 4 árum og var 22 merkur. Hann var líka tekinn með keisara eins og Henrik Hugi. Mér þótti sko alveg nóg um stærðina á þeim pilti. Ég óska foreldrum og systkinum innilega til hamingju með þennan myndarlega dreng.
![]() |
Hinrik Hugi sló 48 ára gamalt met við fæðingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2009 | 00:26
Bakki inni - hvað með Helguvík??
Iðnaðarráðherra virðist hafa höggvið á hnútinn fyrir norðan, en nú er eftir að leysa málin með línuna til Helguvíkur sem virðist hafa verðið valinn staður með reglustiku eins og fullyrti í Heilbrigðinefnd Reykjavíkur sagði í sjónvarsfréttum í kvöld. Það virðist raunar ótrúleg bíræfni af skipuleggjendum hönnuðum eða hverjum þeim sem ákváðu línustæðið, að velja því stað á vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Og svo hefur Íhaldið böðlast á Svandísi eins og bolar í ati.
Um bloggið
160 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar