Niðurlæging þjóðar.

"Það er rétt sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á dögunum: Þjóðin hefur verið niðurlægð. Hún hefur verið niðurlægð svo skelfilega, að hún berst nú við þrenninguna reiði, skömm og sorg. Formanni Sjálfstæðisflokksins láðist hins vegar að bæta við, að það er hans eigin flokkur sem ber meginábyrgð á niðurlægingunni. Út á þá ógæfubraut var lagt þegar sjálfstæðismenn fleygðu Þorsteini Pálssyni fyrir Davíð Oddsson. "

Þannig hefst grein Njarar P Njarðvík í fréttablaðinu í dag sem ber yfirskriftina Niðurlæging þjóðar. Njörður fer það yfir meginatriðin sem ullu hruninu hér á landi. Ég er honum fyllilega sammála og tel ekki ástæðu til að fara betur út í þá sálma. Kaflinn um spilafíkn er áhugaverður í grein NPN þar sem hann telur fullvíst að fjármálgeirinn hafi verið keyrður áfram að fólki sem er illa haldið af þeirri fíkn.

Að vanda er hér á ferðinni góð grein, vel orðuð og afar skýr í allri framsetningu, sem ég hvet fólk eindregið til að lesa.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það sem er verst er að ekki er hlustað á menn einsog Njörð P sem hafa svona mikla og góða sýn á hvað hér er að-heldur halda ráðamenn áfram að moka úr (nú tómum) hirslum almennings í vasa vina og vandamanna í stað þess að standa með þjóðinni að heilbrigðri endurskoðun og uppbyggingu þjóðfélagsins,og sjáum við ein skýrustu merki þess að hér vilja sum öfl halda áfram í gamla farinu á viðbrögðum við ræðu félagsmálaráðherra á fundi í síðustu viku þar sem hann benti á að allir yrðu að leggjast á árarnar og taka eitthvað á sig,ekki bara almenningur einsog hér hefur tíðkast undanfarin ár,nú stendur almenningur einn ekki lengur undir byrðunum,hver voru viðbrögð þeirra sem hafa það nú best vegna gengismála-jú ráðherra var uppnefndur "pínulítill kall" af þeim sem hér nýta sameign þjóðarinnar FRÍTT.

zappa (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 14:57

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hrun-flokkunum finnst alveg ótækt að þeirra valda og peningaklíkur þurfi að taka þátt í að rétta skipið við. Almenningur hefur verið látinn gera slíkt og af hverju er það ekki gert áfram. Sjúk hugsun er afar skaðleg og nú er öllum og þá meina ég ÖLLUM ráðum/brögðum beytt svo valdaklíkurnar missi ekki tökin.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.10.2009 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

217 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 110338

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband