10.11.2009 | 12:02
Eins og ég vissi - Ragnar Ingólfsson fer með fleipur
Gott að sjá að Gylfi Arnbjörnsson hefur svarað fullyrðingum Ragnars Ingólfssonar þess efnis að ASÍ hafi lagt til að launahækkunum samkv. kjarasamningum yrði frestað sl. vor.
Ragnar og fleiri virðast hafa lagst í víking til að sverta ASÍ og forystu þess, með öllu mögulegu móti. Sú staðreynd að Ragnar og co vilja að VR gangi úr ASÍ er að mínu mati þessari aðför algjörlega óviðkomandi. Úrsögn úr ASÍ hlýtur að vera byggð á því álita að hagsmunum félagsmanna í VR sé betur borgið utan ASÍ en innan. Slík ákvörðun má ekki og á ekki að byggjast á óvild til einstakar manna. Þannig ganga alvöru verkalýðsmál ekki fyrir sig.
![]() |
Segir fullyrðingar Ragnars rangar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.11.2009 | 17:56
Frábært starf Margrétar Frímannsdóttir á Litla Hrauni.
Athyglin hefur óneitanleg beinst að Litla Hruni á meðan horft er á Fangavaktina. Ekki það að allt sem þar er sýnt sé bein endurspeglun af veruleikanum þar inni. Að mínu álit er afskaplega gott og jákvætt að fá fréttir ef járnsmíðaverkstæðinu á staðnum. Þar eru menn að skapa verðmæti úr öllu mögulegu og nýta sé aðferðir frá ömmu og afa sem ella hefðu kannski glatast. Svo eru silfurhringirnir fallegir. Til hamingju með þetta og haldið áfram að byggja upp ævina ykkar sem þarna dveljið. Margrét, þú ert að gera góða hluti á Hrauninu.
![]() |
Smíðar skartið á Hrauninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.11.2009 | 15:23
Að mynda sér skoðun
Hvað er það sem hefur mest áhrif á mínar skoðanir. Þetta er stór spurning og vert að velta henni fyrir sér. Það fyrsta sem kemur í huga minn, er að til að byrja með var lífið í litlum kassa. Allt sem ekki var í kassanum var ekki að mínu skapi. Þessi tilfinning minnir mig á bernsku og æskuárin. Og þetta var í rauninni einfalt eða hvað. Bæði og, einfalt að vera inni í kassanum og með taka "rétt og rangt". Síðan fór ég að kíkja út úr kassanum og þá fóru hlutirnir að flækjast. Kassinn er enn til og það er sennilega meira þar inni, en ég vil viðurkenna. En samt eru æ meira að koma fram fleiri hliðar á sömu gömlu málunum. verið er að kynna fyrir mér nýjar víddir í tilverunni og nýja fleti á gömlum "staðreyndum". Að mínu áliti er afar mikilvægt að mynda sér ekki skoðanir í gegnum reiðina. Það gerði ég töluvert framan af ævinni, en sem betur fer hefur dregið úr slíkri skoðanamyndun hin síðari ár. Ég hef varast eins og kostur er að dragast inn í reiðiholskefluna sem reið yfir þjóðina í kjölfar hrunsins. Ég hlusta á æ meira á mína innri rödd og læt þá hugsun sem mér finnst réttust í hverju máli, koma fram. Skoðanir annarra angra mig ekki svo mjög. Ég hljóp á árum áður þó nokkuð eftir því sem annað fólk taldi "rétt". Það hefur minnkað mjög með árunum, þó ég hafi að sjálfsögðu ekki lokað mínum eyrum fyrir álitum frá öðru fólki. Læt þessar vangaveltur nægja í bili kannski meira seinna.
8.11.2009 | 13:41
Sigur Obama - aukin manntéttindi
Sú staðreynd að Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafi samþykkt frumvarp Obama um lækkun iðgjalda í sjúkratryggingar, er stórkostlega góð frétt. Þarna er á ferðinni gríðarlegt mannréttindamál fyrir tugmiljónir Bandaríkjamanna.
Að þessi ríka þjóð skuli ekki vera með heilbrigðiskerfi sem opið er öllum, óháð efnahag er stórfurðulegt mál. Að peningar skuli geta skilið á milli þess hvar fær hjálp í veikindum og hver ekki, er eitthvað sem við Íslendingar værum ekki sátt við og eigum vonandi aldrei eftir að sætta okkur við.
Heilbrigðisþjónusta er mannréttindi og þá á að vera skylda okkar allra að veita aðstoð þegar veikur einstaklingur á í hlut. Til hamingju Obama, til hamingju Bandaríska þjóð.
![]() |
Sigur fyrir Obama |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2009 | 15:21
Andstaðan við ESB tímabundin sveifla.
Áð mínu áliti er andstaðan við ESB eins og hún birtist í nýjum skoðanakönnunum, tímabundin sveifla meðan landinn er að koma aftur niður á jörðina eftir ICESAVE flugið. Þar er líka verið að rugla saman tveim aðskildum málum sem andstæðingar aðildar hafa flækt hvert í annað til að finna rök gegn aðild. Sá málflutningur sýnir best þau rökþrot sem einangrunarsinnar (andstæðingar ESB aðildar) eru í. Þeirra rök eru líka fyrst og fremst byggð á tilfinningalegum grunni, en ekki á köldu mati þeirra kosta sem eru í stöðunni.
![]() |
Ekki var við ugg í Brussel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2009 | 15:09
Frábærar fréttir frá ESB.
Mikill stuðningur við mögulega ESB aðild Íslands af www.visir.is
Allar vísbendingar eru í þá átt að innan Evrópusambandsins sé mikill stuðningur við mögulega aðild okkar, segir Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra, sem fer fyrir íslensku samninganefndinni.
Þetta eru góðar fréttir sem gefa jákvæðar vísbendingar um framhald málsins. Samningsnefndin mun svo undir forystu Stefáns hefja samningaviðræður þegar niðurstaða aðildarríkja ESB liggur fyrir. Málið er í góðum farvegi, enda ekki annars að vænta undir styrkri forystu ríkisstjórnarinnar.
7.11.2009 | 13:37
Efniviður ríksstjórnarinnar til uppbyggingar
Það er svo sannarlega ekki úr miklu að moða fyrir núverandi ríkisstjórn. Ekkert nema skuldir og meiri skuldir til að borga og spilling um allt samfélagið til að uppleysa og uppræta.
En kannski er það einmitt styrkurinn að ALLT, BÓKSTAFLEGA ALLT ÞARF AÐ BYGGJA UPP. Það er þá hægt að henda gömlu fúaspýtunum og setja nýjar og það er ríkisstjórnin einmitt að gera. Verðið er að slá upp fyrir nýju húsi og það á ekki að byggja á sandi draumóra og fégræðgi, heldur jöfnunar og réttlætis.
Hvar sem er í kerfinu er verið að vinna, verið að setja nýja innviði, í stað þeirra morknu. Það má líkja þjóðin við mikla lest trússhesta sem staddir eru í miðri á. Lestin er komin yfir straumharðasta kaflann, en eftir er að fara yfir malarbotn með glerhálum steinum og nú verður hver klár að vanda sitt næsta skref. Það má enginn hrasa og allir verða að komast yfir. Með samstilltu átaki hefst það og hinumegin er sléttir vellir og grónar hæðir
6.11.2009 | 17:21
Ríkisstjórnin á réttri leið
Eins og vænta mátti er ríkisstjórnin á réttri leið og í raun gengur mun betur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Eins og fram hefur komið um skattamál í öðrum fréttum er nú í smíðum tillögur um skattþrep í staðgreiðslu. Slíkur háttur hefur verið um nokkurt skeið í nágrannalöndum okkar og gengið vel. Fyrri fríksstjórnir hafa borið því við að slíkt væri flókið, en auðvitað mátti ekki fyrir nokkurn mun, skattleggja þá neitt meira sem hærri höfðu tekjurnar. Hækkun skattleysismarka hefur verið og er krafa ASÍ enda slíkt bundið í kjarasamninga. Fyrir mitt leiti er þrepaskattur síst lakari leið, ef tekið er á skattlagningu lágra launa með þeim hætti að hún væri léttari. Hækkun skattleysismarka skiptir litlu fyrir hátekjuhópana, en er þó til að létta skattbyrgðar ef eitthvað er.
Sjálfstæðismönnum svíður mjög að sjá ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir reisa Ísland úr rústum og það sem meira er að verða vitni að kerfisbreytingum sem eru í farvatninu sem mola niður klíkusamfálagið þeirra, sem auka jöfnuð í landinu og gera mun erfiðara að hygla vinum og ættingjum með embættum, lánum og öðrum fríðindum eins og tíðkast hefur alla þeirra tíð við ríkisstjórnarborðið.
![]() |
Minni þörf á skattahækkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.11.2009 | 17:16
Hagsmunasamtök Heimilanna
Hagsmunasamtök Heimilanna er breiðfylking fólks sem myndast hefur til að standa vörð um rétt venjulegs fólks til að fá fjárhagslega leiðréttingu vegna hrunsins.
Hvað tekjur fólk er með er ekki stóra málið heldur að þarna er verið að vekja okkur öll til vitundar um að fjölskyldur/heimili eru líka með fjárfestingar/sparnað í öðru formi en innistæðum í fjármálastofnunum.
Ég minnist þess ekki að innistæðueigendur hefi verið flokkaðir eftir því í hvaða launaflokki þeir væru og ættu mis mikinn rétt til að fá sína peninga af vogunar eða peningamarkaðssjóðum. Þetta er bara nákvæmlega sami hluturinn og þarna er í mörgum tilfellum um stórfellda eignaupptöku að ræða. Við eigum að sitja við sama borðið hvort sem við höfum lagt sparnað okkar í hús eða inn á bankareikninga.
Ég seldi mína húseign korteri fyrir hrun og slapp því fyrir horn að því leiti. Annars er það svo með marga á landsbyggðinni að það hefur orðið eignaupptaka í gegnum verðtrygginguna. Lánin okkar hafa hækkað en húseignir ekki að sama skapi.
Svo hefur Íbúðalánasjóður sent fasteignasala til meta eignir fólks niður í verði. Þetta var gert í okkar tilfelli og kaupendur máttu sæta því að lán til þeirra var lækkað. Salan gekk þó í gegn á upphaflegum forsendum, en það var ekki IL að þakka.
31.10.2009 | 23:17
Frændur mínir stóðu sig vel í Útsvari
Var að horfa á spurningaþáttinn Útsvar á RUV sjónvarpinu. Í liði Hornafjarðar kepptu tveir náfrændur mínir sem eru feðgar. Ég og pabbinn Þorsteinn Sigfússon erum systrabörn. Þorsteinn og sonurinn sem ég man ekki nafnið á í augnablikinu, ásamt ungi hlaupakonunni, stóðu sig vel og unnu keppnina í kvöld. Hamingjuóskir til þeirra og ég á væntanlega eftir að sjá hópinn aftur síðar í vetur.
Um bloggið
160 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar