21.11.2009 | 15:43
Vegna draga að bréfi til sjávarútvegsráherra.
21.11.2009 | 15:32
Drög að bréfi til sjávarútvegsráðherra sem senda má honum í netpósti af þeim sem það kjósa.
- Skipa verkefnisstjórn I sem gerir formlega úttekt á þeirri rannsóknarstefnu sem Hafrannsóknarstofnun hefur framfylgt og þá sérstaklega hvort aðferðarfræðin árlegt endurmat stenst grundvallaratriði í fiskilíffræði og alþjóðleg grundvallaratriði í skráningu magnmælinga.
- Skipa verkefnisstjórn II sem lætur framkvæma stóra úttekt, svokallaðar Vísindaveiðar á útbreiðslu botnlægra fiskistofna við Ísland eins og gert var í Barentshafi 2005.
- Þessar rannsóknir verði gerðar algjörlega án aðkomu Hafrannsóknarstofnunar, enda snúast þær um að skoða árangur og aðferðafræði þeirrar stofnunar.
- Tekjum til framkvæmda við þessar rannsóknir verði aflað með 20% aflagjaldi af lönduðum afla í frjálsum veiðum þar til valdra skipa í 6 mánuði.
- Tel að nægilegt sé til af íslenskum ráðgjafafyrirtækjum sem ráða vel við þessi tvö úttektar og endurskoðunarverkefni.
- Tillaga að skipakosti til verksins er að tiltekinn fjöldi; togara, stærri línubáta, netabáta, snurvoðabáta auk báta undir 15 brl. verði fenginn til áðurnefndra vísindaveiða, svo fiskimiðin verði tekin fyrir á breiðum grundvelli.
En nú er mikið í húfi - fjárhagslegt sjálfstæði landsins - og þess vegna VERÐUR svona áreiðanleikakönnun að fara fram - STRAX! Leiði vísindaveiðar til sambærilegs endurmats á stofnstærðum hér við land og í Barentshafi 2005, gæti gefist tilefni til að auka mætti veiðar hér við land um allt að 70% sem gjörbreyta mundi möguleikum okkar til öflunar gjaldeyristekna, auk mikillar fjölgunar starfa, bæði á landi og sjó með auknum skatttekjum ríkisins og bættum hag okkar allra.
nafn kennitala
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2009 | 15:21
Þráhygga er það heillin.
Íhaldið og auðvitað Framsókn líka er fólk sem er svo illa haldið af þráhyggju að slíkt er með endemum. Sennilega alvarleg fráhvarfeinkenni eftir langvarandi klíkusamstarf og rækilegt og afar magnað kúlulán og eignarhaldsfélaga fyllerí. Málflutningur þeirra minnir helst á óráðshjal langt genginna fíkla eins og eru stundum sýnd í USA myndum. Þau meðvirkustu taka undir og reyna að samsinna og jánka ruglinu. Þau okkar sem erum orðin sæmilega edrú eftir túrinn eða var ekki boðið að borðinu, hristum bara höfuðið í forundran og segjum. Almættið forði okkur frá þessum sjúku valdafíklum sem enn eru á bömmer.
20.11.2009 | 01:25
Áskorun til Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra.
Ég vil hér með skora á hæstvirtan sjávarútvegsráðherra Jón Bjarnason að hefja nú þegar undirbúning svo kallaðra vísindaveiða á fiskimiðunum við Ísland. Þar er um að ræða sambærilega rannsókn og Hafrannsóknarstofnunin í Múrmansk lét fara fram í Barentshafi nýverið. Það er afar brýnt að fá úr því skorið með slíkri rannsókn hvort þéttleiki fisks á Íslandsmiðum sé í samræmi við mælingar Hafrannsóknarstofnunar eða ekki.
20.11.2009 | 00:47
Kona yfirmaður utanríkismála ESB
Catherine Ashton sem skipuð var í dag yfirmaður utanríkismála ESB. Gríðarlega stór og góður áfangi fyrir Evrópu að rödd kvenna skuli vera komin með svo mikið vægi. Lestur á ferli hennar er líka afskaplega ánægjulegur þar sem hún hefur unnið mjög ötullega að jafnréttis og menntamálum auk annarra starfa. Hamingjuóskir til Catherine Ashton og okkar allra, stelpur.
![]() |
Ashton á langan feril að baki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.11.2009 | 22:54
Skattatillögur sanngjarnar
Svo virðist sem skattatillögur ríkisstjórnarinnar sé sanngjarnar og réttlátar. Hægri blokkin er auðvitað ekki gjöð þar sem nú er skattbyrgðum skipt mun réttlátar en verið hefur um árabil. Yfirlýsingar hinn ýmsu hópa eru líka allar í takt við skoðanir hægrimanna og koma ekki á óvart.
![]() |
Þriggja þrepa skattkerfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.11.2009 | 23:30
Þjóðfundur
Þjóðfundurinn virðist hafa heppnast gríðarlega vel og vakið mikla athygli á erlendri grund. Þetta framtak er mjög einstakt í veröldinni og gefur algjörlega nýja sýn á þann veruleika sem heimurinn sendur frammi fyrir í dag. Þarna kemur grasrót einnar þjóðar saman og ræðir sín grundvallargildi. Skilaboðin sem komin eru fram eru skýr og þau eiga eftir að skapa umræðu sem vonandi verður uppbyggileg og þroskandi. Atburðir eins og hrun heils hagkerfis eru tækifæri til aukins þroska og sjálfsskoðunar, bæði hjá einstaklingum og ekki síður heilli þjóð. Það er horft til okkar Íslendinga og beðið eftir því hverju verður breytt og þá hvernig.
13.11.2009 | 21:21
Rannsókn á hvítflibbum.
Eva Joly hefur verið og er okkur mikill fengur til að ráðleggja við þá gríðarlegu rannsókn sem nú er hafin. Málið er ógnarstórt og teygir sig til annarra landa. Kröfur um handtökur voru háværar fyrstu mánuðina eftir hrun. Slíkt var mjög skiljanlegt,en sem betur fer var ekki rasað að neinu, heldur farið af stað af varfærni. Þá er ég að tala um upphaf þess að Ólafur Þór Hauksson tók til starfa. Ég hef mikla trú á að þessi rannsókn verði árangursrík og upplýsi það sem raunverulega gerðist og olli þessum óskaplegu hamförum.
![]() |
Vonaðist til að hitta Björk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.11.2009 | 20:10
Auddi og Sveppi - ágætis skemmtun
Þeir mega það félagarnir að þeir eru bráðskemmtilegir. Efnistök þeirra er frumleg og oft tekst þeim að hrista rækilega upp í manni. Þátturinn þeirra sem rónar var sláandi ádeila á samfélagið og sömuleiðis þar sem þeir fóru um í hjólastólum. Sveitaþættir þeirra í Hrútafirðinum fóru víst fyrir brjóstið á mörgum, en þar voru þeir bara að sína okkur inn í lífið eins og það gerist að kúabúi samtímans. Ég sá ekki neina niðurlægingu í neinu sem þarna fór fram heldur raunveruleikann sem skemmtilegu ívafi. Heldur fólkið á mölinni virkilega að strákarnir hafi farið þarna inn án vitundar og vilja þeirra sem búið reka og að "niðurlægja beljuna" eru hugleiðingar sem ekki eiga sér neina stoð í veruleikanum. Þetta var gert undir eftirliti og með tilsögn sæðingamanns og er bara sú aðferð sem mest er notuð við að kefla kýr (gera þær kálffullar) í dag.
10.11.2009 | 16:56
LÍÚ skælir
Ekki að furða þó LÍÚ skæli hástöfum, því nú eru þeir með sjávarútvegsráðherra sem ekki fer vel í vasa. Hann er að gera tillögur um að skerða sjálftökurétt útgerðanna. Þetta gæti þýtt að menn þurfi nú að fara að veiða meira sjálfir af úthlutuðum kvóta, geti ekki mokað öllu óunnu úr landi og hafi ekki rétt til að valsa með heimildir milli ára. Auka á líka ívilnum línubáta sem kvótakóngum þykir arfavitlaust. Sennilega verður skælt næstu mánuði, því bágt á ég með að trúa því að nefndarniðurstaðan verði þeim gleðiefni. Sennilega er hrunadansi sægreifanna að ljúka. Æ Æ Æ
![]() |
Í beinni andstöðu við fyrri yfirlýsingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
161 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.7.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar