LÍÚ skælir

Ekki að furða þó LÍÚ skæli hástöfum, því nú eru þeir með sjávarútvegsráðherra sem ekki fer vel í vasa. Hann er að gera tillögur um að skerða sjálftökurétt útgerðanna. Þetta gæti þýtt að menn þurfi nú að fara að veiða meira sjálfir af úthlutuðum kvóta, geti ekki mokað öllu óunnu úr landi og hafi ekki rétt til að valsa með heimildir milli ára. Auka á líka ívilnum línubáta sem kvótakóngum þykir arfavitlaust. Sennilega verður skælt næstu mánuði, því bágt á ég með að trúa því að nefndarniðurstaðan verði þeim gleðiefni. Sennilega er hrunadansi sægreifanna að ljúka. Æ Æ Æ


mbl.is Í beinni andstöðu við fyrri yfirlýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta snýst um það að aðgerðin lækkar leiguverð á kvóta til leiguliðana vegna aukins framboðs í lok ársins.

Ég bloggaði um þetta. 

Sigurður Þórðarson, 10.11.2009 kl. 17:02

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þessi yfirlýsing LÍÚ formannsins eru bestu meðmælin sem Jón Bjarnason getur fengið við frumvarp sitt.

Haraldur Bjarnason, 10.11.2009 kl. 17:42

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ha ha ha  mikið rosalegt kjafshögg er þetta á LÍÚ en að sama skapi afskaplega gleðilegt fyrir 99,99% af þjóðinni.

Þetta eigum við VG og Samfylkingunni að þakka.

Níels A. Ársælsson., 10.11.2009 kl. 19:55

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta er vonandi bara fyrsta skrefið til að koma skikki á þessi mál. Krókodílatár LÍÚ ættu að styrkja stöðu Jóns Bjarnasonar. Lækkun á leigukvóta er líka gleðiefni.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.11.2009 kl. 23:47

5 identicon

Sæl Hólmfríður mín.

Mér finnst bara hann Friðrik J. Arngrímsson alltaf vera ósammála öllu sem kemur frá Stjórnvöldum þessa lands. Hann er aldrei sammála um eitt eðe neitt sem er í gangi. Það finnst mér slæmt. En svona erum við nú bara misjöfn. Eigðu gott kvöld vinur.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

220 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 110319

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband