1.12.2009 | 00:55
Landbúnaður á Íslandi innan ESB
Vegna væntanlegrar inngöngu í ESB er nú viðhafður mikill hræðsluáróður fyrir hönd landbúnaðarins. Ég vil því velta þessu máli upp eins og ég sé það fyrir mér. Vaxandi áhugi er fyrir hvers kyns lífrænni framleiðslu og líkur til að þær afurðir hækki í verði frekar en hitt.
Mjólk úr íslenskum kúm þykir hafa einstaka eiginleika og mjólkurafurðir frá Íslandi er því hægt að markaðssetja enn frekar sem hágæðavöru. Landbúnaður snýst ekki bara um kýr og kindur, heldur svo ótal margt annað.
Eitt af því er varsla lands, náttúru og fornminja. Þar eru miklir möguleikar í bland við ferðamennsku. Skógrækt og landgræðsla munu líka aukast til muna svo og hvers kyns smáiðnaður. Möguleikar eru svo auðvitað fyrir hvers kyns rekstur til sveit og í þorpum og bæjum víða um landið.
Byggðastefna ESB er líka mun markvissari en við þekkjum hér svo fólk vítt og breytt um landið mun að mínu áliti eiga mun betri og fjölbreyttari möguleika en nú eru. Allar líkur eru svo á að matvælaþáttur landbúnaður fái notið styrkja frá Íslenska ríkinu á forsendum þess að Ísland verði skilgreint sem harðbýlt svæði.
30.11.2009 | 16:46
Dómsmálaráðherra undirritar samning við ESB um eflingu lögreglusamstarfs yfir landamæri
Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra undirritaði í Brussel í dag samning við Evrópusambandið um eflingu lögreglusamstarfs yfir landamæri, einkum í baráttunni gegn hryðjuverkum og glæpastarfsemi.
Þannig hefst frétt á www.visir.isum þetta þjóðþrifamál. Með samningnum er samþykktur gangkvæmur aðgangur að fingrafara og lífssýna söfnum svo og ökutækjaskrám. Ísland og Noregur eru ná að gerast aðilar að þessu samstarfi. Samningurinn um þessi mál gengur undir nafninu Prüm-samningurinn. Í bígerð er að efla samstarf á þessu sviðum enn frekar innan Schengensvæðisins. Enn einn frábær kostur samstarfs í Evrópu.
28.11.2009 | 22:58
Fæðingarorlof ekki skert.
Þetta eru svo sannarlega góðar fréttir og segir mér að ríkisstjórnin tekur mikilli gagnrýni. Svo eru það lánamál heimilanna, Árni Páll. Þar þarf að hlusta líka og það vandlega.
28.11.2009 | 19:33
Írum vegnaði betur í kreppunni með Evruna
Andstæðingar ESB voru duglegir að vísa í vandræði Íra í upphafi kreppunnar. Að þeir væru í mun meiri vanda vegna þess að þeir væru inna ESB og væru með Evruna. Við erum svo HEPPIN að vera utan ESB og með okkar eigin mynt, handónýta krónu. Nú kemur fram Írskur ráðherra og segir að Írar hefðu farið mun verr út úr kreppunni, hefðu þeir verið með eigin mynt. Þar höfum við það og hvað segja Heimsýnarfólk núna.
27.11.2009 | 17:50
Normenn bjóða aðstoð við rannsókn efnahagsbrota.
Gott að fá þetta boð frá Noregi. Þar er mikil þekking og reynsla sem við skulum endilega nýta okkur. Ekki veitir af því enn fjölgar málum sífellt. Samála Tor Aksel Busch að nú má ekki spara varðandi rannsókn, rekstur dómsmála og löggæslu. Það er margt annað sem við getum sparða við okkur og finnum ekki svo mikið fyrir. Hreinsa verður til í gjörspilltu fjármálakerfi og á öðrum sviðum þjóðfélagsins.
![]() |
Norðmenn vilja aðstoða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2009 | 23:13
Fagna þessari ákvörðun
Jafnaðarmenn á Íslandi eiga að vera mjög sýnilegur valkostur í næstu sveitarstjórnarkosningum. Að bjóða fram í nafni Samfylkingarinnar er besta leiðin til þess að mínu mati. Vissulega hafa víða verið boðnir fram listar þar sem fólk með svipaðar áherslur hefur tekið sig saman og boðið fram. En þar sem Samfylkingin er orðin eins stór og raun ber vitni og verið er að byggja hér upp samfélag sem byggir á jafnaðarstefnunni, þá er blátt áfram brýnt að kjósendur hafi skýrt val.
![]() |
Undir eigin nafni á Nesinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2009 | 18:26
Eins og við var að búast
Ólafur Þór Hauksson hefur nú svarað ásökunum lögmanns Baldur Guðlaugssonar vegna hörku í málssókn gegn Baldri. Einnig um leka upplýsinga frá embætti sérstaks saksóknarar og Fjármálaeftirlitinu. Eins og við var að búast, vísar Ólafur þeim ásökunum algjörlega á bug. Vísar það til kyrrsetningar eigna sem beri að tilkynna. Eftir þann gjörning fjölluðu fjölmiðlar um málið og ekkert óeðlilegt við það.
Þeir ósnertanlegu eru sem sagt orðnir snertanlegir og það í alvöru. Þegar farið er að grafa í gamla skítahauga, er aldrei að vita hverskonar ólykt getur blossað upp.
24.11.2009 | 14:10
Hverjum er ekki misboðið
Hart er sótt að sérstökum saksóknara vegna málsins gegn Baldri Guðlaugssyni. Hinir ósnertanlegu eru æfir og finnst verulega að sér vegið. Hópurinn sem hefur notið opinberar verndar áratugum saman má nú þola það að þeirra mál séu skoðuð fyrir opnum tjöldum. Að lög skuli ná yfir hina ósnertanlegu er bara hið besta mál og eðlilegt að rannsókn fari fram. Slíkt er löngu tímabært og þetta er bara fyrsta málið. Hef ekki trú á að Ólafur Hauksson láti segja sér fyrir verkum með þessum hætti. Embættið er orðið það öflugt og ráðgjafinn Eva Joly kallar ekki allt ömmu sína, sem betur fer.
![]() |
Lögmanni Baldurs algjörlega ofboðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2009 | 21:42
Hagar ekki til sölu
Það finnst mér í raun bara gott. Hef ekki góða tilfinningu fyrir því að fá þennan hóp sem kallar sig Þjóðarhag, með svo gríðarlega hlutdeild inn í matvörugeirann, eða öllu heldur fyrir því hverjir eru taldir standa þar á bak við. Jóhannes Jónsson og hans fjölskylda hefur sýnt það og sannað að það er hægt að reka matvöruverslun og selja það ódýrar vörur. Hvað Jón Ásgeir hefur verið að braska þar fyrir utan er bara í mínum huga allt annað mál.
![]() |
Hlutur í Högum ekki til sölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.11.2009 | 17:59
Obama vann fyrstu lotu.
Enn þokast tímamóta frumvarp Obama í heilbrigðismálum USA áfram í Bandaríska þinginu. Nú er það Öldungadeildin sem hefur samþykkt að taka málið á dagskrá. Þá er sá þröskuldurinn frá og vonandi tekst að komast yfir þann næsta. Mannréttindamál þar á ferð og ekki veitir af. Bendi á afar ömurlega frétt af manni sem dó eftir að hafa setið 8 mánuði í sama stólnum. Hann átti ekki rétt á læknishjálp gegnum tryggingakerfið.
![]() |
Obama vann fyrstu lotu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
161 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.7.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar