Er stjórnsýslan okkar hagkvæm og ódýr??

Þessi spurning hlýtur að leita á hugann nú um stundir þegar minna fé er til milli handa. Að mínu áliti eru ýmsar undirliggjandi ástæður fyrir því að verið er að halda úti mörgum stofnunum á vegum ríkisins um svipaða málaflokka, sem má sameina, án skerðingar á þjónustu. Í mögum tilfellun jafnvel til einföldunnar og sparnaðar fyrir okkur neytendur.

Þegar svo flókið klíkukerfi er um stjórnun eins lands, eins og hér hefur verið ofið á undanförnum áratugum er ekki von á einfaldri og ódýrri stjórnsýslu. Í fyrsta lagi erum við með stjórnarskrá síðan 1874 sem er sniðin að allt annarri þjóðfélagsgerð en hér er í dag.

Í öðru lagi eru stofnanaskipan ýmissa mála með þeim hætti að ekki hefur verið unnt eða fært að ráðast í viðamiklar umbætur og einföldum, þar sem þá hefðu margir vildarvinir verið styggðir, orðið að segja upp fólki með gamlar æviráðningar og annað í þeim dúr. Þess í stað hefur verið bætt nýjum og nýjum stofnunum utan og ofan á þær sem fyrir voru.

Í leiðinni hefur oft verið hægt að hygla stjórnmálastjörnum sem fallið hafa til jarðar eða aldrei náð flugi. Ýmsir forstöðumenn ríkisstofnana eru komnir í vel launuð störf eftir þeim leiðum. Þegar stjórnkerfið okkar var að mótast, voru samgöngur með allt öðrum hætti og stjórneiningar eins og sveitarfélög, umdæmi stofnana verið stærðarmörkuð miðað við þáverandi aðstæður. Smákóngarnir eru því svo margir og þeir vilja ekki með nokkru móti missa sína spóna úr öskum.

Nú er rætt um að sameina stofnanir, umdæmi, sveitarfélög og aðrar einingar í þjóðfélaginu. Það mun vissulega kosta sitt að gera slíkt, en mun skila aukinni hagkvæmni til lengri tíma lítið. Flokkar í núverandi stjórnarandstöðu, tóku ekki með afgerandi hætti á því að einfalda stjórnkerfið og því hefur það þanist út, þvert á stefnu a. m. k. Íhaldsins.

Svo dæmi sé tekið er nú verið að endurskipuleggja og hagræða í Heilbrigðiskerfinu. Sameining stofnana í ákveðnum landshlutum er að komast á, en ekki hefur það gengið hávaðalaust. Skólamálin eru líka gott dæmi. Þar hafa risið upp mótmælaöldur á sumum svæðum en önnur verið tilbúin til að fara nýjar leiðir, eins og verið er að gera á Vesturlandi og Vestfjörðum með kennslu gegnum netið til nemenda sem eru á mörgum stöðum og einn kennari sér um að kenna frá einni starfsstöð.


Óskað eindregið eftir betri aðgerðum fyrir heimilin

Að sögn Marinós G Njálssonar ritara Hagsmunasamtaka Heimilanna HH, sóttu allt að 1800 manns fund Samtakanna á Austurvelli kl 15 í dag 5 desember. Þar var áréttað það eindregna álit HH að aðgerðir stjórnvalda til bjargar heimilunum í landinu væru alls ófullnægjandi. Hópur sem kallar sig Nýja Ísland stóð einnig að fundinum.

HH hafa frá því í upphafi þessa árs bennt á nauðsyn þess að koma af sanngirni og með heilsteypum hætti til móts við heimilin í landinu. HH hafa frá upphafi ástundað vandaðan og vel rökstuddan málflutning, sem fylgt hefur verið eftir með vel útfærðum talnadæmum. HH hefur ekki fallið í þá gryfju að stunda mótmælaaðgerðir með hávaðasömum hætti á neinn hátt.

Þau hafa á móti uppskorið virðingu og að á þau hefur verið hlustað. Árangur þeirra er því góður og nú þegar farið er fram með eindregnar óskir/áskoranir til stjórnvalda, sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur tekið undir að vissu/töluverðu marki, er góð von til þess að ásættanlegur árangur náist.


Íslenska skattherfið það hægrisinnaðasta í heimi.

Þetta fullyrðir Jón Steinsson í grein sinni um skattamál á Íslandi sem birtist í Fréttablaðinu. Hann segir:

"Skattastefna stjórnvalda síðustu tvo áratugi hefur í stórum dráttum gengið út á það að auka hlut lág- og millitekjufólks í heildarskatttekjum þannig að unnt væri að lækka jaðarskatta, lækka skatta á fjármagn og draga úr tekjutilfærsluáhrifum skattkerfisins."

Nákvæmlega það sem Stefán Ólafsson prófessor við HÍ hefur haldið fram og Árni Matthísen mótmælti sem mest hann mátti í sinni ráðherratíð.

Um fjölþrepa skattkerfi segir Jón:

"Það vill nefnilega svo til að öll önnur efnuð OECD-ríki búa við fjölþrepaskattkerfi. Ísland er bókstaflega eina ríkið í Vestur-Evrópu sem ekki starfrækir slíkt skattkerfi. Í flestum OECD-ríkjum eru fleiri en þrjú skattþrep. Í Bandaríkjunum eru til dæmis sex skattþrep."

Ein tilvitnun að lokum í grein Jóns og haldið ykkur nú hægri menn; 

"Skattkerfið sem við Íslendingar höfum búið við undanfarin ár hefur verið það hægrisinnaðasta af skattkerfum allra efnaðra ríkja innan OECD. Skattkerfið okkar hefur t.d. verið langt til hægri við skattkerfi Bandaríkjanna. Og eru Bandaríkjamenn sjaldnast taldir sérlega vinstrisinnaðir"

Þar hafið þið það.


Skrípaleikur stjórnarandstöðunnar á Alþingi

Grimmur slagur er nú háður á Alþingi af hálfu stjórnarandstöðunnar um það að koma ríkisstjórninni frá með málþófi gegn afgreiðslu ICESAVE málsins. Hvað meinar þetta fólk, heldur það virkilega að betra sé að einangra landið, koma því í þá stöðu að hvergi sé hægt að leita aðstoðar, skera á aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og lán frá öðrum löndum. Halda hér áfram að hygla þeim ríku á kostnað hinna snauðu. Verði ICESAVE málið fellt eða stöðvað með öðrum hætti, erum við að sigla inn í miklu dýpri kreppu en nú er. Mörgum þykir nú að nóg sé komið, en þetta er bara smjörþefurinn af því sem koma mun ef einangrun lands og þjóðar verður staðreynd.


Ákvörðun forseta Alþingis mjög skiljanleg og skynsamleg

Þar kom að Forseti Alþingis gerði stjórnarandstöðunni skylt að ljúka fundi með tæmda mælendaskrá um Icesave málið. Önnur umræða um málið hefur staðið í yfir 60 klukkustundir og má ætla að nóg hafi verið sagt að sinni. Hvort þetta ráð Ástu Ragnheiðar dugar til að afgreiða málið til nefndar og þriðju umræðu, veit ég ekki með vissu, en tel það líklegt.


mbl.is Þingfundur þar til mælendaskrá er tæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta sannar að þrautsegja og staðfestaborgar sig!

Þessi saga af Inverjanum sem meitlaði jarðgöng í gegnum fjall að húsinu sínu, sannar svo ekki verður um villst að allt er mögulegt. Hafi viðkomandi bjargfasta trú á því sem verið er að gera og setur sér markmið i samræmi við það, þá munu hlutirnir ganga upp, þó slíkt geti tekið einhvern tíma.


mbl.is Hjó göng til að geta lagt bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eignarhald fjölmiðla - ritstjórn!

Varðandi eignaraðild að fjölmiðlum er það að segja að þar er að sjálfsögðu heppilegast að hafa hana sem dreifðasta hverju sinni. Hins vegar tel ég að hlutleysi fjölmiðla hér á landi sé afar vandmeðfarið nú um stundir, þar sem við erum sem þjóð í afar sérstaki stöðu. Tortryggni og vantraust er gríðarlegt og ekki að undra. Umfjöllun fjölmiðla um einstök mál er þar af leiðandi mjög vandasöm og viðkvæm fyrir gagnrýni. Á öllum þessum forsendum er því afar furðulegt á Morgunblaðsmenn skuli gefa þvílíkan höggstað á sér sem ráðning Davíðs í ritstjórastólinn tvímælalaust er. Sú hagsmunagæsla er því algjörlega grímulaus og án als sem kalla má siðferði


Fullveldi og samstarf við önnur ríki

Jón Kristjánsson fyrrverandi ráðherra - þingmaður og ritstjóri skrifar ágæta grein á pressuna undir fyrirsögninni hér að ofan og má lesa hana hér 

Jón er eins og allir vita Framsóknarmaður. Hann er þekktur fyrir að setja sínar skoðanir fram með hófstilltum hætti. Þarna lýsir hann viðhorfum sínum til umræðu líðandi stundar og hvernig við skuli bregðast.

Læt fylgja hér niðurlagsorð greinar Jón og hvet ykkur til að lesa greinina í heild sinni.

 " Nú um stundir er mjög áríðandi að gengið sé af heilindum til þess verks að  ganga úr skugga um hvers konar samningur okkur býðst um aðild að Evrópusambandinu.  Ég vil sjá viðræður í alvöru um stöðu sjávarútvegsins og landbúnaðarins við þær aðstæður.    Síðan tekur þjóðin afstöðu til þess  á grundvelli þeirra upplýsinga  hvort hún vill tengjast sambandinu.     Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að aðild að samtökum annarra þjóða geti samrýmst fullveldi og sjálfstæði Íslendinga.  " Undirstrikun er mín FB.


ÍSKYGGILEG RÁÐNING - segja Norrænu Blaðamannasamtökin um ritstjórann Davíð Oddsson.

Að mínu áliti er það jákvætt að blaðamannasamtök á Norðurlöndunum skuli veita kollegum sínum hér á landi faglegan stuðning og um leið aðhald. Sú staðreynd að Davíð Oddsson hefur verið ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins er virkilegt áhyggjuefni öllum þeim sem vilja fagmennsku sem mesta. Þarna er ekki um að ræða persónulegt álit eins eða neins á Davíð sem einstaklingi, heldur hitt að stjórnendur blaðsins telji það faglegt val að ráða fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóra, sem auk þess sætir rannsókn vegna hruns bankakerfis í landinu, til þessa starfs. Það tel ég vera merki um vítavert siðleysi og beinlínis rangt mat á því hvert gildi faglegrar fölmiðlunar er mikilvægt. Ég fagna þeim áformum blaðamannafélaga á Norðurlöndunum að halda ráðstefnu um þessa þætti hér á landi á komandi ári


Styrmir og Jón Baldvin um ESB

Hlustaði á þá Styrmi og Jón Baldvin takast á um ESB. Þar var svo sem ekki margt nýtt að finna. Styrmir talaði um þá samsæriskenningu að svokallaðar vinaþjóðir hefðu sótt fast að íslendingum á fjármálasviðinu og hrakið okkur í fang Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Jón Baldvin hrakti þá kenningu Styrmi og hvað okkur hafa komið okkur í þessa stöðu sem nú er uppi, ásamt því að fyrri ríkisstjórn hefði lofað að greiða ICESAVE eins og allir vita sem hafa augun opin.

Styrmir kom þá með klisjuna um auðlindaafsalið sem Heimsýnarfólk stagast á æ ofan í æ. Jón hvað allt slíkt tal rangt og vitnaði í okkar staðbundnu fiskistofna ásamt auðlindum annarra þjóða sem eru í þeirra umsjá og undir þeirra yfirráðum. Þegar hér var komið sögu fannst mér nóg komið og hvarf til annarra starfa.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

162 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 110684

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband