Skrípaleikur stjórnarandstöðunnar á Alþingi

Grimmur slagur er nú háður á Alþingi af hálfu stjórnarandstöðunnar um það að koma ríkisstjórninni frá með málþófi gegn afgreiðslu ICESAVE málsins. Hvað meinar þetta fólk, heldur það virkilega að betra sé að einangra landið, koma því í þá stöðu að hvergi sé hægt að leita aðstoðar, skera á aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og lán frá öðrum löndum. Halda hér áfram að hygla þeim ríku á kostnað hinna snauðu. Verði ICESAVE málið fellt eða stöðvað með öðrum hætti, erum við að sigla inn í miklu dýpri kreppu en nú er. Mörgum þykir nú að nóg sé komið, en þetta er bara smjörþefurinn af því sem koma mun ef einangrun lands og þjóðar verður staðreynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rétt, kreppan yrði miklu dýpri ef við náum ekki að semja um málið. Þetta fer fyrir dóm ella, og ríkið hefur tapað mörgum málum fyrir Evrópudómstólnum og EFTA-dómstólnum.

Ég held að þetta sé einhvers konar lýðskrum hjá þeim í stjórnarandstöðu. Þeir vita vel að það þarf að klára þetta, en ef þeir haga sér svona, þá geta þeir sagt eftirá: "sjáið til, þetta eru afleiðingarnar, við vorum á móti þessu."

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 20:42

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta flokkast undir athyglissýki, atkvæðaveiðar á vitlausum tíma og aðgerðir til að tefja aðildarviðræður við ESB. LÍÚ og Hádegismóahöfðinginn eru með puttana á fjarstýringunni.

Þetta er svo alvarlegt mál að mér finnst það nálgast það sem sumir kalla landráð.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.12.2009 kl. 21:48

3 identicon

Ég hef verið að hugsa það sama. Þetta getur orðið afar slæmt fyrir okkur þannig að þetta orð kemur upp í hugann.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

238 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 110241

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband