Íslenska skattherfið það hægrisinnaðasta í heimi.

Þetta fullyrðir Jón Steinsson í grein sinni um skattamál á Íslandi sem birtist í Fréttablaðinu. Hann segir:

"Skattastefna stjórnvalda síðustu tvo áratugi hefur í stórum dráttum gengið út á það að auka hlut lág- og millitekjufólks í heildarskatttekjum þannig að unnt væri að lækka jaðarskatta, lækka skatta á fjármagn og draga úr tekjutilfærsluáhrifum skattkerfisins."

Nákvæmlega það sem Stefán Ólafsson prófessor við HÍ hefur haldið fram og Árni Matthísen mótmælti sem mest hann mátti í sinni ráðherratíð.

Um fjölþrepa skattkerfi segir Jón:

"Það vill nefnilega svo til að öll önnur efnuð OECD-ríki búa við fjölþrepaskattkerfi. Ísland er bókstaflega eina ríkið í Vestur-Evrópu sem ekki starfrækir slíkt skattkerfi. Í flestum OECD-ríkjum eru fleiri en þrjú skattþrep. Í Bandaríkjunum eru til dæmis sex skattþrep."

Ein tilvitnun að lokum í grein Jóns og haldið ykkur nú hægri menn; 

"Skattkerfið sem við Íslendingar höfum búið við undanfarin ár hefur verið það hægrisinnaðasta af skattkerfum allra efnaðra ríkja innan OECD. Skattkerfið okkar hefur t.d. verið langt til hægri við skattkerfi Bandaríkjanna. Og eru Bandaríkjamenn sjaldnast taldir sérlega vinstrisinnaðir"

Þar hafið þið það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

og skilaði það ekki hærri tekjum inn í þjóðarbúið? skilaði það ekki svo miklum tekjum að allar skuldir fyrri vinstri skattastjórna,  ÓGR, Denna, Jóns Baldsins og allra þeirra, voru borgaðar upp? skilaði það ekki það miklu inn að hægt var að þenja út ríkisbáknið í anda vinstrimanna um 50% á nokkrum árum? að farið var úr ríkisútgjöldum upp á tæpa 300 milljaða í um 500 til 600 milljaða? næstum því tvöföldun. 

þetta eru kannski staðreyndir sem þú hefur engan áhuga á og lýtur framhjá því þú vilt bara sjá í eina átt og ekki neitt annað. svona til gamans víst þú ert svo hrifin af vinstri sinnuðu skattkerfi og hefur áhuga á ESB. hvar hefur aðaleigandi og stofandi Svíþjóð lögheimili? 

nei hann borgar ekki krónu til Svíþjóðar. hann var síðasti ríki svíinn til að flytja frá landinu. 

byrjar á T og endar ortola. 

Fannar frá Rifi, 3.12.2009 kl. 23:41

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Færslan mín hér á undan var ekki um upphæð skatttekna heldur um það hvernig þeim er skipt á herðar skattgreiðenda. Ráðstöfun skatttekna er annað og þar er líka munur á vinstri og hægri eins og þú getur réttilega um. Í tíð ríkisstjórnar Íhalds og Framsóknar voru tekjutengingar bótagreiðslna til lágtekju og millitekjufólks keyrðar svo í botn að hinir svokölluðu jaðarskattar voru í hæstu hæðum. Á sama tíma fékk hátekjufólk afar mildilega skattheimtu og það svo að að ekki einu sinni Bandaríkin komust með tærnar það sem við höfðum hælana. Útþensla ríkisbáknsins eins og þú talar um, er tilkomin að hluta til vegna þess að hlutur hinna verst settu hefur verið bættir. Auðvitað hafa fjárfestingar á vegum ríkisins líka komið inn, en á það ber að líta að eignir munu vera þar á móti.

Þú virðist vera talsmaður þess að þeir sem ekki geti bjargað sér sjálfir, óháð ástæðum þess, skuli bara éta það sem úti frýs eins og við segjum gjarnan. Þarna erum við á öndverðum meiði og ég stend fyllilega við þá skoðun mína að samfélagsleg aðstoð og jöfnuður skuli ríkja í landinu. Eitt af viðfangsefnum núverandi stjórnvalda er að endurskoða núverandi stofnanakerfi ríkisins og nútímavæða með margskonar hætti. Ráðningarkjör starfsmanna fjármálastofnana eru líka með slíkum ólíkindum að himinháir starfsloka og kaupréttarsamningar gera örfáa einstaklinga að auðmönnum án þess að þeir hinir sömu hafi til þess unnið á sömu forsendum og aðrir landsmenn.

Það eru því mörg þrifaverk framundan sem unnin verða þegar ICESAVE málþófi lýkur á Alþingi. Þú getur svo haldið áfram að verja þína skálka eins og þú villt, en ég tel mig hafa það góða yfirsýn yfir samfélagið að ég geti svarað þínum fullyrðingum sem oft eru án innistæðu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.12.2009 kl. 12:15

3 identicon

Alltof flókið skattkerfi og skattprósentan alltof há. Það er skattkerfið okkar í hnotskurn. Það er bara þannig.

Eigðu góða helgi vinur.

Með bestu kveðju.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 15:48

4 identicon

Þó svo að fjármagnstekjur hafi verið 10%, þá fluttu auðmennirnir fjármagnið úr landi. Þeir vilja enga skatta borga, alveg sama hversu lágir þeir eru.

Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem þandi opinbera kerfið upp í 50%, þvert á sína "stefnu". Sá flokkur hefur einfaldlega ekki staðið sig og er sannkallaður svika flokkur.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 00:43

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þegar svo flókið klíkukerfi er um stjórnun eins lands, ein og hér hefur verið ofið á undanförnum áratugum er ekki von á einfaldri og ódýrri stjórnsýslu. Í fyrsta lagi erum við með stjórnarskrá síðan 1874 sem er sniðin að allt annarri þjóðfélagsgerð en hér er í dag. Í öðru lagi eru stofnanaskipan ýmissa mála með þeim hætti að ekki hefur verið unnt eða fært að ráðast í viðamiklar umbætur og einföldum, þar sem þá hefðu margir vildarvinir verið styggðir, orðið að segja upp fólki með gamlar æviráðningar og annað í þeim dúr. Þess í stað hefur verið bætt nýjum og nýjum stofnunum utan og ofan á þær sem fyrir voru. Í leiðinni hefur verið hægt að hygla stjórnmálastjörnum sem fallið hafa til jarðar eða aldrei náð flugi. Ýmsir forstöðumenn ríkisstofnana eru komnir í vellaunuð störf eftir þeim leiðum. Þegar stjórnkerfið okkar var að mótast, voru samgöngur með allt öðrum hætti og stjórneiningar eins og sveitarfélög, umdæmi stofnana verið stærðarmörkuð miðað við þáverandi aðstæður. Smákóngarnir eru því svo margir og þeir vilja ekki með nokkru móti missa sína spóna úr öskum.

Nú er rætt um að sameina stofnanir, umdæmi, sveitarfélög og aðrar einingar í þjóðfélaginu. Það mun vissulega kosta sitt að gera slíkt, en mun skila aukinni hagkvæmni til lengri tíma lítið. Flokkar í núverandi stjórnarandstöðu, tóku ekki með afgerandi hætti á því að einfalda stjórnkerfið og því hefur það þanist út, þvert á stefnu a. m. k. Íhaldsins.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.12.2009 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

217 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 110335

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband