Samkeppniseftirlitið gerir athugasemd við samruna KS og Mjólku

Þessi athugasemd Samkeppniseftirlitsins um fákeppni í mjólkuriðnaðinum er löngu tímabær. Í raun hefur verið mikil fákeppni á markaði fyrir landbúnaðarvörur undanfarna áratugi ef undan eru skildar svína og hænsnaafurðir, þó mismikið eftir greinum og tímabilum. Verð á þessum vörum hefur líka verðið ákveðið af þar til völdum hópi fólks í gegnum árin. 

Neytendur hafa í félagi við skattgreiðendur (í raun sami sjórinn) greitt fyrir afar óhagkvæman rekstur landbúnaðar og yfirvöld hafa í krafti sóttvarna hamlað innflutningi á mjólk og kjöti. Væntanlega fer þeim tíma að ljúka og bændur verða þá um leið að finna hagkvæmar stærðir fyrir bú sín og ná niður kostnaði við reksturinn.

Þegar fréttir af samruna KS og Mjólku fóru að berast þá leist mér ekki á en var samt efins um að eitthvað yrði gert í málinu. Því fagna ég þessum fréttum eins og áður sagði og vænti þess að þarna sé fyrsta skrefið af mörgum í átt til frjálsrar verðmyndunar á landbúnaðarvörum á Íslandi.


Er Bjarni Ben aðili að fjáglæfrum með bótasjóði Sjóvá

Hann var íbygginn og með fagmál fjárfesta á vörum Íhaldsformaðurinn í kvöldfréttunum.  Kenndi DV pressunni um að draga mannorð sitt í svaðið. Ég segi nú bara eins ÞKG, "hann er alveg fullfær um að tortíma sig sjálfur". Hann minnti mig líka óþyrmilega á blinda og heyrnarlausa ráðuneytisstjórann sem ekkert vissi um stöðu Landsbankans þrátt fyrir að hafa setið marga fundi um málið.

BB var stjórnarformaður, en vissi samt ekki hvað fór fram, æ æ ekki mjög trúlegt.


Staða hælisleitenda á Íslandi

Horfði á hælisleitanda í kvöldfréttunum og rann mjög til rifja hve aftarlega við erum á merinni í málefnum þeirra. Svo virðist sem engu máli skipti hverjar aðstæður eru í því landi sem fólk kemur frá. Það er eins og klífa hálan brattan hamar að fá hér landvistarleyfi. Á tímum Nasista í Þýskalandi voru gyðingar sendir til baka og enduðu í Gasklefunum. Mannréttindi virðast fótum troðin og í skjóli ógnar stranga lagareglna er fólk sent til baka. Ungi maðurinn lýsti sínum aðstæðum í æsku þar sem börn voru miskunnarlaust kvödd til herþjónustu. Við verðum að breyta um stefnu og taka á málum hælisleitenda af mannúð, skilningu og umhyggju


ICESAVE til fjárlaganefndar

Góðar fréttir og vonandi verður settur meiri kraftur í eftirfylgni málsins í þriðju lotu.
mbl.is Meirihluti samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mál Baldurs Guðlaugssonar gegn Sérstökum Saksóknara þingfest.

Þessi frétt er mjög athyglisverð og sýnir afar vel hve vanda þarf alla málssókn gegn þeim sem talið er að hafi misfarið með vald og upplýsingar fyrir og í hruninu. Fólk eins og BG hefur góða möguleika á að fá til liðs við sig færustu lögmenn sem leita með fína lúsakambinum að misfellum í málatilbúnaði gegn þeim. Því hefur öll vinna við rannsókn á hruninu verið afar tímafrek og hana þarf að vanda mjög. Fólk krafðist tafarlausrar handtöku meints brotafólks strax eftir hrunið. Sem betur fer var slíkt ekki gert, því aðgerðir af því tagi hefðu hæglega getað spillt svo málsmeðferð að meirihluta mála hefði orðið að fella niður vegna formgalla.


Áætlun INF ekki talin raunhæf

Hvað er raunhæft og hvað ekki, þegar heilt samfélag hrynur. Ekki get ég svarað því og mér finnst ekki raunhæft að því verði svarað svo glatt nú um stundir. Við erum í miðri ánni ennþá, rúmu ári eftir að allt hrundi. Stjórnarandstaðan stendur þver vegna ICESAVE og reynir að telja kjósendum trú um að þar sé verið að verja hag almennings. Ekki trúlegt að mínum dómi, verið er að bítast um völd og jafnvel verið að verja hag þeirra sem eiga yfir höfði sér lögsóknir vegna markaðsmisnotkun af margskonar tagi. Baldur Guðlaugsson krefst þess að rannsókn á innherjaviðskiptum hans verði hætt nú þegar.

Hrunið verður að rannsaka og gera upp skuldir vegna þess hvort sem um er að ræða fjárhagslegar eða vegna lögbrota sem framin voru. Endurskoða stjórnkerfið og jafna byrgðum samfélagsins eins og hafið er. Ganga til liðs við ESB og koma okkur í skjól fyrir tilraunastarfsemi af hendi sjálfsskipara bjargvætta í nafni frelsis í viðskiptum. Þjóðin er nú eins og lak á snúru sem hangir á einni klemmu í nokkrum vindi. Okkur vantar festu og jafnvægi og það sem fyrst.


Karlar dæmdu konu til dauða fyrir hórdóm.

Óskaplega eigum við konur veraldar langt í land með að ná fullum mannréttindum. Og á svo mörgum sviðum, þetta með "hórdóminn" er bara toppur á risastórum botnföstum jaka sem verður að mola niður svo við stöndum körlum jafnfætis um allan heim. Hvílíkt óréttlæti sem gefur körlum rétt til að umgangast konur eins og hluta af sínum "eignum".  sem þei geti ráðstafað að vild. Við Íslendingar teljum okkur framarlega í þessum málum og erum það. Samt viðgengt hér að karlar selji afnot af konum sínum í vændi, fari með þær eins og þræla og annað slíkt.


mbl.is Ætluðu að lífláta konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fundur leikstjórans og fleiri með fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Finnst vera sú lykt af málflutningi þeirra nafna (Gunnar S og Gunnar Sk) að þeir hafi verið með fyrirfram mótaða afstöðu til málsins. Hvort mitt lyktarskyn er rétt á eftir að koma í ljós, en mér finnst fremur hæpið að þeir félagar hafi næga yfirsýn yfir málin til að geta ályktað með þessum hætti.


mbl.is Áætlun AGS „Excel-æfing“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norður Kórea annað tveggja "sjálfstæðra ríkja" í veröldinni í dag?

Hvað koma svartar gallabuxur þar við sögu?

Í viðtali Boga Ágústsonar á Ríkissjónvarinu um daginn þar sem hann ræddi m.a. um hugtakið “sjálfstæð ríki”við starfsmann ESB, sagði Bogi að það mætti segja að í raun væri bara 2 “sjálfstæð ríki” í veröldinni í dag, Norður Kórea og Burma. Þar átti hann við að þessi ríki væru án samvinnu og samskipta við önnur ríki. Það er vissulega afar þröng túlkun á þessu hugtaki og vafasamur ávinningur af slíku “sjálfstæði” svo ekki sé meira sagt.

Svíar vilja ekki flækjast í milliríkjaþrætur og lái þeim hver sem vill. Þarna eru viðskipta- og samskiptahömlur á svo háu stigi að okkur Íslendingum er nánast ógerningur að skilja til fulls. Samt eru alltaf einhverjir sem segjast vilja allt til vinna að halda okkur frá meira samstarfi við önnur lönd og bera við ást sinni á sjálfstæði þjóðarinnar. Getur verið að þeir vilji samskonar sjálfstæði og Norður Kóreumenn “njóta”

 


Hinn blákaldi veruleiki varðandi ICESAVE og málþóf stjórnarandstöðunnar.

Þó þú ágæti lesandi þessa bloggs, sért á móti því að taka á þig skuldbindingar vegna ICESAVE og flestir Íslendingar séu sammála þér og ég þar með talin, er hinn blákaldi veruleiki samt sá að við VERÐUM AÐ TAKA ÞESSA SKULD OG SAMÞYKKJA ÞANN SAMNING SEM FYRIR LIGGUR.

Það er einfaldlega búið að ganga þannig frá málum af hendi ráðherra forsætis- og fjármála í þeirri ríkisstjórnar sem sat við völd þegar fjármálakerfið hrundi, að ekki er um annað að ræða, því miður en ég vildi svo sannarlega að svo væri ekki.  

Af þáverandi Seðlabankastjóra Davíð Oddsyni sem klúðraði okkar málstað í beinni útsendingu í kastljósviðtalinu fræga, sem leiddi af sér Hryðjuverkalögin frá Bretum.

Það er bara ekki önnur leið fær því miður, en að samþykkja samninginn og það veit stjórnarandstaðan manna best. Málþófið er heldur alls ekki til að gæta hagsmuna þjóðarinnar, heldur þeirra eigin gjörspilltu valdahópa sem höndla með óveiddan fisk og hafa höndlað með önnur helstu fjöregg þjóðarinnar undanfarna áratugi.

Nú er komin tími til fyrir hinn almenna skynsama borgara í þessu landi að sjá í gegnum allt skrumið og koma auga á hina grímulausu eiginhagsmunagæslu sem þarna er á ferð.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

162 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110682

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband