19.12.2009 | 15:44
Meira um dóminn yfir bóndanum fyrir austan.
Hlustaði á Yfirdýralækni tjá sig um þennan dóm og er honum sammála að svo miklu leiti sem ég þekki málið. Raunar segja myndir af dauðu og grindhoruðu sauðfé mjög mikið um þá umhirðu sem blessaðar skepnurnar hafa fengið.
Ef sá skilningur minn er réttur að Bændasamtökin hefðu viljað að mildum höndum hafi verið farið um bóndann á kostnað dýranna, þá eru Bændasamtökin á algjörum villigötum. Sá aðili sem vanrækir sinn búfénað svo gróflega eins og áður nefndar myndir sýna, á ekki að fá aftur heimild til að halda búfé. Um fésektir skal svo farið samkvæmt lögum.
Oddvitinn á Djúpavogi tjáði sig líka um málið nýlega í sjónvarpi og var mjög ósáttur. Þetta mál verður að mínu áliti að taka upp aftur og endurskoða dóminn, en verði það ekki gert er nauðsyn að áfrýja því til Hæstaréttar. Trúi reyndar ekki öðru en að það verði gert.
19.12.2009 | 15:31
Hugleiðing um hugsunarhátt þjóðarinnar.
Við Íslendingar erum vel upplýst og vel menntuð þjóð. Það er því með ólíkindum hve margir þegnar þessa lands eru enn með gamlan hugsunarhátt, að dómgæsla sé í höndum fólksins á götunni. Það megi grýta þann "seka" og fordæma hann úr samfélaginu, án undangenginnar rannsóknar og dómsmeðferðar.
Margur virðist hafa gleymt því að við höfum lög í landinu, höfum dómsvald, sérstakan saksóknara, sérstakan ráðgjafa Evu Joly sem er sögð mjög hörð og fari auk þess ekki í manngreinar álit. Margur virðist líka ekki taka eftir því að núverandi stjórnvöld eru að gera mjög róttækar breytingar á okkar þjófélagsskipan og það er verið að leitast við því með öllum tiltækum og lagalegu ráðum að uppræta spillingu í samfélaginu.
Við gerum það ekki með því að skjóta fólk á færi eða í návígi, heldur með vandaðir rannsókn og málsmeðferð þar sem það á við. Og með vandaðri skoðum og breytingum á starfsháttum, sameiningu stofnana, einföldum og öllum þeim ráðum sem tiltæk eru og henta á hversu sviði fyrir sig. Þar er ekki unnið að hætti þeirra sem fordæma, útskúfa, alhæfa, benda á sökudólga og vilja síðan aflífa.
Þessar hugleiðingar mínar eru tilkomnar vegna ofsafenginna umræðna um mörg þeirra mála sem á okkur brenna þessa dagana. Nú síðast er tekinn slíkur fordæmingarslagur vegna væntanlegs Netþjónabús á Suðurnesjum. Á því svæði er mikið atvinnuleysi og gríðarleg umræða um þau mál (og ekki öll á rökrænum forsendum) Síðan semur Iðnaðarráðherra við fyrirtæki um byggingu og uppsetningu áðurnefnds netþjónabús og þá fara bloggara og aðrir hamförum af því einn hluthafinn átti í gamla Landsbankanum.
Ekki minnst orði á atvinnutækifærin, fyrirtækið ekki að menga með útblæstri, þetta er ný og vænleg leið til að fá hingað erlent fjármagn, að fá hingað arðvænleg fyrirtæki og þar fram eftir götunum.
18.12.2009 | 23:19
Stjórnmálamaðurinn Ingibjörg Sólrún
Ég hef dáðst að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir sem persónu og stjórnmálamanni frá því hún leiddi Reykjavíkurlistann til valda í Reykjavík. Þá kosninganótt vakti móðir mín með mér og við fylgdumst spenntar með talningu atkvæða.
Í minningunni er þetta björt vornótt þar sem vonin lá í loftinu og sú skynjun var afar sterk að nú væru tímamót í stjórnmálum á Íslandi. Íhaldinu tókst með klækjum að koma á hana höggi svo hún varð að segja fá sér sem borgarstóri. Það var afskaplega ljótur leikur og óheiðarlegur. Þegar hún síðan varð formaður Samfylkingarinnar og fór að beita sér í landsmálunum, varð Íhaldið að setja af stað alla sína áróðursvél til að sverta þessa konu og allt sem hún sagði.
Borgarnesræðan var nefnilega svo sönn og sagði á svo einfaldan hátt frá þeim klækjastjórnmálum sem hér voru stunduð um áratugaskeið. Þá var róðurinn hertur til mikilla muna, snúið út úr öllu og rangfærslurnar endurteknar svo oft að margir trúðu. Samt voru margir sem vissu betur, vissu að hún var að stinga í kýli sem var orðið mjög stórt og áberandi. Það kom líka á daginn að kýlið sprakk framan í þjóðina og Íhaldið hefur æ síðan alið á því að Samfylkingin beri svo mikla ábyrgð af því flokkurinn hafði verið í stjórn í 18 mánuði.
Það voru kannski klókindi af Íhaldinu að fá Samfylkinguna með í stjórn á þessum tíma til að geta vellt flokknum upp úr Íhaldsskítnum þegar hann fór að vella um allt samfélagið. Þó ráðamenn hjá Íhaldinu segist ekki hafa vitað um þetta eða hitt í aðdraganda hrunsins, eru nú að koma fram upplýsingar úr fundargerðum það sem innsti hringurinn var að funda um ástandið sumarið 2008. Það á margt eftir að koma í ljós og það er ég viss um að þjóðin mun verða verulega undrandi á öllum þeim klækjum sem beitt var. Bíð eftir skýrslu Alþingis og hvað þar verður upplýst, ekki að ég hlakki til. En það er bara nauðsynlegt að upplýsa um það sem hér gerðist í raun.
18.12.2009 | 18:40
Netþjónabú á Suðurnesjum - ánægjulegt að framkvæmdir eru að hefjast
Mikið fjaðrafok hefur orðið í þjóðfélaginu vegna eignarhlutar Björgólfs Thors Björgólfssonar í Verner Holding sem hyggst reisa Gagnaver á Reykjanesi. Sérstaklega hefur fólk farið mikinn vegna þess að samið er um ákveðna afslætti til fyrirtækisins, af hálfu ríkisins. Fjármálagjörningar BTB fyrir og í hruninu eru örugglega til skoðunar eins og svo margt annað. Það að BTB skuli eiga hlut í VH er bara allt annað mál og afslættir til fyrirtækisins eru samkvæmt reglum sem gilda um erlendar fjárfestingar og ekkert við það að athuga. Samkvæmt fréttum eru þessir afslættir lægri en veittir hafa verið til annarra fyrirtækja. Nú er verið að byggja upp og ánægjulegt er þetta fyrirtæki sé að verða að veruleika og þar með mörg störf fyrir Suðurnesjamenn.
18.12.2009 | 00:49
Dómur vegna vanrækslu bóndans nærri Djúpavogi
Eigi þessi dómur sér einhverja stoð í lögumum dýrahald á Íslandi, eru þau lög verulega gölluð. Það er hreint með ólíkindum að við skulum upplifa það hér á landi í upphafi 21. aldarinnar, að bóndi skuli komast upp með slíka vanrækslu á þess að sæta ábyrgð.
17.12.2009 | 21:27
Sannsögli getur borgað sig - sláandi dæmi um afleiðingar ósannsöglis.
Það hefur löngum verið talin dyggð að segja satt. Þeirri dyggð hefur þó ætíð verið framfylgt að mismikilli festu. Stundum er raunar bannað að segja eins og er og þá er talað um trúnaðarmál.
Þegar embættismaður í hárri stöðu í stjórnkerfinu ber að hann hafi ekkert vitað um atburðarás sem tengist vinnunni hans mjög mikið, þá hættir ýmsum til að rengja þá yfirlýsingu. Nú hefur reyndar komið á daginn að þessi sami embættismaður sagði ósatt og það sem verra er að hann nýtti sér vitneskjuna til að selja eign sem hann sjálfur vissi að væri jafnvel lítils eða einskis virði.
Vantraust er mikið í okkar samfélagi nú um stundir og þessar fréttir sem hér eru til umfjöllunar munu enn auka á það vantraust. Þetta mun vafa laust bitna á ýmsum starfsmönnum stjórnkerfisins og valda því að þeir verða að áliti margra, taldir óheiðarlegir.
Krafa embættismannsins um að mál hans yrði látið niður falla, bendir líka mjög til þess að á undanförnum árum og jafnvel áratugum hafi fólk í svipaðri stöðu, getað treyst á að um mál þeirra væri þagað og jafnvel að þau hafi verið felld niður, þrátt fyrir grun umsekt.
Slík skilaboð eru ekki það sem okkur vantar núna, en þau eru eigi að síður staðreynd. Rotnun samfélagsins virðist því vera mjög víðtæk og hafa viðgengist lengi. Hrun fjármálakerfisins hefur leitt það af sér meðal annars að við erum nú knúin til að taka algjörlega til í okkar samfélagi frá a til ö.
Sem betur fer eru núverandi stjórnvöld meðvituð um þessa þörf, en tæplega hefur nokkur haft heildaryfirsýn á hið gríðarlega umfang málsins. Hreinsun er þó hafin og ekki vanþörf á.
![]() |
Baldur staðinn að ósannindum" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2009 | 18:16
Eitt skattumdæmi á Íslandi
Löngu tímabær tillaga. Við erum fá í stóru landi og það er bara til að flækja málin að skipta okkur í marga dilka, þegar einn nægir. Bara að finna önnur störf fyrir þá Siglfirðinga sem vinna á Skattstofu Norðurlands vestra.
![]() |
Vilja láta vísa skattamálinu frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.12.2009 | 02:43
Sammála Steingrími J
Það má með sanni segja að vel hafi verið sloppið með fjáraukalaugin að þessu sinni. Ósköpin sem áhafa gengið eru með þeim endemum að slíkt er vandfundið. Vona svo sannarlega að næsta ár verði friðsamlegra og betri vinnufriður.
![]() |
Steingrímur: Vel sloppið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.12.2009 | 15:58
Verða skeggjaðir afram
Þeir kappar Tommi og Úlfar ætla ekki að raka sig fyrir jólin eins og vonast hafði verið til. Ekki það að skeggið á þeim skipti öllu, en tilefnið skiptir okkur öll miklu máli. Þá er bara að þreyja Þorrann og Góuna, eins og sagt var og vona að skeggið fjúki með hækkandi sól.
![]() |
Skeggið fær ekki að fjúka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.12.2009 | 14:11
Til hamingju Obama
Það er ekki alltaf gott að sjá hvernig hlutir munu þróast, en ég tel nokkuð ljóst að til þess að gera Talibana óvirka, verði því miður að efla herlið í Afganistan. Vona svo sannarlega að þær fyrirætlanir beri góðan árangur til lengri tíma litið.
![]() |
Obama tekur við Nóbelnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
162 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar