Verða skeggjaðir afram

Þeir kappar Tommi og Úlfar ætla ekki að raka sig fyrir jólin eins og vonast hafði verið til. Ekki það að skeggið á þeim skipti öllu, en tilefnið skiptir okkur öll miklu máli. Þá er bara að þreyja Þorrann og Góuna, eins og sagt var og vona að skeggið fjúki með hækkandi sól.


mbl.is Skeggið fær ekki að fjúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

eru þeir ekki báðir "hangandi" yfir pottunum - flott að fá skegghár í matinn svona jólaskegg eða hitt þó heldur, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því Hólmfríður

Jón Snæbjörnsson, 10.12.2009 kl. 16:11

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Áhyggjur eru heldur ekki mín deild. Verkefni dagsins eru leyst og svo er tekist á við þann næsta. Þegar sláturhúsið hérna á Hvammstanga var að hefja útflutning á fersku dilkakjöti á tiltekið Evrópuland/svæði (sem ég man ekki hvert var), voru karlmenn með skegg og unnu við að hantéra kjötið, skyldaðir til að nota skegghlífar. Þær gætu komið sér vel fyrir kokkana eða þeirra kúnna.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.12.2009 kl. 22:53

3 identicon

Þeir eru flottir svona, þeir Tommi og Úlfar. Mjög flottir svona. En ég held að þeir verði orðnir ansi skeggjaðir áður en að stýrivextir fara í eins stafs tölu. Það held ég nú. En eigðu gott kvöld og gangi þér sem best.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 18:06

4 identicon

Við verðum að vona að Seðló nái áttum og fari að koma vöxtum hér niður í skikkanlegt horf, svo karlarnir geti rakað sig.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 08:33

5 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég efast um mikilvægi hárra stýrivaxta.

Jón Halldór Guðmundsson, 15.12.2009 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

220 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 110319

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband