Skilaboð Guðmundar Sesars - ÞÁ SKALTU LIFA -

Þau eru skýr skilaboðin frá Guðmundi Sesar. ÞÁ SKALTU LIFA. Við skulum halda áfram, ekki gefast upp, ekki missa móðinn. Slíkt er bara ekki í boði. Við erum rík sem þjóð, vel menntuð og upplýst um nýjustu tækni og margskonar möguleika til að komast af. Við verðum að standa saman og telja kjark hvert í annað. Við höfum ekkert að óttast, við skulum lifa og vinna okkur frá því sem gerst hefur. Því eins og kona sagði í kvöldfréttunum. ÓTTINN ER SKANDALL ÁRSINS 2009 - BURTU MEÐ HANN.


Stuttur fyrningarfrestur stjórnmálamanna.

Sem betur fer er það skýrt í lögum hér á landi hver er fyrningarfrestur stjórnmálamanna. Hann er samt nokkuð stuttur miðað við aðra fresti um önnur afbrot. Þessi stutti fyrningarfrestur verður að sjálfsögðu til þess að margt í aðdraganda hrunsins kemur ekki til rannsóknar. Ég vænti þess eigi að síður að verk þeirra sem voru við stjórnvölinn á síðustu þrem árum verði skoðuð og ábyrgð þeirra metin.  


mbl.is Fyrningarfrestur þrjú ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rómantísk þjóðernisvitund.

Eiríkur Bergmann lektor við Háskólann á Bifröst telur að það muni verða rómantísk þjóðernisvitund sem verði til þess að við fellum samninginn um aðild að ESB. Ekki vil ég rengja lektorinn, hann segist lesa þetta úr umræðunni í samfélaginu. En hvað gerir okkur svo mikið öðruvísi en aðra jarðarbúa þó við búum á Íslandi.

Við erum mjög til í að sækja það sem okkur vanhagar um til annarra landa, um þverann hnöttinn ef ekki vill betur til sem er hið besta mál. Við erum mjög dugleg að taka upp hvers kyns nýjungar frá öðrum löndum og teljum líka sjálfsagt að við getum selt okkar nýjungar til annarra landa sem er auðvitað frábært. Við tökum þátt í alþjóðlegu samstarfi á mjög mörgum sviðum og teljum okkur vel gildandi þar sem er líka sjálfsagt.

Ef það er minnst á að við tökum fullann þátt i sambandi fullvalda Evrópuþjóða, þá er það stórhættulegt. Ég hef töluvert skrifað um aðildarumsókn okkar og hef aldrei dregið dul á þá skoðun mína að ég telji hag okkar betur borgið þar inni, en fyrir utan.

Og ekki hefur skort á skrif andstæðinga ESB aðildar. Hafa þau einkennst mjög að innihaldslitlu tali um mína greind og glóru sem sé trúlega horfin. Svo er það blessað sjálfstæðið sem fólki er svo sárt um. Gallinn er bara sá að ég tel það alls ekki svo að við séum að glata okkar sjálfstæði eða fullveldi. Sjávarútvegurinn og bændastéttin eru líka notuð í þessum skrifum andstæðinganna.

Nú vil ég spyrja andstæðinga aðildar um það í fullri alvöru. Hvernig sáið þið fyrir ykkur að við náum að koma hér á stöðugleika, lækka vexti til jafns við nágrannalöndin, afnema verðtrygginguna, viðhalda þeim lífskjörum sem hér eru með allri þeirri þjónustu sem nú er í landinu. Þessar spurningar læt ég nægja í bili, vona bara að þið fáið ekki sár á kollinn við að klóra ykkur fram úr því að svara þessu á raunhæfan hátt.


Nú er ég ekki sammála Steingrími Joð.

Steingrímur Joð talar um að krónan okkar sé vel nothæfur gjaldmiðill og muni svo vera áfram. Sérstaka athygli vekur að hann skuli telja hana sérlega hagstæða okkur nú um stundir. Er það ekki einmitt staða krónunnar sem hefur sett fjölmörg heimili hér á landi á vonarvöl.

Gengishrunið og verðbólgan hafa þanið út skuldapakka heimila og fyrirtækja með þeim ógnarkrafti að leita verður til landa í hinum svokallaða þriðja heimi til að finna hliðstæðu. Það er að vísu rétt að útflutningsgreinarnar hafa það mun skárra núna en áður, hvað varðar verð sem fæst erlendis frá.

En þessi sömu fyrirtæki eru að kljást við okurvexti, verðbætur, gjaldeyrishöft og fleiri vandamál sem tengjast því að við erum með krónuna. Það að hann skuli segja þetta er auðvitað fyrst og fremst tengt andstöðu hans við aðild að ESB.

Hrunið hér varð líka mun stórkostlegra en það hefði ella orðið, vegna þess að við vorum og erum með sjálfstæðan gjaldmiðil. Þetta vita allir sem það vilja viðurkenna og örugglega Steingrímur líka.


Lambasteik á heimsmælikvarða

Litla fjölskyldan mín var að standa upp frá því að snæða dýrindis steikt lambalæri. Þetta er með allra bestu lambasteik sem ég hef borðað á ævinni. Á Hvammstanga er lítil kjötvinnsla, Kjöthornið sem Guðmundur Helgason kjötiðnaðarmaður á og rekur. Keyptum hjá honum 3 læri fyrir jólin til að gefa 2 börnum okkar og 1 til eigin nota. Það var einmitt lærið frá Guðmundi sem við vorum að borða. Þessi læri kryddaði Guðmundur 14 des og þau hafa síðan verið í kæli. Kryddið milt og bragðgott án þess að yfirgnæfa sjálft kjötbragðið.  Steikin orðin mjög meir og kryddbragðið búið að ná vel inn í kjötið. Ef þið viljið virkilega gera ykkur dagamun þá er bara að hafa samband við Kjöthornið Strandgötu 1 Hvammstanga.


Einstök björgun

Þessi saga er í senn bæði dapurleg,  hjartnæm og gleðileg. Ungi maðurinn hélt lífi sínu, þökk sé tengdaföður og almættinu. En sá eldri lést, fórnaði sér fyrir tengdasoninn og um leið dóttur sína  og lítinn dótturson. Ég sendi fjölskyldum þessara manna mínar dýpstu samúðarkveðjur og bið Guð að blessa minningu Guðmundar Sesars. 


mbl.is „Þá skaltu líka lifa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppbyggingin er hafin

Þrátt fyrir að vinnulið fyrrverandi bónda sé á búinu og tefji og spilli eins og því er unnt, þá er uppbyggingin hafin og áætlanir um endurreisnina komnar á skrið. Það er bara verst að óreiðufólk hefur verið í vinnuliðinu og því var fenginn góður og gegn hreppstjóri til að koma skikki áhlutina og innheimta landsskuldir sem eru útistandandi. Auk þess var úttekt fyrri bónda veruleg rífleg hjá kaupmanninum. Nýi bóndinn vill semja um skuldina, en vinnuliðið vill ekki svoleiðis nokkuð. Ekki má neitt laga eða bæta. Búskussinn verður að komast til baka og taka við öllu sukkinu og svínaríinu. Það má ekki komast upp um allt svindlið og falsið. Nýi bóndinn er sem betur fer með þrælvana bústýru sér við hlið og því eru ekki neinar líkur á því að skussinn komist aftur á búið. Samt verða allir vinnumenn og allar vinnukonur að vera vel á verði og gæta búsins sem allra best, það er jú sameign okkar allra


mbl.is Tók við af „búskussa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólakveðjur til lesenda minna.

Óska öllum lesendum síðunnar minnar, innilega gleðilegra jóla og þakka fyrir skemmtileg og skörp skoðanaskipti á árinu. Verum endilega dugleg að skrifa hvert hjá öðru á komandi ári. 

Til umhugsunar fyrir ykkur sem búið í frekar ópersónulegu fjöldasamfélagi.

Ég fór í Kaupfélagið mitt á Hvammstanga bæði í gær og dag. Hitt fullt af fólki sem ég þekki. Þarna voru ömmur og afar með afkomendur sem komnir voru um langan veg til að eiga jólafrí með stórfjölskyldunni. Svo aðrir með barnabörnin sín sem búa á næsta bæ eða svo.  Brosin á andlitunum sögðu svo margt, svo var bara næsta manneskja föðmuð með jólaóskum. Ég fann svo mikið fyrir náunga kærleikanum og því að fjölskyldan skipti öllu máli. Jólin lágu í loftinu en stressið var fjarri. Notalegar búðarferðir sem eru forréttindi okkar sem búum í minni samfélögunum.

Eigum öll notalega hátíð saman.


Kjarkur Samfylkingar

Varaformaður Íhaldsins fer mikinn eins og talar um að Samfylkingin hafi misst kjarkinn. Það vísar hún í minnisblað Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir um ICESAVE. Trúlega á ÞKG við það að ríkisstjórnin undir forystu Samfylkingarinnar hafi ekki hafnað ICESAVE og stöðvað þannig alla uppbyggingu hér á landi. ÞKG má vissulega hafa þessa skoðun í friði fyrir mér, en ég tel að þarna sé verið að rangtúlka gróflega orð ISG. Stjórnarandstaðan hefur frá upphafi barist beð kjafti og klóm fyrir því að tefja og helst að stöðva þetta mál, en ekki tekist annað en að tefja það, sem vissulega er verulega ámælisvert. Henni mun ekki takast að stöðva það og þannig að bregða gjörsamlega fæti fyrir áform ríkisstjórnarinnar um að byggja hér upp endurnýjað samfélag byggt á jöfnuði og velferð allra.


Framhald loftslagsmála eftir Kaupmannahöfn

Þó ég hefi ekki fylgst mjög nákvæmlega með fréttum af Loftlagsráðsstefnunni í Kaupmannahöfn, þá hef ég þá tilfinningu að nokkuð hafi þar þokast í átt til bindandi samkomulags. Viðhorf þjóða heims er auðvitað enn þá nokkuð mismunandi og svo tekur það líka tíma fyrir ríku þjóðirnar að átta sig á því, að þeirra tími sem alls ráðandi um stefnuna á þessu sviði er liðinn. Nú verða þjóðirnar að semja á jafnréttisgrundfelli og þau ríku verða að hjálpa þeim fátækari til að ná árangri. Þær viðræður sem áttu sér stað í Kaupmannahöfn, hafa vafalaust fært sjónarmið nær hvert öðru, aukið skilning og opnað marga möguleika.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

162 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband