3.1.2010 | 15:56
Láglauna landið Ísland.
Laun á almenna markaðnum hafa um árabil miðast við kauptryggingu í fiskvinnslu, það er kauptaxtann sjálfan. Við hann hafa bæst bónusar í fiskinum, en aðrar greinar hafa mátt aðmestu sætta sig við strípaða taxtana. Aðeins hefur þó miðað fram á veginn síðustu árin eftir að ný launatafla tók gildi. Þá hafa einstök störf tosast upp töfluna á hraða snigilsins.
Það var reyndar bara sumstaðar á landinu sem taxtarnir voru notaðir eingöngu. Þar sem þenslan var, giltu þeir ekki. Það var talað um markaðslaun. Þau eru nú úr sögunni og landinn vinnur eftir þeim töxtum sem í boði eru. Hvað framtíðin ber í skauti sínu ræðst að mínu mati af því hvort verður af ESB inngöngu eða ekki. ESB er eina vonin okkar til að brjóta upp þau öfl sem stýra þessu láglaunasamfélagi og koma okkur í takt við umhverfið á svo margann hátt. Það gerist auðvitað ekki á einni nóttu, en það gerist.
3.1.2010 | 02:44
Formenn Hrun-flokkanna
Sigmundur Davíð hefur alla sína formannstíð hjá Framsókn hegðað sér eins og hann væri formaður í öfgahóp sem væri eingöngu til þess ætlaður að valda usla. Það er svo langur vegur frá ábyrgð í hans fari. Hann talar oftast eins og það sé enginn morgundagur og hann muni ekki þurfa að standa skil á sínum málflutningi gagnvart neinum.
Bjarni Ben Íhaldsformaður er að því leiti í annarri stöðu að hann er með innbyggða stýringu sem haldið er utanum í Hádegismóunum. Það eru líka svo ótrúlega margir sem enn bakka upp greifann þar. Ef ekki væru fúlgur fjár í því spili, er ég hrædd um að fljótt muni þynntist í liðinu og batteríið klárast af stýringunni í hendi greyfans. Stóra spurningin er, hvað mun BB segja þá?
2.1.2010 | 23:23
Ólafur Ragnar mun skrifa undir lögin.
Ólafur Ragnar skrifar undir þessi lög.
Er það ekki svolítið bratt að skrifa undir lögin á gamalársdag þegar þjóðin er með fullt af áfengi í skrokkum sínum, mökk af sprengiefni milli handanna, svo er fullt tungl og Intefens með þjóðina á spenntum boga.
Betra er einfaldlega að bíða þar til runnið er af fólki, búið að taka út mestu timburmennina og raketturnar sprungnar, Neyðarblysin búin að loga á Bessastöðum og Intefens komnir niður á jörðina og hver heim til sín.
1.1.2010 | 21:32
Tunglskin 2010
Bý á bökkum Miðfjarðarár þar sem heitir að Laugarbakka. Þrjár kirkjur í sjónmáli sem allar komust óskemmdar í gegnum áramótin. Árið 2010 er að heilsa og fer afar ljúft og varlega af stað.
Fegurðin er svo sannarlega mikil núna hér fyrir norðan. Var að koma inn úr gönguferð með litla hundinn minn. Himinninn svo óendanlega blár með Tunglið skínandi aðeins austan við miðju.
Miðfjörðurinn allur silfursleginn í tunglskininu með litlum ljósum á sveitabæjunum og norður Húnaflóann liggur dimmblágrá dulúðin yfir. Það marrar í snjónum og innöndunin er smá köld. Ekta vetrakvöld á Íslandi, ómetanleg söluvara fyrir erlenda ferðamenn.
1.1.2010 | 21:04
Skemmdarverk eru alltaf neikvæð.
Skemmdarverk eru alltaf neikvæð og eiga að mínu mati aldrei rétt á sér. Ef koma þarf skilaboðum til einhvers/einhverra eru svo margar aðrar leiðir til sem eru miklu betri.
Skilaboðin eru yfirleitt þau sömu, eitthvað á þá leið að:
Sú eða sá sem þau vinnur er reið/ur og um leið afar huglaus. Vill skamma, finna að einhverju, en þorir ekki.
Þannig skilaboð er ekki hægt að túlka með neinni vissu og þaðan af með sanngirni. Þarna hefur verið skemmt og tilgangurinn sá einn að skemma.
![]() |
24 rúður brotnar í Grensáskirkju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.1.2010 | 14:28
Bókalestur um jólin
Fékk Svörtu loft eftir Arnald Indriðason í jólagjöf. Bækur Arnalds eru orðnar partur af mínu jólahaldi og sá siður hefur líka auðveldað syni mínum valið á jólagjöfinni til mömmu. Svörtu loft er mögnuð bók eins og fyrri bækur höfundar og ég naut þess virkilega að lesa hana.
Ég fór í bókasafnið rétt fyrir jólin til að ná í eitthvað að lesa og þar varð fyrir valinu bókin Sofandi að feigðarósi. Sú bók er að því leiti ólík Svörtu loftum, að vera ekki skáldsaga, heldur bók sem byggð er á viðtölum við fólk sem var í miðju atburðanna þegar Ísland hrundi.
Báðar koma þessar bækur lesandanum á óvart á margann hátt. Svörtu loftin spennandi skáldsaga um glæpamál í samtímanum skrifuð af einum færasta glæpasagnahöfundi sem við eigum. Sofandi að feigðarósi er frásögn af glæpsamlegum atburðum sem raunverulega gerðust í okkar samtíma. Þar virðist einn maður hafa ruðst um fjármálakerfið okkar, með miklum bægslagangi, lítilli tillitsemi og enn minni þekkingu. Þegar ég verð búin að lesa þá bók til enda, mun ég fjalla um mína sýn á bókina og innihald hennar.
31.12.2009 | 19:09
Árið 2010
Það er margt sem mun breytast á næsta ári. Störf rannsóknaraðila fara að skila upplýsingum til þjóðarinnar. Það verður margt fyrirsjáanlegt en þó mun fleira sem koma mun á óvart. Æðakerfi klíkusamfélagsins mun koma smám saman í ljós og þar liggja skýringar á mörgu sem gerst hefur.
Samningaferli við ESB fer af stað og þar mun margt líka koma í ljós sem er andstætt því sem fullyrt hefur verið. Mikil átök munu halda áfram um kvótakerfið og ekki útséð með lyktir þess máls. Þar mun þó að endingu koma niðurstaða sem er þjóðinni í hag. Hugvit, nýsköpun og framtak mun einkenna almenning í landinu. Margar nýjar vörutegundir munu ná að skapa verðmæti og skipta verulegu máli fyrir þjóðarbúið.
Ríkisstjórnin mun halda velli, þá einhver mannaskipti geti orðið. Stefnumálin munu ekki taka verulegum breytingum. Endurskipulag stjórnkerfisins mun verða nokkur á árinu, en það verk er tímafrekara en áætlað var vegna meðal annars ráðningakjara o fl. Bjartsýni fólks mun hægt og rólega koma til baka. Atvinnulífið mun líka jafna sig nokkuð og fjármál heimilanna verða skoðuð enn frekar.
Hér hef ég sett á blað mínar hugleiðingar og það sem mér finnst líklegast að gerist, ekki það sem ég vildi allra helst. Þetta er sem sagt það sem ég hef á tilfinningunni.
31.12.2009 | 18:05
Áramótin 2009 - 2010
Árið 2009 hefur að mínu áliti verið ár mikillar afneitunar og einkennilegra hluta. Við vitum öll að miklar breytingar eru að eiga sér stað og ný sýn er að birtast okkur á svo mörgum sviðum. Það er bara svo erfitt að horfast í augu við breytingarnar, að láta eitthvað gamalt fara, að rífa niður eitthvað sem er orðið úrelt og óþarft.
Mér dettur í hug gamla eldhúsið mitt í húsinu mínu sem ég seldi korteri fyrir hrun. Það tók manninn minn töluverðan tíma að fá mig til að samþykkja að brjóta niður búr í einu horninu. Ég vildi sko hafa búrið, af hverju vissi ég ekki en það mátti alls ekki fara. Ég gafst loks upp, en var þó ekki sátt. Búrið fór og ég fékk nýtt og rúmgott eldhús, með nýrri innréttingu, nýjum tækjum og var mjööögggg ánægð. Það var svo ekkert mál að ákveða að selja húsið.
Það verður margt sett til hliðar og nýjar leiðir valdar. Við verðum öll að hafa víðsýni og skilning á nauðsyn breytinganna, taka nýjum leiðum vel og gefa þeim tækifæri. Hættum að vera meðvirk með einhverju sem er úrelt, slæmt, flókið, spillt og óþarft. Gleðilegt nýtt ár.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2009 | 23:00
Auglýsingatími stjórnarandstöðunnar í boði RUV
Nú stendur yfir auglýsingatími fyrir stjórnarandstöðuna fá Alþingi. Margir þingmenn koma í ræðustól og auglýsa sig hver í kapp við annan eins og komið sé að kosningum. Stór orð fjúka um salinn, ljóð eru lesin og fólk ber sér á brjóst. Hvað mun svo þetta sama fólk gera sem nú er á móti, ef svo illa vildi til að það kæmist til valda. Það mundi samþykkja ICESAVE á þeim forsendum að málið væri komið svo langt. Það eru bara völd og aftur völd og meiri völd, en ekki hagur þjóðarinnar.
30.12.2009 | 17:50
ICESAVE að ljúka!
Loksins loksins er þráteflinu um ICESAVE að ljúka á Alþingi. Síðasta upphlaup stjórnarandstöðunar var henni ekki til sóma frekar en allt málþófið sem hún hefur stundað undanfarna mánuði.
Um bloggið
163 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar