7.1.2010 | 18:14
Hamhleypur í ríkissjórn Íslands
Það er ljóst af atburðum síðustu tveggja sólarhringa að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eru miklar hamhleypur til verka. Fréttir eru af miklum árangri einstaka ráðherra í því gríðarlega slökkvistarfi sem fór í gang eftir sprengjuárásina frá Bessastöðum. Þar hefur tíma ekki verið eitt í óþarfa orðaleiki, heldur gengið fumlaust til starfa um leið og höggið kom.
Hlustaði á upphaf blaðamannafundarins frá Bessastöðum áðan. Fundurinn gekk út á allskyns orðaleiki og túlkanir forsetans til að freista þess að fegra hans hlið á málinu.
6.1.2010 | 17:22
Ríkisstjórnin fundar stíft og vinnur hratt og ekki vanþörf á.
Mikið er nú unnið á stjórnarheimilinu og veitir ekki af. Að mínu áliti er það að koma æ betur í ljós að forsetanum hafa ekki líkað sú viðleitni Jóhönnu Sigurðardóttir að leggja að honum að skrifa undir. Þar hefur hrokinn borið skynsemina ofurliði eða var það þjónkunn við gömlu Framsókn sem eitt sinn var hans flokkur. Það eitt er ljóst að þjóðarhagsmunir hafa ekki verið að þvælast fyrir honum. Getur það verið að athyglissýkin sem margir hafa talið hann haldinn, hafi ráðið för. Ég trúi því tæplega og þó.
![]() |
Ríkisstjórnarfundur hafinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það hefur farið mjög lítið fyrir umræðum um þær fjárhæðir sem streymdu út úr Seðlabanka Íslands korteri fyrir hrun. Hver tók í raun þessar ákvarðanir og hver er ábyrgðin. Í bókinni Sofandi að feigðarósi kemur fram að Arnór Sighvatsson aðalhagfræðingur Seðlabankans hafi heyrt af málinu fyrst í fjölmiðlum þegar Seðlabankinn ákvað að yfirtaka Glitni. Þar er líka talað um mikinn kulda í samskiptum Davíðs Oddssonar og Hagfræðideildarinnar og DO hafi ekki leitað þar ráða. Ástæðan? skoðanir manna voru kannski ekki alveg eftir bókinni Davíðs.
Það verður einhver fjölmiðill að taka þetta mál til gagngerðar skoðunar og greina okkur landsmönnum frá staðreyndum málsins. Við eigum það inni að fá að vita meira, en bara um ICECAVE. Ekki að okkur komi það mál við líka, en ekki tala bara um þá skuld.
6.1.2010 | 15:20
Var Ólafi Ragnari alveg sama????
Það er athyglisvert að lesa þessa frétt um bréf frá Forsetisráðherra til Forsetans þar sem hún lýsir fyrir honum þeim afleiðingum sem neitun hans á undirskrift mundi hafa. Það er líkast því að honum hafi þótt við Jóhönnu og hugsað með sér að frúin skuli nú bara sjá hver ræður á þessu heimili. Þetta er í meira lagi dýr fýla fyrir okkur öll. Rökin fyrir ákvörðun forsetans eru ekki til nein sem haldbær geta talist. Hann verður einfaldlega að endurskoða afstöðu sína og skrifa undir. Hann væri maður að meiru og mundi fá hluta af sinni virðingu meðal þegna þessa lands til baka.
![]() |
Staða Íslands væri stórlöskuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2010 | 15:09
Frestun framkvæmda hjá Verne Holding - í boði forseta Íslands
Þessar fréttir af frestun framkvæmda við gagnaver Verne Holding á Reykjanesi er aðeins forsmekkur af því sem koma skal. Þarna er frestun á staðfestingu ICESAVE laganna að orsaka töf, þar sem fjárfestingarsamningur vegna verksins liggur óafgreiddur á Alþingi. Þau handarbakavinnubrögð Ólafs Ragnars Grímssonar að skrifa ekki undir í gær, eru strax í dag orðin þess valdandi að fjöldi manns er að missa vinnu sína um óákveðinn tíma. Það er líka kaldhæðnislegt fyrir Árna Sigfússon sem mikið hefur talað um og þrýst á fleiri störf í því bæjarfélagi sem hann stýrir, að það skuli vera flokksbróðir hans í Hádegismóunum sem fjarstýrir þessum skelfilegu atburðum.
![]() |
Framkvæmdir við gagnaver stöðvaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.1.2010 | 23:01
Íþróttamaður ársins 2009
Ólafur Stefánsson fékk þetta sæmdar heiti annað árið í röð og er vel að því kominn. Til hamingju Ólafur. Við íbúar í Húnaþingi vestra getum vel við unað hvað varðar hlut okkar í hópi 10 efstu í þess árlaga vali íþróttafréttamanna. Þar skal fyrst nefna Margréti Helgu Þorsteinsdóttir frjálsíþróttakona sem hefur staðið sig feyki vel á árinu og er vaxandi í sínum greinum. Síðan er það Björgvin Páll Gústafsson handboltamaður og einn af Silfurdrengjunum okkar. Harðsnúinn markmaður sem enn er að bæta sig. Hann fæddist hér fyrir norðan og á ættir sínar að rekja hingað að miklu leiti. Til hamingju Margrét Helga og Björgvin Páll og til hamingju þið öll sem að þeim standa.
![]() |
Ólafur Stefánsson íþróttamaður ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég skoðaði síðuna kl 22.28 og þá voru 4.711 nöfn skráð. Sex mínútum síðar kl. 22.34 eru nöfnin orðin 4.744. Þetta segir mér það að það eru mjög margir ósáttir við ákvörðun forsetans. Ég skráði mig inn um miðjan dag og þá voru nöfnin um 600. Auðvitað eru ekki allir kjósendur á Íslandi með síðu á Feisbook, en væntanlega fjölgar þeim núna. Kl er núna 22.40 og nöfin orðin 4.798 takk fyrir.
5.1.2010 | 21:25
Hvað getur ákvöðun forsetans þýtt fyrir okkur
Það er skoðun mín að sú ákvörðun forsetans að skrifa ekki undir nýju ICESAVE lögin, er ekki til þess að sameina eitt eða neitt. Okkur vantar að halda áfram að byggja upp og koma hér á samfélagi jöfnunar og réttlætis. Vil svo vekja athygli á tvennu:
- Jón Baldvin benti á þann möguleika í kvöldfréttum á Stöð2 að Hollendingar og Bretar gætu í kjölfar þessarar ákvörðunar, ákveðið að innheimta ALLA upphæð ICESAVE reikninga en ekki þá lágmarksupphæð sem er í núverandi samningi og það væri, að sögn Jóns, margföld sú upphæð sem nú er í spilunum og mundi verða þjóðinni gjörsamlega ofviða.
- Svo annað hitt að sá möguleiki er fyrir hendi að fjármálaráðherra staðfesti ríkisábyrgðina fyrir hönd Íslands. Tveir sérfræðingar vöruðu við því í dag að fjárálaráðherra færi þessa leið og hún er vissulega fyrir hendi. Ráðherravald á Íslandi er mikið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.1.2010 | 16:42
Ég er forsetnum reið og hann olli mér miklum vonbrigðum.
Fram til kl 11 í morgun var ég þess fullviss að Ólafur Ragnar Grímsson mundi taka hag þjóðarinnar fram yfir allt annað. En þá kom útspilið mikla, hann skrifar ekki undur lög frá Alþingi sem er breytinga á lögum frá í Ágúst í sumar. Hann virðist vera komin í leik með fjöregg þjóðarinnar, sem að mínu áliti er einungis til þess fallinn að gera þetta sama egg svo brothætt að nýtt þjóðarhrun balsir við. Efnahagsuppbyggingin sem var hafin, er nú sett í uppám og pólitískur stöðugleiki sömuleiðis. Hvað gagnast lýðræðisástin gjaldþrota þjóð sem fer á svartann lista meðal alþjóðasamfélagsins. Var það Bjartur í Sumarhúsum sem ráðlagði forsetanum. Ég er ein þeirra sem hafa skráð sig á Feisbook og krafist afsagnar Ólafs Ragnars sem forseta Íslands.
4.1.2010 | 17:42
Forsetinn talar í fyrramálið
Þá er bara að fara snemma að sofa, vera svo spræk og hress þegar ég fylgist með Ólafi Ragnari skrifa undir lögin í fyrramálið.
![]() |
Blaðamannafundur í fyrramálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
163 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar