Íþróttamaður ársins 2009

Ólafur Stefánsson fékk þetta sæmdar heiti annað árið í röð og er vel að því kominn. Til hamingju Ólafur. Við íbúar í Húnaþingi vestra getum vel við unað hvað varðar hlut okkar í hópi 10 efstu í þess árlaga vali íþróttafréttamanna. Þar skal fyrst nefna Margréti Helgu Þorsteinsdóttir frjálsíþróttakona sem hefur staðið sig feyki vel á árinu og er vaxandi í sínum greinum. Síðan er það Björgvin Páll Gústafsson handboltamaður og einn af Silfurdrengjunum okkar. Harðsnúinn markmaður sem enn er að bæta sig. Hann fæddist hér fyrir norðan og á ættir sínar að rekja hingað að miklu leiti. Til hamingju Margrét Helga og Björgvin Páll og til hamingju þið öll sem að þeim standa.


mbl.is Ólafur Stefánsson íþróttamaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Flott mál með að heiðra Ólaf þó að ég sé rígmontinn yfir Vestur - Húnvetningunum.

Jón Halldór Guðmundsson, 6.1.2010 kl. 00:12

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Við stöndum svo sannarlega við okkar og rúmlega það. Kveðja austur. Nú eru komnir 5.430 nöfn á Feisbook

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.1.2010 kl. 00:51

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Óli er krútt og býsna seigur undir tönn.  Hann er helmassaður Reykvíkingur og ekkert sveitablóð í honum.  Við Reykvíkingar erum fallegastir og bestir, það er bara þannig.

Guðmundur Pétursson, 6.1.2010 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

236 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 110253

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband