Hópurinn á Feisbook sem vill að Ólafur Ragnar segi af sér sem forseti stækkar ört.

Ég skoðaði síðuna kl 22.28 og þá voru 4.711 nöfn skráð. Sex mínútum síðar kl. 22.34 eru nöfnin orðin 4.744. Þetta segir mér það að það eru mjög margir ósáttir við ákvörðun forsetans. Ég skráði mig inn um miðjan dag og þá voru nöfnin um 600. Auðvitað eru ekki allir kjósendur á Íslandi með síðu á Feisbook, en væntanlega fjölgar þeim núna. Kl er núna 22.40 og nöfin orðin 4.798 takk fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ertu svona mikið á móti því að fólk megi segja sína skoðun?

Sigurjón Þórðarson, 5.1.2010 kl. 22:59

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Nei nei, það er ég alls ekki Sigurjón. Þetta hefur ekkert með skoðana frelsi að gera, heldur hag heillar þjóðar ef það hefur farið fram hjá þér. Þetta mál er líka ekki tækt í þjóðaratkvæðagreislu og það veist þú mæta vel alveg eins og ég. Komdu svo með rök næst þegar þú skrifar mér, er ekki góð í sleggjukasti.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.1.2010 kl. 23:05

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Nú er kl. 23.07 og við erum orðin 4.966 - góður gangur það.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.1.2010 kl. 23:08

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Telurðu að hag þjóðarinnar sé stefnt í voða ef að þjóðin fær að ráða?

Sigurjón Þórðarson, 5.1.2010 kl. 23:16

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hagur þjóðainnar er þegar í voða og það þarf ekki annað en að lesa fréttir erlendis frá.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.1.2010 kl. 23:22

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Klukkan er 00.40 og komin eru 5.423 nöfn sem vilja að forsetinn segi af sér.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.1.2010 kl. 00:42

7 identicon

Það er augljóst mál fyrir mér að þetta getur eingöngu farið á 2 vegu ef í þjóðaratkvæði er komið. Ef Icesave er fellt þá hlýtur stjórnin, eða í það allra minnsta forsætisráðherra og fjármálaráðherra að fara frá, ef hins vegar Icesave verður samþykkt þá ætti forsetinn að stíga niður. Finnst hreinlega ekkert eðlilegra eins og staðan er.

Steinar Hrafn Björnsson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 06:11

8 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hann getur svo sem setið áfram - gera skriflegt samkomulag við þennann mann um að hann steinhaldi kjafti það sem eftir er þessa tímabils sem eftir hjá honum - betra að vita að honum þarna á Bessastöðum en blaðrandi út um allan heim

Jón Snæbjörnsson, 6.1.2010 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

221 dagur til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 110307

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband