10.1.2010 | 22:06
Lög er hægt að toga og teyja í allar áttir
Frétt á www.visir.is um Silfur Egils sem sent var út um hádegi, hefst á þeim orðum sem eru feit-og skáletruð með undirstrikun hér að neðan. Leturbreyting mín.
"Þingmaður Evrópuþingsins, og einn af höfundum tilskipunar um innstæðutrygginga sem var samþykkt árið 1994, Alain Lipietz, segir kerfið gallað og lagalegur grundvöllur Breta og Hollendinga sé veikur. Í sama streng tekur Michael Hudson, hagfræðingur frá Bandaríkjunum."
______________________________________________________________________
Í annarri frétt um þetta samam mál sem birtist í dag á sama vef undir fyrirsögninni;
FSA hætti við að loka Icesave vegna loforðs ríkisstjórnar Íslands,
er rætt við Björn Val Gíslason varaformann Fjárlaganefndar. Greinin hefst á þessum orðum:
Ríkisstjórn Geirs Hilmars Haarde gaf út sumar 2008 að allar innistæður í íslenskum bönkum væru tryggðar," segir Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis.
Þarna var Breska Fjármálaeftirleitið að því komið að loka útibúi Landsbankans í London af ótta við hrun. Hér kemur fram að loforð til Bretanna um endurgreiðslu er eldra en margur hefur vitað um.
Síðar í sömu grein berst talið að áliti Alain Lipietz, þar segir:
Að sögn Björns Vals er þetta gömul umræða og þetta hafi verið eitt af fyrstu atriðunum sem tekist var á um.
Þannig að ljóst er að búið er að skoða þennan möguleika til hlítar og er það vel. Að sögn Steingríms Sigfússonar í Kvöldfréttur sjónvarps, eru til nokkur lögfræðiálit um þetta atriði og eru þau á báða vegu.
Það var sem sagt ekki verið að finna upp hjólið í þessu máli eða einhver ný sannindi. Að mínu álit væri það líka afar skrítið eftir allar umræðurnar og samningaviðræður sem fram hafa farið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.1.2010 | 17:57
Stormur hjá Sigurjóni í Sprengisandi í morgun.
Ég verð því miður að ræða þetta við Jón á öðrum nótum. Ég tek ekki þátt í svona umræðum um keypta sérhagsmunapotara," sagði Friðrik Arngrímsson, framkvæmdarstjóri LÍÚ en það sló í brýnu á milli hans og Jón Baldvins Hannibalssonar, fyrrum ráðherra, í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi sem blaðamaðurinn Sigurjón M. Egilsson sér um.
Þarna talaði Jón Baldvin tæpitungulaust um röksemdir LÍÚ gegn aðildinni að ESB, en þar á bæ er því hiklaust haldið fram að fiskimiðin kringum Ísland verði opnuð ríkjum ESB til veiða.
Jón Baldvin sagði hinsvegar alveg ljóst að Ísland héldi yfirráðum sínum yfir fiskveiðisvæðinu. Sameiginlega fiskveiðikerfið væri frekar hugsað fyrir þau Evrópulönd sem veiði á sömu miðum. Slíkt eigi ekki við Íslendinga.
Friðrik sagði að það skipti sköpum að Íslendingar færu sjálfir með samningaforræðið yfir deilistofnum en óttast að það verði ekki unnt um að halda því. Því myndi ráðherraráð ESB taka ákvarðanir um það fyrir hönd Íslendinga.
Þarna voru sjávarútvegsmálin til umræðu og ljóst að Friðrik J Arngrímsson er ekki vanur að fá sterk andmæli við sjónarmiðum LÍÚ í fjölmiðlum.
Jón Baldvin er auðvitað orðhákur mikill, en hann er líka mjög vel að sér um málefni ESB og er þar á heimavelli.
Ská og feitletrað með undirstrikun er úr grein ummálið á www.visir.is Leturbreyting mín.
10.1.2010 | 14:29
Veikur málstaður?
Þarna koma fram athyglisverðar upplýsingar og það er sem betur fer mun meiri ástæða til að trúa þeim en mörgu öðru sem sagt hefur verið fram að þessu.
Það er af þeirri einföldu ástæðu að þarna er á ferðinni fólk sem virðist og ætti að gjörþekkja innviði reglna ESB.
Pöntuð lögfræðiálit geta orkað tvímælis, sérstaklega þegar þau skarast í mikilvægum þáttum.
Þetta fólk á ekki með neinum hætti að hafa neinna pólitýskra hagsmuina að gæta hér innan lands, sem gerir þau trúverðug.
Að sinni tek ég þessi álit þó ekki sem hinn eina sannleik í málinu, en athyglisvert innlegg eigi að síður.
![]() |
Lipietz: Veikur málstaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.1.2010 | 14:05
Bókin, Sofandi að feigðarósi.
Ég er nýbúin að lesa bókina Sofandi að feigðarósi eftir Ólaf Arnarsson þar sem lýst er aðdraganda hrunsins.
Það er alveg rétt eins og ég hef margoft verið minnt á að Samfylkingin var við völd síðustu mánuðina fyrir hrunið og hef ég aldrei dregið neina fjöður yfir það, bara svo það sé á hreinu.
Í þessari bók er farið yfir einkavæðingu bankanna (tek það fram að ég er ekki andvíg einkavæðingu) og þeim vinnubrögðum lýst sem byrjað var að vinna eftir. Voru þau eins vönduð og kostur var. Á síðustu metrunum var allri undirbúningsvinnu ýtt út af borðinu og Landsbankinn seldur Björgólfsfeðgum. Þá ákvörðun tók Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra og nú vildi Framsókn fá sinn hlut af kökunni og S hópurinn fékk Búnaðarbankann.
Krónan er sett á flot 2001 og enn er það Davíð sem ræður för. Hávaxtastefnan sem leiddi til þess að fólk og fyrirtæki tóku erlend lán í stórum stíl. Slakt eftirlit stofnana og tregða til að heimila fyrirtækjum að gera upp í erlendri mynt. Allt þetta var gert samkvæmt fyrirmælum og vilja Davíðs Oddssonar. Hann var síðan arkitektinn að þeim aðgerðum sem fóru fram þegar bankarnir féllu og aðalhagræðingu Seðlabankans heyrði um það í fjölmiðlum að ríkið væri búið að yfirtaka Glitni.
Óstjórn, valda og peningaklíkur sem myndast hafa hér á landi í gegnum árin er allt á ábyrgð og fyrir tilstilli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þeirra ábyrgð á hruninu er því mikil en langmestu ábyrgðina ber Davíð Oddsson. Hann er arkitektinn og útrásarvíkingarnir léku lausum hala með hans vitund og vilja.
Í bókarlok dregur höfundur saman megin inntak bókarinnar og þar eru eftirfarandi setningar afar athyglisverðar. Feitletrun er mín.
Þar segir á bls 210:
Eftir sem áður er þó ljóst að það er Sjálfstæðisflokkurinn sem hafði tögl og hagldir undanfarna áratugi og varðaði veginn - Davíð og síðan Geir leiddu okkur í foraðið og hinir fylgdi þegjandi með.
Hin síðari ár var Davíð Oddsson stærsta efnahagsvandamál Íslands og hann sat í skjóli Geirs H Haarde.
10.1.2010 | 13:38
Aðdragandinn að ICESAVE skuldinni
Það er nauðsynlegt að líta aðeins aftar og skoða hver/hverjir voru arkitekt/ar hrunsins.
- Það mun vera maður að nafni Davíð Oddsson.
- Hann starfaði sem Seðlabankastjóri í skjóli Geirs H Haarde forsætisráðherra sem er hagfræðimenntaður.
- Hann fyrirskipaði hver peningastefna ætti að vera.
- Hann réði því hvert eftirlitið eða öllu heldur eftirlitsleysið ætti að vera.
- Hann stóð gegn því að fyrirtæki fengju að gera upp í erlendri mynt.
- Hann torveldaði Landsbankamönnum að gera bankann sinn í London að dótturfyrirtæki, en ekki útibúi.
- Á síðustu dögum Landsbankans (sáluga) gerði Björólfur Thor úrslitatilraun til að gera þessa breytingu, sem ekki tókst (trúlega orðið of seint).
- Það allt er miklu stærra mál en hvort einhver skrifaði undir eða ekki.
Davíð kasta "Kastljóssprengunni" sem orsakaði virkni Hryðjuverkalaga gagnvart okkur. Kostnaður vegna "stjórnar" Davíðs á Seðlabankanum er svo miklu miklu meiri en ICESAVE skuldin verður þegar upp er staðið.
Sjálfstæðismenn eru að nota ICESAVE samninginn við Breta og Hollending til að Seðlabankasukkið sé ekki rætt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.1.2010 kl. 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2010 | 21:24
Hvers vegna er ég í Samfylkingunni?
Ég er í hjarta mínu hlyn jöfnuði og félaghyggju og ég er líka þess fullviss að aukin samvinna og sameining, stéttarfélaga, sveitarfélaga og samfélaga í einingar sem hafa hagsmuni heildarinnar í fyrirrúmi. Þar sem sérhagsmunir einstakra manna og klíkuhópa eru ekki settir ofar öllu, eins og því miður hefur viðgengist hér á landi undanfarna áratugi.
Ég hef í mjög mörg undanfarin ár verið þess fullviss að okkar hagsmunum er betur borgið innan ESB en utan. Þegar Samfylkingin ákvað að gera umsókn um aðild að ESB eitt af stóru stefnu málum flokksins þá var ég endanlega búin að finna mína fjöl í stjórnmálum.
Það er því algjörlega í anda stefnu flokksins að við höldum vel utan um umsóknarferlið að ESB. Samfylkingin er frjálslyndur jafnaðarmannaflokkur og það er einmitt það sem okkur vantar hér á Íslandi núna og til frambúðar. Og þessi frábæri flokkur er í ríkisstjórn hjá okkur núna, með öðum félagshyggju flokki. Saman munu þessir flokkar leiða okkur til betri tíma á Íslandi.
9.1.2010 | 16:30
ICESAVE og ESB tvo aðslilin mál.
Þeim fréttum ber að fagna að tafir á ICESAVE málinu hafi ekki áhrif áumsóknarferli Íslands í ESB, nóg er nú samt.
Ángel Moratinos, sem er í forsæti ráðherraráðs Evrópusambandsins, lítur svo á að Icesave og umsókn Íslands um aðild að ESB séu tvö aðskilin mál, að því er fram kom á fundi með Össuri Skarphéðinssyni í morgun. Staðan sem upp er komin á Íslandi muni ekki hafa áhrif á meðferð ESB á umsókninni.
Össur og Jóhanna Sigurðardóttir hafa áður fengir samskonar yfirlýsingar í samtölum við Brown og Milleband ráðherra í Bresku stjórnuinni. Siðan eru æ fleiri lönd að bætast í þann hóp að viðla styðja Ísland gagnvart umsóknarferlinu að ESB.
![]() |
ESB og Icesave aðskilin mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2010 | 12:20
Ótækt að forsetinn sé með stæla við ríkisstjórnina
Segir Þorsteinn Pálsson í grein í Fréttablaðinu í dag. Þorsteinn er að vanda rökfastur og málefnalegur. Hann fellur ekki í sömu gryfju og formaður Sjálfstæðisflokksins á fundi í Valhöll í morgun, það sem hann flutti enn einu sinni farsann um algjöra vanhæfni ríkisstjórnarinnar, röngum viðbrögðum hennar við ákvörðun forseta og klykkti svo út með setningu Jóns Sigurðssonar, Vér mótmælum allir.
Þorsteinn hefur skrifað mikið um stöðu mála hér og hvaða leiðir séu út úr stöðunni. Hann er ólíkt ýmsum öðrum fyrrverandi og núverandi frammámönnum Sjálfstæðisflokksins, ætíð verið hlynntur þeirri stefnu stjórnvalda að ganga í ESB og hefur þar af leiðandi talað sem stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar í mörgum málum.
Í greininni í segir m.a.
Þegar forseti Íslands kemur fram í BBC talar hann gegn málstað og ákvörðunum ríkisstjórnar og Alþingis. Stjórnarandstaðan hefur vissulega um margt borið fram réttmæta gagnrýni á ríkisstjórnina. Sú staðreynd breytir ekki hinu að það er stjórnskipulega ótæk og óverjandi staða í þessu máli og öðrum sem upp kunna að koma síðar að þjóðhöfðinginn sé í stælum við ríkisstjórn sína og tali öðru máli en hún á erlendum vettvangi.
Þarna er Þorsteinn að benda á það sem ég hef viljað kalla vinsældaleik forsetans. Að hann sé með þessu að tala upp í eyru (að hans mati) meiri hluta þjóðannar. Stælar við sitjandi ríkisstjórn í þessu máli hafa ekkert með lýðræðið að gera.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þau lög sem Ólafur Ragnar kaus að skrifa ekki undir, innihalda breytingar við gildandi lög um milliríkjasamning. Þau eru að mínu mati og margra annarra ekki tæk slíka atkvæðagreiðslu þar sem málið er allt afar flókið og tæplega hægt að ætlast til þess að almenningur hafi tök á að kynna sér það til hlítar. Ólafur Ragnar er ekki með þessari ákvörðum að auka lýðræði á Íslandi með þessari aðgerð.
Deilan stendur um skynsemi þessarar ákvörðunar, en ekki hvort hún hafi verið heimil. Forsetinn hefur svo sannarlega fulla heimild samkvæmt stjórnarskránni til að skrifa ekki undir.
Forsetanum er hælt fyrir viðtöl við erlenda fjölmiðla þar sem hann haldi upp sjónarmiðum Íslands. Hann er orðsnjall maður og hefur verið allan sinn feril - í fjölmiðlum - stjórnmálum og sem forseti. Honum ber auðvitað að tala okkar máli og það er bara hans vinna.
Hann er þó fyrst og fremst að verja sína eigin ákvörðun og reyna að auka sitt orðspor. Hann hefur frá sumum fengi á sig orð sem forseti útrásarvíkinga og nú er hann að reka af sér það slyðruorð. Við Íslendingar höfum bara allt annað og þarfara með okkar peninga að gera en að borga vinsældakostnað fyrir Ólaf Ragnar Grímsson
7.1.2010 | 23:50
Litli hundurinn minn og krulli í Móunum
Ég á lítinn hund af Mexíkönsku kyni sem heldur stundum að hann sé ljón. Þegar á reynir er hann bara með lítið hjarta sem passar vel í smávaxinn búkinn. Þetta gæti allt eins verið lýsing á stjórnarandstöðunni sem geltir hátt í sölum Alþingis en skelfur nú eins og hrísla, þegar út á völlinn er komið.
Davíð hreinsar til í móunum "sínum" og segir varaformanni Blaðamannafélagsins upp störfum. Heldur greinilega enn að allir skjálfi á beinunum þegar hann geltir, eins og litli hundurinn minn. Ef peningahirðin hans Davíðs mundi yfirgefa hann, þá mundi hann líklega skjálfa eins og kollegar hans í stjórnarandstöðunni og litli hundurinn minn gera þegar á hólminn er komið.
Hæfni í starfi hefur ekki verið eitt af skilyrðum til að fá vinnu hjá Davíð. Þar er það hlýðni og svo auðvitað "rétt" flokksskýrteini.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
163 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar