13.1.2010 | 21:34
EES samningurinn ekki orsök hrunsins og ICESAVE, heldur efnahagsstjórnin á Íslandi.
Ég er ekki sammála þeim sem nú vilja kenna EES samningurinn um að um hrunið hér og ICESAVE. Það sem er að mínu áliti aðalorsök hrunsins er hvernig unnið var með þennan samning hér.
Sú vinna fór fram undir stjórn ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og síðar Geirs H Haarde. Það var í raun Davíð sem réði ferðinni. Það var hann sem réði því að Landsbankinn var seldur einstaklingum sem hann hafði velþóknun á. Í framhaldinu keypti S hópurinn svokallaði (Framsóknarmenn) Búnaðarbankann.
Einkavæðingarnefnd hafði á þeim tíma sem þessir bankar voru seldir, unnið mikla undirbúningsvinnu fyrir sölu/einkavæðingu bankanna. Allri þeirri vinnu var ýtt út af borðinu og þar með var þetta ferli gert eftir geðþótta eins manns. Eftirlit/aðhald var í algjöru skötulíki og virkaði því ekki. Árið 2001 var krónan sett á flot og gengi haldið upp með hávaxtastefnu sem átti að halda verðbólgu í skefjum, en gerði þveröfugt og orsakaði ásókn í erlend lán.
Margir bundu vonir við Geir H Harde þegar hann tók við af Davíð sem forsætisráðherra. Fólk hélt að hann mundi taka í taumana, hann með hagfræði menntun. Hann brást hins vegar þeim vonum og allt sigldi áfram í átt að strandstað. KB banki og Íslandsbanki voru með sinn rekstur erlendis sem dótturfyrirtæki og innistæður þar tryggðar í gistilandinu.
Landsbankinn var hins vegar með útibú og það er orsök kröfunnar um ábyrgð þess lands þar sem höfuðstöðvar eru, í þessu tilfelli Íslands. Davíð virðist hafa látið undir höfuð leggjast sem Seðlabankastjóri að fylgja því fast eftir að allir bankarnir væru með sinn rekstur í dótturfyrirtækjum erlendis.
Í þessu ferli öllu voru gerð afdrifarík mistök og þau gerði Davíð Oddsson og ber sem yfirmaður í ríkisstjórn og síðar Seðlabankanum ríka ábyrgð.
Í bókinni, Sofandi að feigðarósi, segir; að útrásarvíkingarnir sem slíkir beri ekki höfuðábyrgð á bankahruninu á Íslandi. Þar er einnig sagt; að Davíð Oddsson sé stærsta efnahagsvandamál síðari ára á Íslandi.
Þetta eru stór orð og þess ber að geta að höfundur þessarar bókar er Ólafur Arnarson sem var um tíma framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins og aðstoðarmaður menntamálaráðherra í fyrstu ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, eins og segir á bókarkápu.
12.1.2010 | 22:41
Hverjir eru kostirnir í ICESAVE stöðunni?
Vil varpa hér fram spurningu sem er að finna í bloggi Andra Geirs Arinbjarnasonar. Þessi bloggfærsla Andra Geirs er að mínu mati afar góð greining á stöðu þessu máls.
Hvort er líklegar að Icesave samningurinn fari með þjóðina á hausinn eða sú staðreynd að allt er hér í stoppi vegna rifrildis um málefni sem nemur um 2.5% af landsframleiðslu. Er virkilega skynsamlegt að setja hin 97.5% á ís mánuðum saman og fórna uppbyggingartækifærum og trausti okkar vegna Icesave?
Ég ætla nú að láta lesendum síðunnar minnar eftir að svara þessari spurningu Andra og verður fróðlegt og skemmtilegt að sjá þær niðurstöður. Ekkert skítkast takk, aðeins RÖK.
12.1.2010 | 19:25
Við Íslendingar erum í herkví. Setjum JÁ við lögin á kjördag.
Þetta er sannleikur sem við er smám saman að renna upp fyrir þjóðinni og vonandi sem allra allra fyrst.
Mér dettur í hug saga um hóp Húnvetninga sem voru í herkví í klettaborginni Borgarvirki í Húnaþingi vestra. Umrædd klettaborg var hærri og lokaðri en nú er. Herflokkur sem saman stóð að mönnum sunnan heiða sat um Húnvetningana í Borgarvirki og hafði umsátrið staðið dögum saman.
Húnvetningarnir voru orðnir matarlitlir og þá tók foringi þeirra síðasta sláturkeppinn, henti honum út til Sunnanmanna með þeim orðum að nóg væri matar í virkinu og hvort ekki vantaði viðurværi þarna úti. Sunnanmenn keyptu plottið og fóru fljótlega. Þar með var þeirri herkví lokið.
Sláturskeppurinn sem forsetinn henti 5. jan og átti að ögra Hollendingum og Bretum lenti óvart framan í þjóðinni sem nú getur sjálfri sé um kennt og verður bara að éta það sem úti frýs. Eina leiðin er JÁ við lögum á kjördag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2010 | 19:04
Hollendingar: Engar nýjar viðræður að svo stöddu.
Hollendingar: Engar nýjar viðræður að svo stöddu. Þannig hljóðar fyrirsögn á vísir.is.
Í greininni segir svo:
Hollenska fjármálaráðuneytið er ekki í viðræðum við Íslendinga vegna Icesave skuldbindinga. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir talskonu ráðuneytisins. Reuters vitnar til orða Steingríms J. Sigfússonar um að hratt þurfi að ganga til verka ætli menn að semja upp á nýtt áður en fyrirhuguð þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram.
Þetta er ekki einhver endemis bull/þvæla einhvers stjórnarsinna heldur er það talskona Hollenska fjármálaráðuneytisins sem er að svara fyrirspurn frá fréttastofu Reuters. Svona er veruleikinn okkar og við munum ekki þvinga neinn að samningaborðinu, þó draumórastjórnmál stjórnarandstöðunnar segi okkur allt annað. Ég held svei mér þá að þeir hinir sömu telji sig vera með Töfralampa Aladins í höndunum.
Það eina raunhæfa sem við getum gert ef til þjóðaratkvæðagreiðslu kemur er að segja JÁ og samþykkja lögin.
12.1.2010 | 09:17
Gífuryrði á netinu - þú er heimsk - fávís - með tómann haus - fremur landráð o. s.frv.
Nú um stundir er haldið uppi rakalausum áróðri gegn ríkisstjórninni og hennar fylgjendum sem einkennist mjög af smjörklípum sem innihelda fullyrðingar um heimsku - fávisku - tóma hausa - bull og þvætting og fjölmörg önnur lýsingarorð af sama toga. Svo eru auðvitað landráðin og margskonar önnur ærumeyðandi ummæli.
Þegar búið er að segja þetta nógu oft fer fólk að efast um eigin skynsemi og vitsmuni. Slík niðurbrjótandi ummæli eiga ekkert ekkert skylt við rökræna umræðu. Ég hef leitast við að haga skrifum mínum þannig að þau innihaldi rök í þeim málum sem fjallað er um hverju sinni, en laus við fullyrðingar um persónur og skitkast.
Ég hef tekið þá ákvörðun að færslur sem innihalda slíkar fullyrðingar um mig persónulega, mun ég fjarlægja hér af síðunni minni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.1.2010 | 01:26
Jón Baldvin skrifar greinina S O S
Greinin SOS eftir Jón Baldvin Hannibalsson um ICESAVE málið, er birt á http://silfuregils.eyjan.is/
Góð grein hjá Jóni Baldvin að vanda og þarna fer maður sem talar um þessa hluti af þekkingu og reynslu.
Hann rekur ástæður ICESAVE kröfu Breta og Hollendinga í 5 liðum sem ég vil leyfa mér að birta hér:
(1) Ef eigendur og stjórnendur Landsbankans hefðu rekið fjárplógsstarfsemi sína í Bretlandi og Hollandi í formi dótturfyrirtækis en ekki útibús, væri lágmarkstrygging sparifjáreigenda á ábyrgð gistiríkjanna (Bretlands og Hollands) en ekki heimalands bankans (Íslands),
- Þá væri enginn Icesave-reikningur til.
(2) Ef Alþingi hefði lögleitt rammalög ESB (94/19/EB) um lágmarkstryggingu sparifjár árið 1999 með sama fyrirvara og t.d. Norðmenn (og fleiri EES-ríki), nefnilega að trygging tæki aðeins til innistæðureikninga í innlendum gjaldmiðli, þá hefðu íslensku bankarnir orðið að reka sína starfsemi erlendis í formi dótturfyrirtækja. Þar með hefði eftirlit og innistæðutrygging verið á ábyrgð gistiríkjanna.
- Þá væri enginn Icesave-reikningur til.
(3) Ef eftirlitsstofnanir ríkisins, Seðlabanki og fjármálaeftirlit, hefðu sinnt embættisskyldum sínum og nýtt ótvíræðar lagaheimildir (sbr. t.d. lög um fjármálastofnanir nr. 161/2002) til að knýja eigendur Landsbankans til að reka fjáröflunarstarfsemi sína erlendis í formi dótturfyrirtækis, en ekki útibús, þá væri sparifjártryggingin á ábyrgð gistiríkjanna.
- Þar með væri enginn Iocesave-reikningur til.
(4) Ef eigendur Landsbankans og stjórnendur Seðlabanka og Fjármálaeftirlits hefðu fallist á kröfur Seðlabanka Hollands og breska fjármálaeftirlitsins um að færa Icesave úr formi útibús Landsbankans yfir í dótturfélag, í stað þess að synja þessum tilmælum með yfirlæti og hroka,
- þá væri enginn Icesave-reikningur til.
(5) Ef það sem hér hefur verið tíundað hefði verið gert í tæka tíð, hefði samþykkt Alþingis á lögum nr. 125, 6. okt. 2008 (neyðarlögin) um að íslenska ríkið bæri ábyrgð á öllum innistæðum í íslenskum bönkum ekki haft í för með sér mismunun viðskiptavina bankanna eftir þjóðerni, búsetu o.s.frv.. Þar með hefðum við ekki gert okkur sek um ótvírætt brot á jafnræðisreglunni. Þar með hefði Ísland ekki bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart 400 þúsund erlendum innistæðueigendum fyrir allt að 4 milljörðum evra. Þar með hefði Ísland hugsanlega getað farið dómstólaleiðina, án þess að taka þá áhættu að fá allan Icesave-reikninginn í hausinn, í staðinn fyrir helminginn, þ.e. lágmarkstrygginguna, eins og núv. samningur kveður á um.
- Allavega væri þá enginn Icesave-reikningur til.
Síðan ræðir Jón um málið eins og hann sér það, um mögulega sáttasemjara í deilunni og gerir tillögu um mann sem hann telur vel fallin til verksins.
Ég leyfi mér að nefna hér enn einn frambjóðanda til þessa vandasama verks: Það er Toomas Hendrik Ilves, forseti Eistlands.
Þeir kaflar sem eru feit-og skáletraðir eru úr grein Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem er mun lengri leturbreyting mín.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.1.2010 | 17:53
Skynsamlegar fréttir af málinu.
Fagna þessari frétt um fund hluta ríkisstjórnar með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna. Niðurstaðan að leita sátta í málinu er góð frétt fyrir okkur öll. Nú er mál að fólk hætti að henda skít hvert í annað og sendi stjórnmálaforystunni jákvæða strauma sem innlegg til árangurs í málinu
![]() |
Mjög gott skref |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.1.2010 | 13:51
Misskilningur á misskilning ofan
Umræðurnar um ICESAVE málið hafa verið miklar og heitar nú um helgina og ekki nema von. Margskonar misskilningur er í gangi auk þess sem tilfinningarnar bera marga ofurliði.
Silfur Egils í gær var tileinkað málinu og þar framreiddir sérfræðingar sem vörpuðu ljósi í málið á margann hátt. Gott var að fá þar inn þingmann af Evrópuþinginu sem fór yfir ákveðnar reglur sem þar gilda. Það kom því miður í ljós eftir þáttinn að hans útskýringar áttu ekki við stafsemi Landsbankans í Bretlandi og Hollandi, þar sem um útibú var að ræða, en hentuðu gagnvart dótturfyrirtækjum KB banka og Glitnis. Í þeim tilfellum er ekki um greiðslukröfur að ræða.
Björn Valur Gíslason varaformaður fjárlaganefndar og Steingrímur J Sigfússon fjármálaráðherra hafa báðir sagt að þetta atriði hafi verið rætt ítarlega snemma í ferlinum og um það séu til lögfræðiálit sem ganga í báðar áttir.
Fólk hefur umvörpum brigslað þeim um vanþekkingu, heimsku, að standa með kröfuhöfum og ýmislegt sem vart er prenthæft. Reiði er skiljanleg og ég er nýbúin að fara í gegnum slíkt gagnvart forsetanum þegar hann skrifaði ekki undir lögin þann 5. jan.
Það er gott að samúðin fer vaxandi erlendis og skilningur á því hve staða okkar er erfið. Við borgum bara ekki skuldir okkar með samúðinni, því miður.
Eva Joly lagði til að við sem þjóð mundum leita til ESB um málamiðlun og vel getur verið að það beri árangur. Fyrir skömmu sá ég það hjá bloggvini mínum Ómari Valdimarssyni blaðamanni að hann hefði heyrt afar sterkan orðróm um að ESB mundi borga þessa skuld okkar, en til þess væri nauðsynlegt að við viðurkenndum hana. Sagði Ómar hafa heyrt þetta, bæði hér heima og líka yrta. Tóku allnokkrir undir þennan orðróm og sögðust hafa heyrt hann líka.
Þessi vitneskja átti að sögn Ómars, að vera á vitorði stjórnarandstöðu, jafnt sem stjórnarliða, en enginn talaði um þetta upphátt eða viðurkenndi opinberlega.
Þið sem viljið væna mig um heimsku, rugla eða þess háttar, sleppið því en komið með rök takk fyrir. Ég er hvorki rugluð eða heimsk, fylgist eins vel með og ég get og forðast tilfinningauppnám í málinu eins og kostur er.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.1.2010 | 00:25
Er það lausnin varðandi ICESAVE að fá aðstoð frá ESB?
Er að hlusta á Silfrið og þar kom fram hjá Evu Joly að það gæti verið ráð hjá okkur Íslendingum að fá aðstoð hjá ESB til að finna lausn á málinu. Sé þessi leið fær, þá er auðvitað sjálfsagt að reyna hana. Það má segja að þetta sé skynsamlegasta tillaga að leið til lausnar málsins, sem fram hefur verið borin í málinu í öllu því orðaflóði sem nú stendur yfir. Eva Joly er líka afburða skynsöm kona og talar hreint út um hlutina.
10.1.2010 | 22:19
Fréttir Stöðvar2 höfðu áhrif ?
Fram kom í fréttum á Stöð2 í kvöld að Björgólfur Guðmundsson hefði verið til yfirheyrslu hjá Rannsóknarnefnd Alþingis, 2 dögum eftir að stöðin greindi frá því í síðustu viku, að Björgólfur Guðmundsson hefði ekki verið yfirheyrður af nefndinni. Hvort samband er þarna á milli skal ósagt látið, en gott að vita að búið er að yfirheyra manninn.
Um bloggið
163 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar