ICESAVE og ESB tvo aðslilin mál.

Þeim fréttum ber að fagna að tafir á ICESAVE málinu hafi ekki áhrif áumsóknarferli Íslands í ESB, nóg er nú samt.  

Ángel Moratinos, sem er í forsæti ráðherraráðs Evrópusambandsins, lítur svo á að Icesave og umsókn Íslands um aðild að ESB séu tvö aðskilin mál, að því er fram kom á fundi með Össuri Skarphéðinssyni í morgun. Staðan sem upp er komin á Íslandi muni ekki hafa áhrif á meðferð ESB á umsókninni.

Össur og Jóhanna Sigurðardóttir hafa áður fengir samskonar yfirlýsingar í samtölum við Brown og Milleband ráðherra í Bresku stjórnuinni. Siðan eru æ fleiri lönd að bætast í þann hóp að viðla styðja Ísland gagnvart umsóknarferlinu að ESB.

 


mbl.is ESB og Icesave aðskilin mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Össur er hreint og beint hlægilegur eins og flaðrandi kjölturakki flýgur hann nú á milli ESB silkihúfana og flaðrar upp um þá sem fyrr. 

Aðal málið er ekki að vinna þjóð sinni gagn og ná nú nýrri og betri viðspyrnu í samningsstöðunni um ICESAVE.

Nei aðal- og eina málið er nú að fá þessar silkihúfur til þess að játa þeirri köllun hans að þetta muni ekki hindra ESB viðræðurnar. 

Maðurinn er ekki tengdur við raunveruleikann og óhæfur utanríkisráðherra. Þjóðin vill ekkert með ESB hafa að gera og vaxanadi andstaða mikils meirihluta þjóðarinnar er við ESB aðild.

Þess vegna stendur fólki alveg á sama hvaða játningar ESB kjölturakkinn Össur fær um ESB frá þessum silkihúfum.

Þeir sem hafa kynnt sér hvernig ráðum er háttað í þessu ESB- völunarhúsi valdsins vita að svona yfirlýsingar einstakra ráðamanna eru einskis virði í raunveruleikanum. Alls konar lobbýismi og tækniatriði eru notuð til að stöðva svo mál ég tala nú ekki um frá svona veruleikafyrrtum hornsýlum eins og Össuri Skarphéðinssyni.

En þú klappar fyrir þessu Hólmfríður og étur þetta allt upp eins og einhvern Stóra sannleika, eins og forrituðum Samfylkingarpáfagauki sæmir !

Samfylkinguna í RUSL-FLokk !

                                                            ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 17:27

2 identicon

Það hefur sjálfsagt alltaf verið stuðningur við Ísland. Við megum ekki gleyma því að það var hræðsla okkar eigin stjórnmálamanna sem að endurspeglaðist í fjölmiðlum hér heima og erlendis.......   Ég persónulega hef aldrei séð og heyrt í jafnmörgum Quislingum hér í alþingi eins og nú síðastliðið ár..... Svo maður tali nú ekki um eignarupptöku hjá þeim sem minna mega sín í samfélaginu..  En jú, þeir sitja í stólum sem enginn getur ýtt þeim úr með handafli....  "Og allir koma þeir aftur,"  Þótt enginn vilji fá þá eða sjá.   Sama gerist í embættis-og bankageiranum.      VILJUM VIÐ ÞETTA ÍSLENDINGAR !!!!!!

j.a. (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 17:31

3 identicon

Mikil er trú þín kona! Þú efast aldrei! Ekki heldur um Gosann Össur, sem ekki er bara íslandsmet heldur heimsmet eftir hans dæmalausu framgöngu með undirlægju og gunguhátt að vopni svo íslendinga svíður undan. Þú minnir á mömmuna í myndinni "Life of Brian" góða mín. Hún efaðist heldur ekki á stundum um sinn mann, þó hann og aðrir gerðu það.

Rekkinn (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 18:17

4 identicon

Er það trúverðugur Ráðherra sem fer eingöngu út með þessa spurningu?

Hvenær ætlar þessi auma Ríkisstjórn að stimpla sig inn í vinnuna og fá hrein svör við því hjá ESB hvar Ísland stendur gagnvart EVRÓPULÖGGJÖFINNI um innistæðutryggingakerfið. Samkvæmt Evu Joly og fleirum á hún ekki við um kerfishrun eins og varð hér.

Þetta er spurning sem Geir og  Solla hefðu átt að fá endanlegt svar við á fyrsta hrundegi. Og að sjálfsögðu þessi Ríkisstjórn þegar hún tók við.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 20:11

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sælt veri fólkið. Ekki eru spöruð stóru og "fallegu" orðin. Það skortir samt góð rök í færslurnar ykkar.

Ég hef í mjög mörg undanfarin ár verið þess fullviss að okkar hagsmunum er betur borgið innan ESB en utan. Þegar Samfylkingin ákvað að gera umsókn um aðild að ESB eitt af stóru stefnu málum flokksins þá var ég endanlega búin að finna mína fjöl í stjórnmálum.

Það er því algjörlega í anda stefnu flokksins að við höldum vel utan um umsóknarferlið að ESB. Samfylkingin er frjálslyndur jafnaðarmannaflokkur og það er einmitt það sem okkur vantar hér á Íslandi núna. Og þessi frábæri flokkur er í ríkisstjórn hjá okkur núna með öðum félagshyggju flokki sem munu saman leiða okkur til betri tíma á Íslandi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.1.2010 kl. 21:13

6 identicon

Þessi FRÁBÆRI flokkur var líka í stjórn síðast og Þingflokksformaður ykkar, þáverandi Viðskiftaráðherra kallaði ráðuneyti sitt útrásarráðuneyti og gekk fremstur fram á Alþingi við að liðka fyrir þeim lögum sem gerðu Íceslave o fl gjörðir útrásainnar möguleg.

Og nú er Steinunn Formaður alsherjarnefndar, búin að tryggja það að Alþingi ransaki sjálft syndir samflokksfélaga og ráðherra í Hrunskýrslunni. 

Þessi flokkur er gjörsamlega rúinn trausti sem og hinir 4flokka samspillingar pakkarnir.

Faglega utanþingsstjórn strax.  Og stjórnlagaþing fólksins án akomu flokkana.

Icesafe má bíða rétt eins og ESB.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 21:55

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú hlýtur að tilheyra Hrun-flokkunum Arnór (Íhaldi og Framsókn)  Svona tala bara þeirra fylgendur. Þú átt alla mína samúð.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.1.2010 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

243 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband