Tunglskin 2010

Bý á bökkum Miðfjarðarár þar sem heitir að Laugarbakka. Þrjár kirkjur í sjónmáli sem allar komust óskemmdar í gegnum áramótin. Árið 2010 er að heilsa og fer afar ljúft og varlega af stað. 

Fegurðin er svo sannarlega mikil núna hér fyrir norðan. Var að koma inn úr gönguferð með litla hundinn minn. Himinninn svo óendanlega blár með Tunglið skínandi aðeins austan við miðju.

Miðfjörðurinn allur silfursleginn í tunglskininu með litlum ljósum á sveitabæjunum og norður Húnaflóann liggur dimmblágrá dulúðin yfir. Það marrar í snjónum og innöndunin er smá köld. Ekta vetrakvöld á Íslandi, ómetanleg söluvara fyrir erlenda ferðamenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra Hólmfríður mín. Gott að þér líði vel þar sem þú býrð. Hafðu það sem best vinur og vegni þér vel í lífinu og á árinu sem nú er gengið í garð.

Kær kveðja.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 20:09

2 identicon

Tunglið er búið að vera ótrúlega flott siðustu daga.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 20:37

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Hann er fallegur Miðfjörðurinn og húnvetnska dúlúðin er mögnuð.

Guðmundur St Ragnarsson, 2.1.2010 kl. 21:17

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Og það sem meira er að hér er ekki sú neikvæðni sem virðist vera syðra. Hér erum við öll staðráðin í að halda áfram og byggja upp okkar samfélag bæði fjær og nær.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.1.2010 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

233 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 110268

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband