Árið 2010

Það er margt sem mun breytast á næsta ári. Störf rannsóknaraðila fara að skila upplýsingum til þjóðarinnar. Það verður margt fyrirsjáanlegt en þó mun fleira sem koma mun á óvart. Æðakerfi klíkusamfélagsins mun koma smám saman í ljós og þar liggja skýringar á mörgu sem gerst hefur.

Samningaferli við ESB fer af stað og þar mun margt líka koma í ljós sem er andstætt því sem fullyrt hefur verið. Mikil átök munu halda áfram um kvótakerfið og ekki útséð með lyktir þess máls. Þar mun þó að endingu koma niðurstaða sem er þjóðinni í hag. Hugvit, nýsköpun og framtak mun einkenna almenning í landinu. Margar nýjar vörutegundir munu ná að skapa verðmæti og skipta verulegu máli fyrir þjóðarbúið.

Ríkisstjórnin mun halda velli, þá einhver mannaskipti geti orðið. Stefnumálin munu ekki taka verulegum breytingum. Endurskipulag stjórnkerfisins mun verða nokkur á árinu, en það verk er tímafrekara en áætlað var vegna meðal annars ráðningakjara o fl. Bjartsýni fólks mun hægt og rólega koma til baka. Atvinnulífið mun líka jafna sig nokkuð og fjármál heimilanna verða skoðuð enn frekar.

Hér hef ég sett á blað mínar hugleiðingar og það sem mér finnst líklegast að gerist, ekki það sem ég vildi allra helst. Þetta er sem sagt það sem ég hef á tilfinningunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

220 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 110319

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband