Rómantísk þjóðernisvitund.

Eiríkur Bergmann lektor við Háskólann á Bifröst telur að það muni verða rómantísk þjóðernisvitund sem verði til þess að við fellum samninginn um aðild að ESB. Ekki vil ég rengja lektorinn, hann segist lesa þetta úr umræðunni í samfélaginu. En hvað gerir okkur svo mikið öðruvísi en aðra jarðarbúa þó við búum á Íslandi.

Við erum mjög til í að sækja það sem okkur vanhagar um til annarra landa, um þverann hnöttinn ef ekki vill betur til sem er hið besta mál. Við erum mjög dugleg að taka upp hvers kyns nýjungar frá öðrum löndum og teljum líka sjálfsagt að við getum selt okkar nýjungar til annarra landa sem er auðvitað frábært. Við tökum þátt í alþjóðlegu samstarfi á mjög mörgum sviðum og teljum okkur vel gildandi þar sem er líka sjálfsagt.

Ef það er minnst á að við tökum fullann þátt i sambandi fullvalda Evrópuþjóða, þá er það stórhættulegt. Ég hef töluvert skrifað um aðildarumsókn okkar og hef aldrei dregið dul á þá skoðun mína að ég telji hag okkar betur borgið þar inni, en fyrir utan.

Og ekki hefur skort á skrif andstæðinga ESB aðildar. Hafa þau einkennst mjög að innihaldslitlu tali um mína greind og glóru sem sé trúlega horfin. Svo er það blessað sjálfstæðið sem fólki er svo sárt um. Gallinn er bara sá að ég tel það alls ekki svo að við séum að glata okkar sjálfstæði eða fullveldi. Sjávarútvegurinn og bændastéttin eru líka notuð í þessum skrifum andstæðinganna.

Nú vil ég spyrja andstæðinga aðildar um það í fullri alvöru. Hvernig sáið þið fyrir ykkur að við náum að koma hér á stöðugleika, lækka vexti til jafns við nágrannalöndin, afnema verðtrygginguna, viðhalda þeim lífskjörum sem hér eru með allri þeirri þjónustu sem nú er í landinu. Þessar spurningar læt ég nægja í bili, vona bara að þið fáið ekki sár á kollinn við að klóra ykkur fram úr því að svara þessu á raunhæfan hátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Magnað hjá honum. Þjóð sem er í fjárhagslegri krýsu... Okkur er að mínu mati betur borgið utan við ESB en innan sambandsins.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 15:31

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Rómantísk sýn íslendinga á sig sem þjóð hefur líklega mikil áhrif á viðhorf margra, einkum eldri borgaranna. Ungt fólk sem virðist ríghalda í frasann að "okkur sé best borgið" utan ESB getur varla gert sér þessar hugmyndir af tómri rómantík. Við búum í lokuðu samfélagi hvað varðar umræðu um lausnir og ungt fólk fær á tilfinninguna að við séum "sjálfbært" þjóðfélag og þurfum ekki að "leita ráða" hjá erlendum "þjóðum". Menn halda til dæmis að krónan sé ómissandi ímynd þjóðarinnar en hún er stofnuð á samnorrænum grunni og ógæfusamleg endalok hennar varð vegna einangrunarinnar sem hún sætti við aðskilnað okkar frá Dönum. "verðtryggingin" bara heimóttarleg reddingartillaga sem frá upphafi varð ógæfuspor að mínu mati og átti aldrei rétt á sér.

Unga fólkið gerir sér ekki grein fyrir því að sjálfstæði Íslendinga er innflutt hugmynd og þróuð erlendis í amk í hundrað ár áður en íslendingum datt í hug þetta snjallræði. Peninga, mennta og menningarumhverfi okkar er allt að erlendri fyrirmynd aðlagað staðháttum. Fiskurinn er aðeins auðlind af því að útlendingum finnst gott að borða fisk.

Ungt fólk geri sér kannski ekki grein fyrir því að búið er að opna landamærin fyrir allri evrópu ef svo má segja og gæfa þess er að skilja það og nýta sér til frama og framfærslu. Mikið vildi ég vera "ungur" í dag. Ég veit hvað höft og hömlur eru ömurlegir fylgikvillar í samfélagi sem setur sér djarfa framtíðarsýn. Að það skuli vera Samfylkingin ein sem styður aðild að ESB er stórmerkilegt af því að stuðningsmenn aðildar eru miklu fleiri en kjósendur Samfylkingarinnar.

Gísli Ingvarsson, 30.12.2009 kl. 18:28

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Gísli. Takk fyrir góðan pistil og frábæra skylgreiningu á kjarna málsins. Gleðileg áramót.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.12.2009 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

235 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 110257

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband