Eitt skattumdæmi á Íslandi

Löngu tímabær tillaga. Við erum fá í stóru landi og það er bara til að flækja málin að skipta okkur í marga dilka, þegar einn nægir. Bara að finna önnur störf fyrir þá Siglfirðinga sem vinna á Skattstofu Norðurlands vestra.


mbl.is Vilja láta vísa skattamálinu frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég er ekki fylgjandi því að veita opinbera þjónustu á einum stað.  Þegar opinber störf og önnur störf eru lögð niður úti á landi er stundum bent á að unnt sé að afgreiða flest mál að öllu leyti í gegnum síma, tölvu og póst. Þetta er rétt. Það er að mörgu leyti unnt að veita ýmiskonar opinbera þjónustu um síma og á netinu. 

Þetta eru akkúrat rökin fyrir því að það má veita þjónustu um síma og í tölvukerfum utan af landi líka.

Ég tel óæskilegt að setja landið undir einn skattstjóra.  Ég bið um að sýnt sé fram á hagkvæmni slíks og tel að reynslan af því að setja landið undir einn tollstjóra sé alls ekki góð. 

Ef hins vegar þessi tillaga um einn skattstjóra verður samþykkt vona ég að núverandi starfstöðvum verði haldið úti áfram og þau fái verkefni með almennri þjónustu fyrir íbúa svæðisins og sérhæfðum verkefnum.

Það er reynslan að stöðugleiki í starfsmannahaldi á landsbyggðinni er mikill og það er mikill kostur í starfsemi þjónustustofnana á borð við skattstofa.

Jón Halldór Guðmundsson, 17.12.2009 kl. 21:40

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þó ég sé fylgjandi einu skattumdæmi, þá er ég sammála þér um margt annað í færslunni þinni Jón. Þekki ekki nægilega vel til hjá Tollinum og tek ekki afstöðu til þess

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.12.2009 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

235 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 110256

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband