Hver gerði hvað, hvenær og hvar.

Töluvert púður fer í það nú um stundir að velta upp einstökum atburðum fyrir hrun og í hruninu og túlka þá á ýmsa vegu. Við vitum að lög voru brotin í einhverjum mæli og kannski verulegum. Þar til hvatt fólk vinnur við rannsókn og á sennilega nokkuð í land, en eins og Eva Joly hefur sagt, þá mun slík rannsókn taka tíma.

Það hefur ætíð verið til lítils að deila um keisarans skegg eða að snúa út úr staðreyndum. Óstjórn Íhalds og Framsóknar varðandi gefins veiðiheimildir á íslandsmiðum, sölu/afhendingu bankanna til flokksgæðinga, tilraunastarfsemi með ónýtan gjaldmiðil og skiptingu annarra atvinnuvega milli valdablokka flokkanna um árabil, hefur leitt okkur hingað sem við stöndum nú.

Þó verið sé að togast á um einstaka atburði, breytir það ekki heildar stöðunni. Núverandi ríkisstjórn er með fangið fullt að óreiðumálum forvera sinna til úrlausnar og þar er unnið af mikilli festu við að koma samfélaginu á lappirnar að nýju. Við skulum bara þakka fyrir að við bárum gæfu til að veita þessum tveim flokkum umboð til að stjórna landinu okkar út úr brimskaflinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

236 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband