Jóhanna meðal áhrifamestu kvenna í heiminum í dag

Þeir fylgjast greinilega vel með því sem er að gerast á Íslandi hjá bandaríska viðskiptatímaritinu Forbes, já mun betur en margir hér á landi. Vil ég sérstaklega benda þeim, sem enn staglast á því að ekkert sé að gerast hér í endurreisn þjóðfélagsins, á klausuna hér að neðan þar sem beint er vísað í grein blaðsins

Um Jóhönnu segir Forbes, að hún hafi tekið við embætti forsætisráðherra í febrúar af Geir H. Haarde, sem hafi orðið fyrsti þjóðarleiðtoginn sem fór frá völdum vegna fjármálakreppunnar. Smáþjóðin Ísland hafi nánast hrunið saman þegar þrír stærstu bankar landsins féllu vegna skulda. Jóhanna hafi unnið af krafti við að endurreisa bankakerfið og barist fyrir því að Ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu. Þá hafi hún undirritað stöðugleikasáttmála við aðila vinnumarkaðarins í júní, sem sé hornsteinn áætlunar stjórnvalda um endurreisn efnahagslífsins. 

Hamingjuóskir til þín Jóhanna með þessa góðu umsögn.


mbl.is Jóhanna meðal áhrifamestu kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er bara frábært. En ég held að hún geti samt sem áður ekki leitt okkur út úr þeim efnahags hörmungum sem þjóðin er í, nú um stundir. Mér finnst hún ekki gera nægilega mikið fyrir mig og þig og okkur hin.

Eigðu góðan dag.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

270 dagar til jóla

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband